Hætta á auknu brotthvarfi að samkomubanni loknu Andri Eysteinsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 30. apríl 2020 19:33 Frá fundi almannavarna í dag. Mynd/Lögreglan. Það er hætta á auknu brotthvarfi að loknu samkomubanni að mati skólameistara Tækniskólans. Starfsfólk skólans hafi hringt í á annað þúsund nemendur til að hvetja þá áfram. Yfirlögregluþjónn biðlar til samninganefnda að afstýra verkfalli sem hefði áhrif á skólastarf. Skólamál voru til umræðu á upplýsingafundi almannavarna í dag en starf leik- og grunnskóla hefst með hefðbundnum hætti 4. maí. Nám í framhalds- og háskólum verður háð fjölda og fjarlægðartakmörkunum. Skólameistari Tækniskólans segir að vel hafi gengið en skólafólk hafi áhyggjur. „Helsta áskorun og áhyggjuefni stjórnenda á framhaldsskólastiginu hefur verið brotthvarf nemenda og mikið hefur verið gert til að koma í veg fyrir það,“ sagði Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans. Starfsfólk skólans hefur hringt á annað þúsund símtöl til að ýta við og hvetja nemendur áfram Sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar segir að víðast hvar hafi vel gengið í grunnskólum en nokkrir hópar skeri sig úr. „Því miður hafa allmargir nemendur að erlendum uppruna ekki fengið nógu mikla íslensku kennslu því miður og margir sem eru fatlaðir hafa ekki fengið næga kennslu þannig að við verðum að huga að þessum hópum,“ sagði Þorsteinn Hjartarson sviðsstjóri. Við höfum vissulega áhyggjur af ákveðnu hópi nemenda sem hafa verið að glíma við alls konar áhyggjur og kvíða og þá er mikilvægt að bjóða upp á úrræði,“ sagði sviðstjórinn. Rektor Háskóla Íslands hefur ekki fengið brottfallstölur en einhverjir hafi þurft að hætta námi. „Við höfum reynt að vinna málið þannig að það hafi verið minna brottfall. Ég vona svo sannarlega að það hafi ekki margir lent í þessum hópum en því miður er mögulegt að þar séu einhverjir. Félagsmenn í Eflingu sem stefna í verkfall í næstu viku voru hvattir til að semja en það mun hafa áhrif á grunnskóla í nokkrum sveitarfélögum. Þorsteinn sviðsstjóri sagði það valda áhyggjum og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvatti samningsaðila til að ná saman. „Gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að leysa þessa deilu,“ sagði Víðir. Engin greindist með kórónuveirusmit síðasta sólarhring sex eru á spítala og engin á gjörgæslu. Skóla - og menntamál Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Sjá meira
Það er hætta á auknu brotthvarfi að loknu samkomubanni að mati skólameistara Tækniskólans. Starfsfólk skólans hafi hringt í á annað þúsund nemendur til að hvetja þá áfram. Yfirlögregluþjónn biðlar til samninganefnda að afstýra verkfalli sem hefði áhrif á skólastarf. Skólamál voru til umræðu á upplýsingafundi almannavarna í dag en starf leik- og grunnskóla hefst með hefðbundnum hætti 4. maí. Nám í framhalds- og háskólum verður háð fjölda og fjarlægðartakmörkunum. Skólameistari Tækniskólans segir að vel hafi gengið en skólafólk hafi áhyggjur. „Helsta áskorun og áhyggjuefni stjórnenda á framhaldsskólastiginu hefur verið brotthvarf nemenda og mikið hefur verið gert til að koma í veg fyrir það,“ sagði Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans. Starfsfólk skólans hefur hringt á annað þúsund símtöl til að ýta við og hvetja nemendur áfram Sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar segir að víðast hvar hafi vel gengið í grunnskólum en nokkrir hópar skeri sig úr. „Því miður hafa allmargir nemendur að erlendum uppruna ekki fengið nógu mikla íslensku kennslu því miður og margir sem eru fatlaðir hafa ekki fengið næga kennslu þannig að við verðum að huga að þessum hópum,“ sagði Þorsteinn Hjartarson sviðsstjóri. Við höfum vissulega áhyggjur af ákveðnu hópi nemenda sem hafa verið að glíma við alls konar áhyggjur og kvíða og þá er mikilvægt að bjóða upp á úrræði,“ sagði sviðstjórinn. Rektor Háskóla Íslands hefur ekki fengið brottfallstölur en einhverjir hafi þurft að hætta námi. „Við höfum reynt að vinna málið þannig að það hafi verið minna brottfall. Ég vona svo sannarlega að það hafi ekki margir lent í þessum hópum en því miður er mögulegt að þar séu einhverjir. Félagsmenn í Eflingu sem stefna í verkfall í næstu viku voru hvattir til að semja en það mun hafa áhrif á grunnskóla í nokkrum sveitarfélögum. Þorsteinn sviðsstjóri sagði það valda áhyggjum og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvatti samningsaðila til að ná saman. „Gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að leysa þessa deilu,“ sagði Víðir. Engin greindist með kórónuveirusmit síðasta sólarhring sex eru á spítala og engin á gjörgæslu.
Skóla - og menntamál Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Sjá meira