Thom Yorke frumflutti nýklárað lag úr kjallaranum heima Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2020 10:17 Thom Yorke í kjallaranum heima hjá sér í gær. Mynd/NBC Svo virðist sem að breski söngvarinn Thom Yorke, forsprakki hljómsveitarinnar Radiohead, hafi ekki setið auðum höndum á meðan kórónuveiran gengur yfir heimsbyggðina. Hann frumflutti glænýtt og nýklárað lag í spjallþætti Jimmy Fallon í gærkvöldi. Áður en þátturinn fór í loftið tísti Thom Yorke mynd af blaði þar sem sjá mátti texta lagsins, sem ber nafnið Plasticine Figures, og útsetningu þess. Þar má einnig sjá hvernig búið er að krota yfir sumar línur, aðrar komnar í staðinn auk þess sem að búið er að skrifa hvaða hljóma eigi að spila. Hið angurværa lag hefur aldrei heyrst áður opinberlega en í gær mátti sjá Thom Yorke flytja lagið einn á píanói í kjallaranum heima hjá sér, en hann og aðrir meðlimir Radiohead hafa haft hægt um sig á meðan faraldurinn hefur gengið yfir ef frá er talinn Ed O'Brien, gítarleikari hljómsveitarinnar sem gaf út sína fyrstu sólóplötu á dögunum. Þó hafa hljómsveitarmeðlimir glatt aðdáendur sína með því að endursýna eldri tónleika á YouTube-síðu hljómsveitarinnar. Klukkan níu í kvöld verða sýndir tónleikar hljómsveitarinnar á Coachella-tónleikahátíðinni frá árinu 2012. .@FallonTonight pic.twitter.com/2MFvIoib67— Thom Yorke (@thomyorke) April 29, 2020 Tónlist Mest lesið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Svo virðist sem að breski söngvarinn Thom Yorke, forsprakki hljómsveitarinnar Radiohead, hafi ekki setið auðum höndum á meðan kórónuveiran gengur yfir heimsbyggðina. Hann frumflutti glænýtt og nýklárað lag í spjallþætti Jimmy Fallon í gærkvöldi. Áður en þátturinn fór í loftið tísti Thom Yorke mynd af blaði þar sem sjá mátti texta lagsins, sem ber nafnið Plasticine Figures, og útsetningu þess. Þar má einnig sjá hvernig búið er að krota yfir sumar línur, aðrar komnar í staðinn auk þess sem að búið er að skrifa hvaða hljóma eigi að spila. Hið angurværa lag hefur aldrei heyrst áður opinberlega en í gær mátti sjá Thom Yorke flytja lagið einn á píanói í kjallaranum heima hjá sér, en hann og aðrir meðlimir Radiohead hafa haft hægt um sig á meðan faraldurinn hefur gengið yfir ef frá er talinn Ed O'Brien, gítarleikari hljómsveitarinnar sem gaf út sína fyrstu sólóplötu á dögunum. Þó hafa hljómsveitarmeðlimir glatt aðdáendur sína með því að endursýna eldri tónleika á YouTube-síðu hljómsveitarinnar. Klukkan níu í kvöld verða sýndir tónleikar hljómsveitarinnar á Coachella-tónleikahátíðinni frá árinu 2012. .@FallonTonight pic.twitter.com/2MFvIoib67— Thom Yorke (@thomyorke) April 29, 2020
Tónlist Mest lesið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist