Thom Yorke frumflutti nýklárað lag úr kjallaranum heima Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2020 10:17 Thom Yorke í kjallaranum heima hjá sér í gær. Mynd/NBC Svo virðist sem að breski söngvarinn Thom Yorke, forsprakki hljómsveitarinnar Radiohead, hafi ekki setið auðum höndum á meðan kórónuveiran gengur yfir heimsbyggðina. Hann frumflutti glænýtt og nýklárað lag í spjallþætti Jimmy Fallon í gærkvöldi. Áður en þátturinn fór í loftið tísti Thom Yorke mynd af blaði þar sem sjá mátti texta lagsins, sem ber nafnið Plasticine Figures, og útsetningu þess. Þar má einnig sjá hvernig búið er að krota yfir sumar línur, aðrar komnar í staðinn auk þess sem að búið er að skrifa hvaða hljóma eigi að spila. Hið angurværa lag hefur aldrei heyrst áður opinberlega en í gær mátti sjá Thom Yorke flytja lagið einn á píanói í kjallaranum heima hjá sér, en hann og aðrir meðlimir Radiohead hafa haft hægt um sig á meðan faraldurinn hefur gengið yfir ef frá er talinn Ed O'Brien, gítarleikari hljómsveitarinnar sem gaf út sína fyrstu sólóplötu á dögunum. Þó hafa hljómsveitarmeðlimir glatt aðdáendur sína með því að endursýna eldri tónleika á YouTube-síðu hljómsveitarinnar. Klukkan níu í kvöld verða sýndir tónleikar hljómsveitarinnar á Coachella-tónleikahátíðinni frá árinu 2012. .@FallonTonight pic.twitter.com/2MFvIoib67— Thom Yorke (@thomyorke) April 29, 2020 Tónlist Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Svo virðist sem að breski söngvarinn Thom Yorke, forsprakki hljómsveitarinnar Radiohead, hafi ekki setið auðum höndum á meðan kórónuveiran gengur yfir heimsbyggðina. Hann frumflutti glænýtt og nýklárað lag í spjallþætti Jimmy Fallon í gærkvöldi. Áður en þátturinn fór í loftið tísti Thom Yorke mynd af blaði þar sem sjá mátti texta lagsins, sem ber nafnið Plasticine Figures, og útsetningu þess. Þar má einnig sjá hvernig búið er að krota yfir sumar línur, aðrar komnar í staðinn auk þess sem að búið er að skrifa hvaða hljóma eigi að spila. Hið angurværa lag hefur aldrei heyrst áður opinberlega en í gær mátti sjá Thom Yorke flytja lagið einn á píanói í kjallaranum heima hjá sér, en hann og aðrir meðlimir Radiohead hafa haft hægt um sig á meðan faraldurinn hefur gengið yfir ef frá er talinn Ed O'Brien, gítarleikari hljómsveitarinnar sem gaf út sína fyrstu sólóplötu á dögunum. Þó hafa hljómsveitarmeðlimir glatt aðdáendur sína með því að endursýna eldri tónleika á YouTube-síðu hljómsveitarinnar. Klukkan níu í kvöld verða sýndir tónleikar hljómsveitarinnar á Coachella-tónleikahátíðinni frá árinu 2012. .@FallonTonight pic.twitter.com/2MFvIoib67— Thom Yorke (@thomyorke) April 29, 2020
Tónlist Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira