„Viðunandi hitatölur“ í kortunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 07:06 Það ætti ekki að væsa um endurna og mávana á Reykjavíkurtjörn næstu daga. EPA/TATYANA ZENKOVICH Það verða engar gríðarlegar sviptingar í veðrinu næstu daga að sögn Veðurstofunnar. Viðunandi hitatölur, hægur vindur, stöku rigning - vorið sé því svo sannarlega komið. Þannig er útlit fyrir hæga breytilega átt á landinu í dag. Áfram verði léttskýjað á norðanverðu landinu auk þess sem það léttir til austlands eftir því sem líður á daginn. „Á Suður- og Vesturlandi verða ský á himni og mögulega koma einhverjir dropar úr sumum þeirra, eitthvað mun þó sjást til sólar milli skýja,“ segir í útskýringum Veðurstofunnar sem áætlar að hitinn í dag verði á bilinu 5 til 10 stig. Áfram er útlit fyrir hægviðri og sólríkt veður um mestallt land á morgun. Veðrið virðist ekki vera á förum því Veðurstofan segist ekki sjá „miklar breytingar“ í kortunum til miðvikudags. „Næstu þrjá daga er semsagt útlit fyrir hægan vind á landinu og viðunandi hitatölur yfir daginn, en svalt að næturlagi. Aðgerðaleysið í veðrinu má líta á sem eitt af einkennum vorsins á Íslandi og vorið er svo sannarlega komið,“ segir á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Hægviðri og léttskýjað að mestu. Hiti 5 til 10 stig, en allvíða næturfrost. Á miðvikudag: Norðan og norðvestan 3-10 m/s og bjartviðri, en þykknar upp á norðanverðu landinu seinnipartinn. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á fimmtudag: Norðaustan 8-13 með skýjuðu og úrkomulitlu veðri á Norður- og Austurlandi og hita 0 til 5 stig, en bjart með köflum sunnan heiða og hiti að 10 stigum yfir daginn. Á föstudag og laugardag: Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 3 til 9 stig að deginum. Á sunnudag: Austlæg átt með rigningu á suðaustanverðu landinu, en bjart norðan- og vestanlands. Hiti 5 til 10 stig. Veður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Það verða engar gríðarlegar sviptingar í veðrinu næstu daga að sögn Veðurstofunnar. Viðunandi hitatölur, hægur vindur, stöku rigning - vorið sé því svo sannarlega komið. Þannig er útlit fyrir hæga breytilega átt á landinu í dag. Áfram verði léttskýjað á norðanverðu landinu auk þess sem það léttir til austlands eftir því sem líður á daginn. „Á Suður- og Vesturlandi verða ský á himni og mögulega koma einhverjir dropar úr sumum þeirra, eitthvað mun þó sjást til sólar milli skýja,“ segir í útskýringum Veðurstofunnar sem áætlar að hitinn í dag verði á bilinu 5 til 10 stig. Áfram er útlit fyrir hægviðri og sólríkt veður um mestallt land á morgun. Veðrið virðist ekki vera á förum því Veðurstofan segist ekki sjá „miklar breytingar“ í kortunum til miðvikudags. „Næstu þrjá daga er semsagt útlit fyrir hægan vind á landinu og viðunandi hitatölur yfir daginn, en svalt að næturlagi. Aðgerðaleysið í veðrinu má líta á sem eitt af einkennum vorsins á Íslandi og vorið er svo sannarlega komið,“ segir á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Hægviðri og léttskýjað að mestu. Hiti 5 til 10 stig, en allvíða næturfrost. Á miðvikudag: Norðan og norðvestan 3-10 m/s og bjartviðri, en þykknar upp á norðanverðu landinu seinnipartinn. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á fimmtudag: Norðaustan 8-13 með skýjuðu og úrkomulitlu veðri á Norður- og Austurlandi og hita 0 til 5 stig, en bjart með köflum sunnan heiða og hiti að 10 stigum yfir daginn. Á föstudag og laugardag: Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 3 til 9 stig að deginum. Á sunnudag: Austlæg átt með rigningu á suðaustanverðu landinu, en bjart norðan- og vestanlands. Hiti 5 til 10 stig.
Veður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira