Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2020 15:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, en hann fjallaði um stöðu félagsins í Sprengisandi á Byljunni í morgun. „Næstu mánuðir verða mjög erfiðir og við getum ekki búið til neinar áætlanir fyrir næstu sex til tólf mánuði en lykilatriðið er að minnka útflæðið og vera tilbúnir að fara af stað, því þetta mun fara af stað aftur og tækifærin verða mikil fyrir Ísland, að mínu mati.“ Icelandair hefur verið með þá stefnu að eiga þriggja mánaða lausafé fyrir kostnað næstu þriggja mánaða án tekna á reiðum höndum. Félagið kom inn í þessa stöðu aðeins sterkara en það, hafa skorið niður, bæði minnkað útflæði og endurskoðað efnahagsreikninga. Nú um mánaðamótin verða liðnir þrír mánuðir frá því að Icelandair byrjaði að finna fyrir miklu tekjutapi vegna skerts flugs. Nú eru sex brottfarir á vegum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli á viku, þær áttu að vera 216. „Hjá okkur, eins og öðrum, er þetta algjör tekjubrestur og við komumst ekkert í gegn um þetta sumar án þess að fá inn nýtt fé, það liggur algjörlega fyrir.“ Hann telur mikil tækifæri í félaginu, það sótti nýtt eiginfé 2010-2011 í tengslum við endurskipulagningu þá sem nam 70 milljónum Bandaríkjadala og síðan þá hefur félagið skilað hagnaði öll ár nema 2018. Félagið búi vel að því að vera staðsett hér á Íslandi og mörg tækifæri séu í kortunum þegar óvissuástandinu lýkur. Óvissan sé þó mikil og tryggja þarf að allir innviðir haldi sér hjá félaginu á meðan starfsemin er svona lítil. Gæti tekið mörg ár að ná upp sama ferðamannafjölda Bogi segir mikilvægt að hagkerfið verði tilbúið að stökkva af stað um leið og færi gefst og þar gegni Icelandair gríðarlega mikilvægu hlutverki. „Ef við verðum ekki til þegar ferðamenn vilja fara að ferðast þá tekur þetta miklu lengri tíma fyrir ferðaþjónustuna að ná sér á strik og skapa tekjur fyrir kerfið.“ Hann segir ljóst að viðsnúningurinn muni taka langan tíma. Það sé ljóst að það muni taka nokkur ár að ná sama fjölda ferðamanna og var 2019. „Markaðirnir munu taka misjafnlega við sér, misjafnlega hratt og við erum með tengingar við svo marga staði bæði í Evrópu og Norður-Ameríku og getum þá stokkið inn á þá staði sem eru að taka við sér. Félagið hefur verið í miklum samskiptum við stjórnvöld frá því að þetta ástand hófst. Vinnuhópur hefur tekið til starfa hjá Icelandair sem er í nánu samstarfi við stjórnvöld við endurskipulagningu efnahagsreiknings félagsins. „Við stefnum á að gefa út nýtt hlutafé, við teljum að það sé nauðsynlegt að styrkja efnahagsreikninginn með eigiðfé. Félagið vantar ekki skuldir og til að félagið verði tilbúið í þessa viðspyrnu er ekki gott að koma í gegn um þetta ástand í öndunarvélum, við verðum að vera í sterkri stöðu.“ „Uppleggið sem við erum að vinna með, en það eru hvergi vilyrði eða loforð eða skilyrði neins staðar eru að það komi fjárfestar að félaginu og hugsanlega í framhaldinu komi ríkið með einhverjar lánalínur.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skrýtið ef ekki eigi að verja störf í flugi Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. 25. apríl 2020 18:48 Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35 Icelandair flýgur tugi ferða með lækningavörur frá Kína til Evrópu Þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair verður breytt tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til Munchen í Þýskalandi. 24. apríl 2020 13:27 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, en hann fjallaði um stöðu félagsins í Sprengisandi á Byljunni í morgun. „Næstu mánuðir verða mjög erfiðir og við getum ekki búið til neinar áætlanir fyrir næstu sex til tólf mánuði en lykilatriðið er að minnka útflæðið og vera tilbúnir að fara af stað, því þetta mun fara af stað aftur og tækifærin verða mikil fyrir Ísland, að mínu mati.“ Icelandair hefur verið með þá stefnu að eiga þriggja mánaða lausafé fyrir kostnað næstu þriggja mánaða án tekna á reiðum höndum. Félagið kom inn í þessa stöðu aðeins sterkara en það, hafa skorið niður, bæði minnkað útflæði og endurskoðað efnahagsreikninga. Nú um mánaðamótin verða liðnir þrír mánuðir frá því að Icelandair byrjaði að finna fyrir miklu tekjutapi vegna skerts flugs. Nú eru sex brottfarir á vegum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli á viku, þær áttu að vera 216. „Hjá okkur, eins og öðrum, er þetta algjör tekjubrestur og við komumst ekkert í gegn um þetta sumar án þess að fá inn nýtt fé, það liggur algjörlega fyrir.“ Hann telur mikil tækifæri í félaginu, það sótti nýtt eiginfé 2010-2011 í tengslum við endurskipulagningu þá sem nam 70 milljónum Bandaríkjadala og síðan þá hefur félagið skilað hagnaði öll ár nema 2018. Félagið búi vel að því að vera staðsett hér á Íslandi og mörg tækifæri séu í kortunum þegar óvissuástandinu lýkur. Óvissan sé þó mikil og tryggja þarf að allir innviðir haldi sér hjá félaginu á meðan starfsemin er svona lítil. Gæti tekið mörg ár að ná upp sama ferðamannafjölda Bogi segir mikilvægt að hagkerfið verði tilbúið að stökkva af stað um leið og færi gefst og þar gegni Icelandair gríðarlega mikilvægu hlutverki. „Ef við verðum ekki til þegar ferðamenn vilja fara að ferðast þá tekur þetta miklu lengri tíma fyrir ferðaþjónustuna að ná sér á strik og skapa tekjur fyrir kerfið.“ Hann segir ljóst að viðsnúningurinn muni taka langan tíma. Það sé ljóst að það muni taka nokkur ár að ná sama fjölda ferðamanna og var 2019. „Markaðirnir munu taka misjafnlega við sér, misjafnlega hratt og við erum með tengingar við svo marga staði bæði í Evrópu og Norður-Ameríku og getum þá stokkið inn á þá staði sem eru að taka við sér. Félagið hefur verið í miklum samskiptum við stjórnvöld frá því að þetta ástand hófst. Vinnuhópur hefur tekið til starfa hjá Icelandair sem er í nánu samstarfi við stjórnvöld við endurskipulagningu efnahagsreiknings félagsins. „Við stefnum á að gefa út nýtt hlutafé, við teljum að það sé nauðsynlegt að styrkja efnahagsreikninginn með eigiðfé. Félagið vantar ekki skuldir og til að félagið verði tilbúið í þessa viðspyrnu er ekki gott að koma í gegn um þetta ástand í öndunarvélum, við verðum að vera í sterkri stöðu.“ „Uppleggið sem við erum að vinna með, en það eru hvergi vilyrði eða loforð eða skilyrði neins staðar eru að það komi fjárfestar að félaginu og hugsanlega í framhaldinu komi ríkið með einhverjar lánalínur.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skrýtið ef ekki eigi að verja störf í flugi Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. 25. apríl 2020 18:48 Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35 Icelandair flýgur tugi ferða með lækningavörur frá Kína til Evrópu Þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair verður breytt tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til Munchen í Þýskalandi. 24. apríl 2020 13:27 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Skrýtið ef ekki eigi að verja störf í flugi Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. 25. apríl 2020 18:48
Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35
Icelandair flýgur tugi ferða með lækningavörur frá Kína til Evrópu Þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair verður breytt tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til Munchen í Þýskalandi. 24. apríl 2020 13:27