Borche með tvö plön: „Hann er eins og amaba“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2020 20:00 Borche Ilievski ræddi málin í Mjóddinni í dag. SKJÁSKOT/STÖÐ 2 SPORT Borche Ilievski, þjálfari ÍR, er með plan A og plan B fyrir næstu leiktíð í Domino‘s-deild karla í körfubolta en kórónuveirufaraldurinn veldur mikilli óvissu um það úr hve miklu fé ÍR-ingar munu hafa úr að moða. Borche hefur náð góðum árangri með ÍR síðustu fjögur tímabil og hefur nú skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2023. Hann segir hins vegar erfitt að segja til um hvernig lið ÍR muni líta út á næstu leiktíð: „Það er erfitt að gera áætlanir í þessari stöðu þegar allur heimurinn þjáist vegna þessarar kórónuveiru. En ég veit að þessu mun ljúka fljótlega, kannski eftir hálfan mánuð, og vonandi getum við gleymt þessu og farið að lifa okkar venjulega lífi aftur. Ég er með plan A og plan B. Í plani A erum við með peninga til að spila úr, en þetta ástand hefur auðvitað áhrif á efnahaginn og þess vegna höfum við plan B ef að það verða engir peningar til að nota. Hvað sem gerist ætlum við alltaf að vera á toppnum,“ sagði Borche við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Kjartan Atli rifjaði svo upp með Henry Birgi Gunnarssyni matarboð með Borche og hrósaði þjálfaranum í hástert: „Þetta er ofboðslega góður og gefandi maður. Þjálffræðilega er hann eins og amaba. Amöbur eru einfrumungar sem laga sig að umhverfi sínu. Hann var með eitt besta varnarlið deildarinnar, missir hryggjarstykkið úr liðinu sem fór í úrslit í fyrra, og byggir svo upp það lið sem skorar hvað mest í deildinni í vetur en fékk líka á sig mikið af stigum. Hann endurskipulagði allt í kringum liðið,“ sagði Kjartan Atli. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Borche með plan A og plan B Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Sportið í dag ÍR Tengdar fréttir Borche í Breiðholtinu til 2023 Borche Ilievski hefur skrifað undir nýjan samning um að þjálfa meistarflokk karla í körfubolta hjá ÍR næstu þrjú árin, eða til ársins 2023. 31. mars 2020 20:15 Borche: Frábært að komast í úrslitakeppni fjórða árið í röð ÍR sigraði í kvöld Þór frá Þorlákshöfn, 90-85, og tryggði ÍR sér í leiðinni sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR spjallaði við Vísi eftir leik og var að vonum sáttur með úrslit leiksins. 2. mars 2020 20:33 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Borche Ilievski, þjálfari ÍR, er með plan A og plan B fyrir næstu leiktíð í Domino‘s-deild karla í körfubolta en kórónuveirufaraldurinn veldur mikilli óvissu um það úr hve miklu fé ÍR-ingar munu hafa úr að moða. Borche hefur náð góðum árangri með ÍR síðustu fjögur tímabil og hefur nú skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2023. Hann segir hins vegar erfitt að segja til um hvernig lið ÍR muni líta út á næstu leiktíð: „Það er erfitt að gera áætlanir í þessari stöðu þegar allur heimurinn þjáist vegna þessarar kórónuveiru. En ég veit að þessu mun ljúka fljótlega, kannski eftir hálfan mánuð, og vonandi getum við gleymt þessu og farið að lifa okkar venjulega lífi aftur. Ég er með plan A og plan B. Í plani A erum við með peninga til að spila úr, en þetta ástand hefur auðvitað áhrif á efnahaginn og þess vegna höfum við plan B ef að það verða engir peningar til að nota. Hvað sem gerist ætlum við alltaf að vera á toppnum,“ sagði Borche við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Kjartan Atli rifjaði svo upp með Henry Birgi Gunnarssyni matarboð með Borche og hrósaði þjálfaranum í hástert: „Þetta er ofboðslega góður og gefandi maður. Þjálffræðilega er hann eins og amaba. Amöbur eru einfrumungar sem laga sig að umhverfi sínu. Hann var með eitt besta varnarlið deildarinnar, missir hryggjarstykkið úr liðinu sem fór í úrslit í fyrra, og byggir svo upp það lið sem skorar hvað mest í deildinni í vetur en fékk líka á sig mikið af stigum. Hann endurskipulagði allt í kringum liðið,“ sagði Kjartan Atli. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Borche með plan A og plan B Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Sportið í dag ÍR Tengdar fréttir Borche í Breiðholtinu til 2023 Borche Ilievski hefur skrifað undir nýjan samning um að þjálfa meistarflokk karla í körfubolta hjá ÍR næstu þrjú árin, eða til ársins 2023. 31. mars 2020 20:15 Borche: Frábært að komast í úrslitakeppni fjórða árið í röð ÍR sigraði í kvöld Þór frá Þorlákshöfn, 90-85, og tryggði ÍR sér í leiðinni sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR spjallaði við Vísi eftir leik og var að vonum sáttur með úrslit leiksins. 2. mars 2020 20:33 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Borche í Breiðholtinu til 2023 Borche Ilievski hefur skrifað undir nýjan samning um að þjálfa meistarflokk karla í körfubolta hjá ÍR næstu þrjú árin, eða til ársins 2023. 31. mars 2020 20:15
Borche: Frábært að komast í úrslitakeppni fjórða árið í röð ÍR sigraði í kvöld Þór frá Þorlákshöfn, 90-85, og tryggði ÍR sér í leiðinni sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR spjallaði við Vísi eftir leik og var að vonum sáttur með úrslit leiksins. 2. mars 2020 20:33