Aðeins einn íslenskur leikmaður í draumaliði Hermanns Hreiðarssonar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 19:00 Tími Hermanns í Portsmouth var hans besti á ferlinum. Á myndinni með honum er maðurinn sem hann valdi í hægri bakvörðinn á draumaliði sínu. Phil Cole/Getty Images Fyrrum landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson lék með fjöldanum öllum af leikmönnum á sínum tíma. Aðeins einn íslenskur leikmaður kemst því í draumalið Hermanns. Hermann Hreiðarsson var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í hlaðvarpinu Draumaliðið en fyrsti þáttur í fjórðu seríu fór í loftið í dag. Jóhann Skúli fær góða gesti til sín í þættinum og velja gestirnir bestu 11 leikmenn sem þeir spiluðu með á ferlinum ásamt því að deila skemmtilegum sögum. Eitthvað sem Hermann ætti að eiga nóg af. Áður hafa til að mynda Guðmundur Benediktsson, Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Ingólfur Þórarinsson (Ingó Veðurguð), Kristján Óli Sigurðsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Hallbera Guðný Gísladóttir og margir fleiri mætt í stúdíó til Jóhanns og valið draumalið sitt. Sjá einnig: Gummi Ben velur bestu samherjana á ferlinum SUMMER DROP ALERT #WeGoAgainHemmi Hreiðars valdi draumaliðið sitt og ræddi við mig um hvernig það er að sigra þá elstu og virtustu og leikmenn sem hann fílaði í klefanum og leikmenn sem hann fílaði ekki. Einn Íslendingur í liðinu.https://t.co/9RaHyNEnZM— Jói Skúli (@joiskuli10) April 23, 2020 Hermann Hreiðarsson var atvinnumaður í Englandi í 15 ár. Lék hann með Crystal Palace, Brentford, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic, Portsmouth og Coventry City. Þá lék hann með ÍBV hér heima ásamt því að þjálfa liðið eftir að hann lagði skóna á hilluna. Í dag er Hermann aðstoðarmaður Sol Campbell hjá Southend United í ensku C-deildinni. Hemmi, eins og hann er nær alltaf kallaður, lék einnig á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim fimm mörk. Það reka eflaust margir upp stór augu þegar þeir sjá að aðeins einn íslensku leikmaður kemst í draumalið hans, og það er ekki Eiður Smári Guðjohnsen. Lið Hermanns litast mjög svo af veru hans í Portsmouth en það var líklega besti tími hans sem atvinnumanns. Með Harry Redknapp við stjórnvölin lenti liðið í 8. sæti tímabilið 2007 til 2008 og vann liðið enska FA bikarinn sama ár. Í kjölfarið var fagnað vel og innilega. Alls eru sex leikmenn úr Portsmouth liðinu sem varð bikarmeistari í draumaliði Hermanns ásamt honum sjálfum en liðinu er stillt upp í 4-3-3 leikkerfi. David James, sem Hermann sannfærði á einhvern ótrúlegan hátt um að spila með ÍBV sumarið 2014, er í markinu. Glen Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool, er í hægri bakverðinum. Þá eru Sol Campbell, samstarfsmaður Hemma hjá Southend, og Sylvain Distin í hjarta varnarinnar á meðan Hemmi er í vinstri bakverði. Á miðjunni er hinn öflugi Sulley Muntari og á vængnum er svo Niko Kranjcar, leikmaður sem Redknapp keypti þrisvar á ferlinum. Aðrir leikmenn liðsins eru Jim Magilton, Matt Holland [báðir miðjumenn] á meðan Attilio Lombardi er á hinum vængnum og Heiðar Helguson leiðir línuna. Sá síðastnefndi er eini Íslendingurinn sem kemst í lið Hermanns. Athygli vekur að Eiður Smári er hvergi sjáanlegur en eflaust hefur Hermann nefnt góða og gilda ástæðu fyrir því. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Evrópuævintýri íslenskra liða síðustu ára | Fyrri hluti Enn hefur ekkert lið úr Pepsi Max deild karla úr knattspyrnu komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða Evrópudeildarinnar. Sum hafa þó verið hársbreidd frá því. 23. apríl 2020 11:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Fyrrum landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson lék með fjöldanum öllum af leikmönnum á sínum tíma. Aðeins einn íslenskur leikmaður kemst því í draumalið Hermanns. Hermann Hreiðarsson var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í hlaðvarpinu Draumaliðið en fyrsti þáttur í fjórðu seríu fór í loftið í dag. Jóhann Skúli fær góða gesti til sín í þættinum og velja gestirnir bestu 11 leikmenn sem þeir spiluðu með á ferlinum ásamt því að deila skemmtilegum sögum. Eitthvað sem Hermann ætti að eiga nóg af. Áður hafa til að mynda Guðmundur Benediktsson, Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Ingólfur Þórarinsson (Ingó Veðurguð), Kristján Óli Sigurðsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Hallbera Guðný Gísladóttir og margir fleiri mætt í stúdíó til Jóhanns og valið draumalið sitt. Sjá einnig: Gummi Ben velur bestu samherjana á ferlinum SUMMER DROP ALERT #WeGoAgainHemmi Hreiðars valdi draumaliðið sitt og ræddi við mig um hvernig það er að sigra þá elstu og virtustu og leikmenn sem hann fílaði í klefanum og leikmenn sem hann fílaði ekki. Einn Íslendingur í liðinu.https://t.co/9RaHyNEnZM— Jói Skúli (@joiskuli10) April 23, 2020 Hermann Hreiðarsson var atvinnumaður í Englandi í 15 ár. Lék hann með Crystal Palace, Brentford, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic, Portsmouth og Coventry City. Þá lék hann með ÍBV hér heima ásamt því að þjálfa liðið eftir að hann lagði skóna á hilluna. Í dag er Hermann aðstoðarmaður Sol Campbell hjá Southend United í ensku C-deildinni. Hemmi, eins og hann er nær alltaf kallaður, lék einnig á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim fimm mörk. Það reka eflaust margir upp stór augu þegar þeir sjá að aðeins einn íslensku leikmaður kemst í draumalið hans, og það er ekki Eiður Smári Guðjohnsen. Lið Hermanns litast mjög svo af veru hans í Portsmouth en það var líklega besti tími hans sem atvinnumanns. Með Harry Redknapp við stjórnvölin lenti liðið í 8. sæti tímabilið 2007 til 2008 og vann liðið enska FA bikarinn sama ár. Í kjölfarið var fagnað vel og innilega. Alls eru sex leikmenn úr Portsmouth liðinu sem varð bikarmeistari í draumaliði Hermanns ásamt honum sjálfum en liðinu er stillt upp í 4-3-3 leikkerfi. David James, sem Hermann sannfærði á einhvern ótrúlegan hátt um að spila með ÍBV sumarið 2014, er í markinu. Glen Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool, er í hægri bakverðinum. Þá eru Sol Campbell, samstarfsmaður Hemma hjá Southend, og Sylvain Distin í hjarta varnarinnar á meðan Hemmi er í vinstri bakverði. Á miðjunni er hinn öflugi Sulley Muntari og á vængnum er svo Niko Kranjcar, leikmaður sem Redknapp keypti þrisvar á ferlinum. Aðrir leikmenn liðsins eru Jim Magilton, Matt Holland [báðir miðjumenn] á meðan Attilio Lombardi er á hinum vængnum og Heiðar Helguson leiðir línuna. Sá síðastnefndi er eini Íslendingurinn sem kemst í lið Hermanns. Athygli vekur að Eiður Smári er hvergi sjáanlegur en eflaust hefur Hermann nefnt góða og gilda ástæðu fyrir því.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Evrópuævintýri íslenskra liða síðustu ára | Fyrri hluti Enn hefur ekkert lið úr Pepsi Max deild karla úr knattspyrnu komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða Evrópudeildarinnar. Sum hafa þó verið hársbreidd frá því. 23. apríl 2020 11:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Evrópuævintýri íslenskra liða síðustu ára | Fyrri hluti Enn hefur ekkert lið úr Pepsi Max deild karla úr knattspyrnu komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða Evrópudeildarinnar. Sum hafa þó verið hársbreidd frá því. 23. apríl 2020 11:00