Tvöfalt fleiri umsóknir á einum mánuði en allt árið í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2020 15:29 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, á upplýsingafundi almannavarna 1. apríl 2020. Lögreglan Vinnumálastofnun bárust um 32.000 umsóknir um greiðslur í mars, um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri stofnunarinnar segist aldrei hafa horft upp á annað eins og biður fólk um að hafa skilning á miklu álagi sem er á starfsmönnum hennar. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar sagði að fleiri en 26.000 umsóknir hefðu borist frá einstaklingum um greiðslur vegna minnkaðs starfshlutfalls frá því að opnað var fyrir þær á miðvikudag fyrir viku á upplýsingafundi almannavarna um kórónuveirufaraldurinn í dag. Um helmingur umsóknanna tengist ferðaþjónustu beint eða óbeint. Þrír af hverjum fjórum umsækjendum séu Íslendingar en einn af hverjum fjórum er af erlendu bergi brotinn. Um 52% eru karlar en 48% konur. Kynjahlutfallið sagði Unnur þó ekki segja alla söguna því hlutfall karla á vinnumarkaði væri undir venjulegum kringumstæðum hærra en karla. Kreppan nú virðist því koma aðeins verr niður á konum en körlum. Til viðbótar við þá sem hafa sótt um greiðslur vegna minnkaðs starfshlutfalls hafa yfir sex þúsund almennar umsóknir vegna atvinnuleysis borist. Samtals hafa því um 32.000 umsóknir um greiðslur borist stofnuninni í mars. Til samanburðar voru umsóknir allt árið í fyrra 16.500 talsins. Fyrsta greiðslan fyrir hálfan mánuð, samþykki atvinnurekanda skilyrði Markmið Vinnumálastofnunar er að greiða öllum þeim sem hafa sótt um greiðslur fyrir 7. apríl. Benti Unnur á að til þess að það takist þurfi atvinnurekendur að staðfesta samkomulag við starfsmenn um minnkað starfshlutfall því annars verði umsóknir ekki afgreiddar. Starfsmenn geti séð á sínum síðum hvort að vinnuveitandi hafi staðfest umsóknina. Þá minnti Unnur á að fyrsta greiðslan sé fyrir hálfan mánuðinn, frá 15. mars til 31. mars. Greiðsla fyrir fyrri helming mánaðarins ætti að koma frá atvinnurekanda af venjulegum launum. Lýsti Unnur því að mikið álag væri nú á starfsfólki Vinnumálstofnunar. Þannig hringi nú um þrjú þúsund manns í stofnunina á dag en starfsmenn nái að svara á bilinu 1.600-1.700 símtölum. Þá berist um 700-800 tölvupóstar á dag. Margar fyrirspurnanna varða hvort að umsókn fólks hafi borist og benti Unnur á að þær upplýsingar sé hægt að nálgast á svæði fólks á vefsíðu stofnunarinnar. Svör við mörgum spurningum fólks sé að finna þar. Vinnumálastofnun berast nú þúsundir símtala og hundruð tölvupósta á hverjum degi.Vísir/Vilhelm Sérstaklega varaði Unnur við því að starfsfólk stofnunarinnar ætti ekki eftir að gera svarað öllum fyrirspurnum eftir að byrjað verður að greiða 26.000 manns út bætur. Stofnunin vinni nú að því að reyna að gera greiðsluseðil sem umsækjendur fá einfaldan og auðskilin eins og kostur er. Á honum segir Unnur að muni koma fram meðallaun sem bæturnar eru reiknaðar út frá. Hvatti Unnur fólk til þess að fara yfir hvernig meðallaunin væri ákveðin með vinnuveitenda sínum áður en það leitar til Vinnumálastofnunar. „Mest af þessu ættuð þið að geta fundið skýringu á með því að grufla ykkur í gegnum greiðsluseðilinn og í samvinnu og samráði við ykkar atvinnurekanda,“ sagði Unnur. Reyna að vinna 6-12 mánaða verk á 4-6 vikum Varðandi greiðslur til atvinnurekenda vegna starfsfólks í sóttkví bað Unnur fólk um að hafa þolinmæði. Lög um þær greiðslur hafi verið samþykkt í síðustu viku og lögð hafi verið ofuráhersla á að koma þeim í framkvæmd því þar sé framfærsla einstaklinga undir. Við venjulegar aðstæður taki það á bilinu sex til tólf mánuði að skrifa tölvukerfi og þjálfa starfsfólk þegar stofnuninni sé falin framkvæmd á nýjum lögum. Nú reyni stofnunin að gera það á fjórum til sex vikum. „Ég vona að fólk skilji það og virði það við okkur,“ sagði forstjóri Vinnumálastofnunar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43 Forstjóri Vinnumálastofnunar: „Þetta er algerlega óþekkt ástand“ Unnur Sverrisdóttir vonast til hægt verði að milda höggið á atvinnulífið vegna kórónuveirunnar með sérstökum aðgerðum sem ætlað er að hvetja atvinnurekendur til að lækka starfshlutfall, í stað þess að grípa til uppsagna. 12. mars 2020 12:05 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira
Vinnumálastofnun bárust um 32.000 umsóknir um greiðslur í mars, um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri stofnunarinnar segist aldrei hafa horft upp á annað eins og biður fólk um að hafa skilning á miklu álagi sem er á starfsmönnum hennar. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar sagði að fleiri en 26.000 umsóknir hefðu borist frá einstaklingum um greiðslur vegna minnkaðs starfshlutfalls frá því að opnað var fyrir þær á miðvikudag fyrir viku á upplýsingafundi almannavarna um kórónuveirufaraldurinn í dag. Um helmingur umsóknanna tengist ferðaþjónustu beint eða óbeint. Þrír af hverjum fjórum umsækjendum séu Íslendingar en einn af hverjum fjórum er af erlendu bergi brotinn. Um 52% eru karlar en 48% konur. Kynjahlutfallið sagði Unnur þó ekki segja alla söguna því hlutfall karla á vinnumarkaði væri undir venjulegum kringumstæðum hærra en karla. Kreppan nú virðist því koma aðeins verr niður á konum en körlum. Til viðbótar við þá sem hafa sótt um greiðslur vegna minnkaðs starfshlutfalls hafa yfir sex þúsund almennar umsóknir vegna atvinnuleysis borist. Samtals hafa því um 32.000 umsóknir um greiðslur borist stofnuninni í mars. Til samanburðar voru umsóknir allt árið í fyrra 16.500 talsins. Fyrsta greiðslan fyrir hálfan mánuð, samþykki atvinnurekanda skilyrði Markmið Vinnumálastofnunar er að greiða öllum þeim sem hafa sótt um greiðslur fyrir 7. apríl. Benti Unnur á að til þess að það takist þurfi atvinnurekendur að staðfesta samkomulag við starfsmenn um minnkað starfshlutfall því annars verði umsóknir ekki afgreiddar. Starfsmenn geti séð á sínum síðum hvort að vinnuveitandi hafi staðfest umsóknina. Þá minnti Unnur á að fyrsta greiðslan sé fyrir hálfan mánuðinn, frá 15. mars til 31. mars. Greiðsla fyrir fyrri helming mánaðarins ætti að koma frá atvinnurekanda af venjulegum launum. Lýsti Unnur því að mikið álag væri nú á starfsfólki Vinnumálstofnunar. Þannig hringi nú um þrjú þúsund manns í stofnunina á dag en starfsmenn nái að svara á bilinu 1.600-1.700 símtölum. Þá berist um 700-800 tölvupóstar á dag. Margar fyrirspurnanna varða hvort að umsókn fólks hafi borist og benti Unnur á að þær upplýsingar sé hægt að nálgast á svæði fólks á vefsíðu stofnunarinnar. Svör við mörgum spurningum fólks sé að finna þar. Vinnumálastofnun berast nú þúsundir símtala og hundruð tölvupósta á hverjum degi.Vísir/Vilhelm Sérstaklega varaði Unnur við því að starfsfólk stofnunarinnar ætti ekki eftir að gera svarað öllum fyrirspurnum eftir að byrjað verður að greiða 26.000 manns út bætur. Stofnunin vinni nú að því að reyna að gera greiðsluseðil sem umsækjendur fá einfaldan og auðskilin eins og kostur er. Á honum segir Unnur að muni koma fram meðallaun sem bæturnar eru reiknaðar út frá. Hvatti Unnur fólk til þess að fara yfir hvernig meðallaunin væri ákveðin með vinnuveitenda sínum áður en það leitar til Vinnumálastofnunar. „Mest af þessu ættuð þið að geta fundið skýringu á með því að grufla ykkur í gegnum greiðsluseðilinn og í samvinnu og samráði við ykkar atvinnurekanda,“ sagði Unnur. Reyna að vinna 6-12 mánaða verk á 4-6 vikum Varðandi greiðslur til atvinnurekenda vegna starfsfólks í sóttkví bað Unnur fólk um að hafa þolinmæði. Lög um þær greiðslur hafi verið samþykkt í síðustu viku og lögð hafi verið ofuráhersla á að koma þeim í framkvæmd því þar sé framfærsla einstaklinga undir. Við venjulegar aðstæður taki það á bilinu sex til tólf mánuði að skrifa tölvukerfi og þjálfa starfsfólk þegar stofnuninni sé falin framkvæmd á nýjum lögum. Nú reyni stofnunin að gera það á fjórum til sex vikum. „Ég vona að fólk skilji það og virði það við okkur,“ sagði forstjóri Vinnumálastofnunar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43 Forstjóri Vinnumálastofnunar: „Þetta er algerlega óþekkt ástand“ Unnur Sverrisdóttir vonast til hægt verði að milda höggið á atvinnulífið vegna kórónuveirunnar með sérstökum aðgerðum sem ætlað er að hvetja atvinnurekendur til að lækka starfshlutfall, í stað þess að grípa til uppsagna. 12. mars 2020 12:05 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira
Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43
Forstjóri Vinnumálastofnunar: „Þetta er algerlega óþekkt ástand“ Unnur Sverrisdóttir vonast til hægt verði að milda höggið á atvinnulífið vegna kórónuveirunnar með sérstökum aðgerðum sem ætlað er að hvetja atvinnurekendur til að lækka starfshlutfall, í stað þess að grípa til uppsagna. 12. mars 2020 12:05