„Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. apríl 2020 20:00 Í nýjum þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði og fleira tengt fæðingum. Vísir/Vilhelm Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. „Við erum fyrir heilbrigðar konur í heilbrigðri fæðingu með heilbrigð börn. Það er engin vökudeild á svæðinu,“ segir Hafdís um Akranes sem fæðingarstað. Einnig þurfa konur að hafa gengið fulla meðgöngu, 37 vikur eða lengur, til þess að geta nýtt sér þennan valmöguleika. „Þá erum við bara fantagóður kostur fyrir konur sem að vilja aðeins rólegra umhverfi, persónulegra.“ Ekki alltaf nauðsynlegt að fæða á spítala Hafdís segir að þó að Landspítalinn sé mikilvægur valkostur en það sé frábært að konur hafi val um nokkra fæðingarstaði, þar á meðal sitt eigið heimili. „Það er ekki margt sem þú hefur val um í okkar heilbrigðiskerfi en þú hefur val um það hvar þú vilt fæða barnið þitt. Þú getur farið á Selfoss, Keflavík, Ísafjörð, Akureyri, bara þar sem þú vilt og þetta er allt saman góðir staðir.“ Hafdís hvetur verðandi foreldra til þess að kynna sér vel alla valkosti áður en að fæðingunni kemur. „Nú er mikið um heimafæðingar af því að fólk vill ekki fara inn á hátæknisjúkdahús til að eiga börn. Ég meina hátæknisjúkrahús eru alveg nauðsynleg, en kannski ekki í þessu tilfelli ef allt er í góðu. Þá bara velur þú hvar þú vilt fara.“ Þáttinn Óskalistinn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan á helstu efnisveitum eins og Spotify. Málunum reddað Að mati Hafdísar er vökudeild Landspítalans framúrskarandi á allan hátt. „Vökudeildin á Íslandi er bara besta vökudeild í heimi. Punktur.“ Hafdís segir að það fylgi því öryggi að hafa vökudeildina sem varaplan ef eitthvað kemur upp á í fæðingu. „Stundum er bara um líf og dauða að tefla og þá eru bara allir sem einn maður og krakkinn út, endurlífgun og vökudeild og málinu bjargað sem betur fer.“ Hún hefur aldrei á ferlinum heyrt fólk kvarta undan vökudeildinni. „Þetta er faglegt fólk fram í fingurgóma sem hugsar vel um foreldrana og börnin. Fólki líður vel að sjá barnið sitt þó að það sé kannski í kassa með alls konar leiðslur og slöngur og svona. Það er bara verið að redda málunum, þetta er yndislegt.“ Á Akranesi og hugsanlega víðar er í boði að heimsækja fæðingardeildinna og skoða hana. Á vef Landspítalans er hægt að skoða myndbönd um fæðingardeildina. Björkin býður einnig upp á fæðingar en taka skal fram að staðan er þannig núna að þær geta ekki bætt við sig skjólstæðingum, biðlistinn fullur fram í júlí en búið er að opna fyrir bókanir fyrir haustið. Foreldrar ættu að mati Hafdísar að taka vel upplýsta ákvörðun um fæðingarstað, sem sé „brilliant“ kostur við íslenskt heilbrigðiskerfi. „Ég vona að þetta breytist aldrei.“ View this post on Instagram Þetta er hún Hafdís okkar, ljósmóðir. Hún er ein þeirra kvenna sem unnið hafa að bókinni #Kviknar A post shared by Kviknar & Líf kviknar (@kviknar) on Dec 6, 2017 at 1:13am PST Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Í þættinum er einning rætt við Hildi Rós, um það hvernig það er að fæða barn eftir tvær erfiðar fyrri fæðingar. Auður hjá Jógasetrinu er svo aftur í viðtali hjá Kviknar og í þetta skipti ræðir hún um fæðingarundirbúning. Vignir Bollason segir í lokin frá því þegar hann og Arna Ýr Jónsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn, sem fæddist í Björkinni. Kviknar Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. „Við erum fyrir heilbrigðar konur í heilbrigðri fæðingu með heilbrigð börn. Það er engin vökudeild á svæðinu,“ segir Hafdís um Akranes sem fæðingarstað. Einnig þurfa konur að hafa gengið fulla meðgöngu, 37 vikur eða lengur, til þess að geta nýtt sér þennan valmöguleika. „Þá erum við bara fantagóður kostur fyrir konur sem að vilja aðeins rólegra umhverfi, persónulegra.“ Ekki alltaf nauðsynlegt að fæða á spítala Hafdís segir að þó að Landspítalinn sé mikilvægur valkostur en það sé frábært að konur hafi val um nokkra fæðingarstaði, þar á meðal sitt eigið heimili. „Það er ekki margt sem þú hefur val um í okkar heilbrigðiskerfi en þú hefur val um það hvar þú vilt fæða barnið þitt. Þú getur farið á Selfoss, Keflavík, Ísafjörð, Akureyri, bara þar sem þú vilt og þetta er allt saman góðir staðir.“ Hafdís hvetur verðandi foreldra til þess að kynna sér vel alla valkosti áður en að fæðingunni kemur. „Nú er mikið um heimafæðingar af því að fólk vill ekki fara inn á hátæknisjúkdahús til að eiga börn. Ég meina hátæknisjúkrahús eru alveg nauðsynleg, en kannski ekki í þessu tilfelli ef allt er í góðu. Þá bara velur þú hvar þú vilt fara.“ Þáttinn Óskalistinn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan á helstu efnisveitum eins og Spotify. Málunum reddað Að mati Hafdísar er vökudeild Landspítalans framúrskarandi á allan hátt. „Vökudeildin á Íslandi er bara besta vökudeild í heimi. Punktur.“ Hafdís segir að það fylgi því öryggi að hafa vökudeildina sem varaplan ef eitthvað kemur upp á í fæðingu. „Stundum er bara um líf og dauða að tefla og þá eru bara allir sem einn maður og krakkinn út, endurlífgun og vökudeild og málinu bjargað sem betur fer.“ Hún hefur aldrei á ferlinum heyrt fólk kvarta undan vökudeildinni. „Þetta er faglegt fólk fram í fingurgóma sem hugsar vel um foreldrana og börnin. Fólki líður vel að sjá barnið sitt þó að það sé kannski í kassa með alls konar leiðslur og slöngur og svona. Það er bara verið að redda málunum, þetta er yndislegt.“ Á Akranesi og hugsanlega víðar er í boði að heimsækja fæðingardeildinna og skoða hana. Á vef Landspítalans er hægt að skoða myndbönd um fæðingardeildina. Björkin býður einnig upp á fæðingar en taka skal fram að staðan er þannig núna að þær geta ekki bætt við sig skjólstæðingum, biðlistinn fullur fram í júlí en búið er að opna fyrir bókanir fyrir haustið. Foreldrar ættu að mati Hafdísar að taka vel upplýsta ákvörðun um fæðingarstað, sem sé „brilliant“ kostur við íslenskt heilbrigðiskerfi. „Ég vona að þetta breytist aldrei.“ View this post on Instagram Þetta er hún Hafdís okkar, ljósmóðir. Hún er ein þeirra kvenna sem unnið hafa að bókinni #Kviknar A post shared by Kviknar & Líf kviknar (@kviknar) on Dec 6, 2017 at 1:13am PST Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Í þættinum er einning rætt við Hildi Rós, um það hvernig það er að fæða barn eftir tvær erfiðar fyrri fæðingar. Auður hjá Jógasetrinu er svo aftur í viðtali hjá Kviknar og í þetta skipti ræðir hún um fæðingarundirbúning. Vignir Bollason segir í lokin frá því þegar hann og Arna Ýr Jónsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn, sem fæddist í Björkinni.
Kviknar Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00