Vilja skikka foreldra á námskeið eftir skilnað barnanna vegna Stefán Árni Pálsson skrifar 1. apríl 2020 10:29 Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir og Gyða Hjartardóttir fara af stað með nýtt reynsluverkefni. Skilnaður er oft erfiður fyrir fólk sérstaklega þegar börn eru í spilinu. Í dag 1.apríl opnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra nýjan rafrænan vettvang um sérhæfða skilnaðarráðgjöf sem ber heitið samvinna eftir skilnað barnanna vegna. Um er að ræða reynsluverkefni í Hafnarfirði og Fljótsdalshéraði til að byrja með. Verkefnið er unnið að danskri fyrirmynd og hjálpar fráskildum foreldrum að takast á við lífið með börnunum eftir skilnað. Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir og Gyða Hjartardóttir vilja fara þessa leið Dana hér á landi og var rætt við þær í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það er markmiðið að skikka foreldar á námskeið eftir skilnað. Við stefnum að því á sama hátt og Danirnir eru nú þegar búnir að setja í lög hjá sér,“ segir Sigrún en Danir hafa þróað þessa leið frá árinu 2014. Námskeiðið gengur út á að bjóða foreldrum sem eiga börn undir 18 ára aldri rafrænt námskeið sem kennir þeim að styðja börnin í gegnum skilnaðinn. Úr ástarsambandi yfir í samstarf „Svo er verið að bjóða þessum foreldrum viðtöl hjá félagsþjónustu sveitafélaga og hugsanlega námskeið hjá félagsþjónustunni líka. Það er verið að dæla inn allskonar efni til þess að hjálpa börnunum,“ segir Gyða. Skilaboðin eru þau að það sé verið að vinna að samstarfi foreldrana í þágu barna en eins og margir vita gengur stundum brösuglega hjá fólki eftir skilnað. „Foreldrar verða að átta sig á því að þau eru að breyta sínu sambandi úr ástarsambandi yfir í samstarf um börnin,“ segir Gyða. Þær segja mikilvægt að foreldrar nálgist hvort annað eins og vinnufélaga, hafi sameiginlega hagsmuni og sýni virðingu þó fólk kunni kannski ekki við hvort annað. „Þetta er kannski ekki endilega fyrir fólk sem á í mestu erfileikum, en auðvitað er tekið á því líka. Þetta á að ná til foreldra almennt og það er forvarnarhugsunin,“ segir Sigrún en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Skilnaður er oft erfiður fyrir fólk sérstaklega þegar börn eru í spilinu. Í dag 1.apríl opnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra nýjan rafrænan vettvang um sérhæfða skilnaðarráðgjöf sem ber heitið samvinna eftir skilnað barnanna vegna. Um er að ræða reynsluverkefni í Hafnarfirði og Fljótsdalshéraði til að byrja með. Verkefnið er unnið að danskri fyrirmynd og hjálpar fráskildum foreldrum að takast á við lífið með börnunum eftir skilnað. Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir og Gyða Hjartardóttir vilja fara þessa leið Dana hér á landi og var rætt við þær í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það er markmiðið að skikka foreldar á námskeið eftir skilnað. Við stefnum að því á sama hátt og Danirnir eru nú þegar búnir að setja í lög hjá sér,“ segir Sigrún en Danir hafa þróað þessa leið frá árinu 2014. Námskeiðið gengur út á að bjóða foreldrum sem eiga börn undir 18 ára aldri rafrænt námskeið sem kennir þeim að styðja börnin í gegnum skilnaðinn. Úr ástarsambandi yfir í samstarf „Svo er verið að bjóða þessum foreldrum viðtöl hjá félagsþjónustu sveitafélaga og hugsanlega námskeið hjá félagsþjónustunni líka. Það er verið að dæla inn allskonar efni til þess að hjálpa börnunum,“ segir Gyða. Skilaboðin eru þau að það sé verið að vinna að samstarfi foreldrana í þágu barna en eins og margir vita gengur stundum brösuglega hjá fólki eftir skilnað. „Foreldrar verða að átta sig á því að þau eru að breyta sínu sambandi úr ástarsambandi yfir í samstarf um börnin,“ segir Gyða. Þær segja mikilvægt að foreldrar nálgist hvort annað eins og vinnufélaga, hafi sameiginlega hagsmuni og sýni virðingu þó fólk kunni kannski ekki við hvort annað. „Þetta er kannski ekki endilega fyrir fólk sem á í mestu erfileikum, en auðvitað er tekið á því líka. Þetta á að ná til foreldra almennt og það er forvarnarhugsunin,“ segir Sigrún en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira