Bárðarbunga gýs að jafnaði tvisvar á öld: „Þetta er heilmikil skjálftavirkni sem hefur verið“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2020 12:39 Bárðarbunga er hæsti punkturinn á norðvesturhluta Vatnajökuls. Vísir/Garðar Öflugir skjálftar samhliða kvikusöfnun í Bárðarbungu gæti varað í áratugi. 26 gos hafa verið í Bárðarbungu síðustu 1.100 árin, sem gerir ríflega 2 gos á öld. Síðasta leiddu væringar í Bárðarbungu til stórs goss í Holuhrauni. Í gær varð skjálfti í Bárðarbungu sem var tæplega fimm að stærð. Fimm skjálftar af þeirri stærð hafa orðið í Bárðarbungu frá því gosi í Holuhrauni lauk árið 2015. „Þetta er heilmikil skjálftavirkni sem hefur verið í Bárðarbungu frá goslokum. Rannsóknir benda til að þarna sé kvikusöfnun í gangi og hún hafi hafist mjög snemma eftir að gosi lauk. Þetta eru komin nokkur ár með kvikusöfnun og við megum alveg búast við að hún haldi áfram um ókomin ár og þessari kvikusöfnun og landrisi og þenslu á þessu svæði fylgi þessi mikla jarðskjálftavirkni,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Bárðarbunga hefur haft hægt um sig í dag. Kristín segir ómögulegt að spá hversu langt sé í næsta gos í Bárðarbungu. Engin merki sjást þó nú um að gos sé yfirvofandi. Almannavarnir fylgdust grannt með Bárðarbungu árið 2014. Kvikusöfnunin þar leiddi hins vegar til goss í Holuhrauni þar sem kvikan úr Bárðarbungu leitaði um 50 kílómetra til norðausturs. Eldstöð Bárðarbungu er gríðarlega stór og getur kvikan þar leitað ýmist til Norðausturs eða suðausturs. Kristín segir ómögulegt að segja til um hvert kvikan mun leita í þetta skiptið. Gjósi hins vegar í Bárðarbungu sjálfri verður það sprengigos vegna ísbreiðunnar sem er yfir eldstöðinni. „En þetta er ómögulegt að segja, eins og ég segi eru þetta 26 eldgos sem eru þekkt á 1100 árum tvö eldgos á öld, og síðasta eldgos var 2014 og 2015 og það er ómögulegt að segja að næsta gos kemur, ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi,“ segir Kristín. Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Öflugir skjálftar samhliða kvikusöfnun í Bárðarbungu gæti varað í áratugi. 26 gos hafa verið í Bárðarbungu síðustu 1.100 árin, sem gerir ríflega 2 gos á öld. Síðasta leiddu væringar í Bárðarbungu til stórs goss í Holuhrauni. Í gær varð skjálfti í Bárðarbungu sem var tæplega fimm að stærð. Fimm skjálftar af þeirri stærð hafa orðið í Bárðarbungu frá því gosi í Holuhrauni lauk árið 2015. „Þetta er heilmikil skjálftavirkni sem hefur verið í Bárðarbungu frá goslokum. Rannsóknir benda til að þarna sé kvikusöfnun í gangi og hún hafi hafist mjög snemma eftir að gosi lauk. Þetta eru komin nokkur ár með kvikusöfnun og við megum alveg búast við að hún haldi áfram um ókomin ár og þessari kvikusöfnun og landrisi og þenslu á þessu svæði fylgi þessi mikla jarðskjálftavirkni,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Bárðarbunga hefur haft hægt um sig í dag. Kristín segir ómögulegt að spá hversu langt sé í næsta gos í Bárðarbungu. Engin merki sjást þó nú um að gos sé yfirvofandi. Almannavarnir fylgdust grannt með Bárðarbungu árið 2014. Kvikusöfnunin þar leiddi hins vegar til goss í Holuhrauni þar sem kvikan úr Bárðarbungu leitaði um 50 kílómetra til norðausturs. Eldstöð Bárðarbungu er gríðarlega stór og getur kvikan þar leitað ýmist til Norðausturs eða suðausturs. Kristín segir ómögulegt að segja til um hvert kvikan mun leita í þetta skiptið. Gjósi hins vegar í Bárðarbungu sjálfri verður það sprengigos vegna ísbreiðunnar sem er yfir eldstöðinni. „En þetta er ómögulegt að segja, eins og ég segi eru þetta 26 eldgos sem eru þekkt á 1100 árum tvö eldgos á öld, og síðasta eldgos var 2014 og 2015 og það er ómögulegt að segja að næsta gos kemur, ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi,“ segir Kristín.
Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira