Fótbolti

KSÍ undir­býr að byrja Pepsi Max-deildirnar um miðjan júní og Mjólkur­bikarinn 5. júní

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það verður væntanlega kátt hjá leikmönnum Pepsi Max-deildana þegar þeir sjá fréttirnar að það styttist í fótbotasumarið 2020.
Það verður væntanlega kátt hjá leikmönnum Pepsi Max-deildana þegar þeir sjá fréttirnar að það styttist í fótbotasumarið 2020. vísir/bára/daníel

KSÍ birti í morgun frétt á vef sínum um að sambandið hefur nú nýjar dagsetningar í huga hvað varðar fótboltann hér heima í sumar en reiknað er með að boltinn fari að rúlla hér heima þann 5. júní.

KSÍ segir að nú hafi starfsmenn sambandsins hafið undirbúning við það að geta hafið mótin á tilsettum tíma en það sé þó með þeim fyrirvara að staðan í samfélaginu verði sú að Almannavarnir gefi grænt ljós á knattspyrnuleiki.

Í fréttinni segir að stefnt sé að byrja Pepsi Max-deild karla um 14. júní og Pepsi Max-deild kvenna tveimur dögum síðar. Önnur mót meistaraflokka byrji svo um 18. til 20. júní fyrir utan Mjólkurbikar, bæði karla og kvenna, sem hefst upp úr 5. júní.

Yngri flokkarnir fara af stað á svipuðum tíma og Mjólkurbikarinn en miðað við er þessar forsendur eins og staðan er í þjóðfélaginu í dag.

„Eins og segir hér að ofan þá miðast ofangreint upphaf móta við að staðan í þjóðfélaginu verði þannig að Almannavarnir geti heimilað leikjum að fara fram. KSÍ hvetur því alla til að fara varlega og hlýða þeim fyrirmælum sem Almannavarnir hafa gefið út,“ segir einnig í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×