Svona er lífið í Húsdýragarðinum þegar hann er lokaður gestum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. mars 2020 20:30 Þrátt fyrir að Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hafi verið lokað vegna kórónuveirunnar er starfsemi þar enn í fullum gangi. Starfsmenn bíða nú eftir því að taka á móti kiðlingum og eru þeir sammála um að vinnustaðurinn sé ákveðinn griðarstaður frá áhyggjum af faraldrinum. Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hefur verið lokað fyrir gesti vegna faraldurs kórónuveirunnar. Dýrin þurfa þó enn á fæði, umsjón og alúð að halda líkt og við mannfólkið. Endurskipuleggja þurfti starfsemi garðsins og eru nær allir starfsmenn skrifstofu Húsdýragarðsins orðnir dýrahirðar. Hér má sjá grísina Trítil, Trausta, Trölla og Tralla sem heita eftir flugeldapakka Björgunarsveitarinnar og eru þriggja vikna gamlir. „Ég hugsa að það séu ágætar líkur á því að þessir litlu grísir hafi litla hugmynd um það hvernig ástandið er í heiminum í dag. En þó að gestum sé óheimilt að koma í garðinn vegna ástandsins þá fá þeir næga athygli frá starfsmönnum.“ Líkt og sjá má er enginn á ferli í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum enda lokaður.Arnar Halldórsson Mikið er um nýtt líf í garðinum. Þessir kálfar í sjónvarpsfréttinni eru nokkurra vikna og svo er mikil spenna fyrir kiðlingum sem starfsmenn bíða nú eftir að taka á móti. Deildarstjóri segir að gestir garðsins séu alltaf spenntir fyrir kiðlingum. „Það eru að koma páskar og þá er það oft þannig að fólk vill gera sér dagamun og kíkja í heimsókn til okkar. Kíkja á kiðlingana en ég veit ekki hvernig það verður þetta árið. Kannski verðum við að horfa á þá í einhverju streymi,“ sagði Sigrún Thorlacius, deildarstjóri fræðslu-, nýsköpunar og umhverfismála hjá Húsdýragarðinum. Vinnan ákveðinn griðarstaður Dýrin í garðinum eru flest vön gestagangi og því ákveðin viðbrigði fyrir þau að sjá fáa á ferli. „Það virðist vera róleg stemning yfir þeim. Kannski helst að það kemur þeim á óvart þegar við göngum í gegnum húsin. Til dæmis opnaði ég dyrnar fyrir utan fjárhúsin og hestunum krossbrá að það væri einhver að ganga um,“ sagði Guðrún Pála Jónsdóttir, dýrahirðir í Húsdýragarðinum. Guðrún segir Húsdýragarðinn ákveðinn griðarstað frá áhyggjum af ástandinu í heiminum „Þetta er rosa mikill griðarstaður og búið að bjarga geðheilsunni að geta komið og verið í kringum dýrin. Maður gleymir sér alveg þegar maður er að vinna hér,“ sagði Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Reykjavík Grín og gaman Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Þrátt fyrir að Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hafi verið lokað vegna kórónuveirunnar er starfsemi þar enn í fullum gangi. Starfsmenn bíða nú eftir því að taka á móti kiðlingum og eru þeir sammála um að vinnustaðurinn sé ákveðinn griðarstaður frá áhyggjum af faraldrinum. Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hefur verið lokað fyrir gesti vegna faraldurs kórónuveirunnar. Dýrin þurfa þó enn á fæði, umsjón og alúð að halda líkt og við mannfólkið. Endurskipuleggja þurfti starfsemi garðsins og eru nær allir starfsmenn skrifstofu Húsdýragarðsins orðnir dýrahirðar. Hér má sjá grísina Trítil, Trausta, Trölla og Tralla sem heita eftir flugeldapakka Björgunarsveitarinnar og eru þriggja vikna gamlir. „Ég hugsa að það séu ágætar líkur á því að þessir litlu grísir hafi litla hugmynd um það hvernig ástandið er í heiminum í dag. En þó að gestum sé óheimilt að koma í garðinn vegna ástandsins þá fá þeir næga athygli frá starfsmönnum.“ Líkt og sjá má er enginn á ferli í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum enda lokaður.Arnar Halldórsson Mikið er um nýtt líf í garðinum. Þessir kálfar í sjónvarpsfréttinni eru nokkurra vikna og svo er mikil spenna fyrir kiðlingum sem starfsmenn bíða nú eftir að taka á móti. Deildarstjóri segir að gestir garðsins séu alltaf spenntir fyrir kiðlingum. „Það eru að koma páskar og þá er það oft þannig að fólk vill gera sér dagamun og kíkja í heimsókn til okkar. Kíkja á kiðlingana en ég veit ekki hvernig það verður þetta árið. Kannski verðum við að horfa á þá í einhverju streymi,“ sagði Sigrún Thorlacius, deildarstjóri fræðslu-, nýsköpunar og umhverfismála hjá Húsdýragarðinum. Vinnan ákveðinn griðarstaður Dýrin í garðinum eru flest vön gestagangi og því ákveðin viðbrigði fyrir þau að sjá fáa á ferli. „Það virðist vera róleg stemning yfir þeim. Kannski helst að það kemur þeim á óvart þegar við göngum í gegnum húsin. Til dæmis opnaði ég dyrnar fyrir utan fjárhúsin og hestunum krossbrá að það væri einhver að ganga um,“ sagði Guðrún Pála Jónsdóttir, dýrahirðir í Húsdýragarðinum. Guðrún segir Húsdýragarðinn ákveðinn griðarstað frá áhyggjum af ástandinu í heiminum „Þetta er rosa mikill griðarstaður og búið að bjarga geðheilsunni að geta komið og verið í kringum dýrin. Maður gleymir sér alveg þegar maður er að vinna hér,“ sagði Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Reykjavík Grín og gaman Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið