Meira en hundrað staðfest smit um borð í bandarísku herskipi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. mars 2020 18:31 Flugmóðurskipið Theodore Roosevelt hefur legið við höfnina í Gvam frá því kórónuveirusmit greindist um borð. Getty/Smith Collection Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. Hann segir ástandið um borð í skipinu fara síversnandi. Flugmóðurskipið Theodore Roosevelt hefur legið við höfnina í Gvam frá því að kórónuveiran breiddist út um skipið, þar sem meira en fjögur þúsund manns eru um borð, fyrir tæpri viku síðan. „Þetta þarfnast pólitískrar lausnar en þetta er það eina rétta í stöðunni,“ skrifaði Brett Crozier, skipstjóri, í fjögurra blaðsíðna bréfi sem hann sendi yfirmönnum sínum. „Við erum ekki í stríði. Sjóhermennirnir þurfa ekki að deyja. Ef við bregðumst ekki við núna er okkur að mistakast við að hugsa um okkar dýrmætustu bandamenn – sjóhermennina okkar.“ Þá sagði hann í bréfinu að aðeins lítill hluti þeirra sem smitaðir væru hefðu verið fluttir í land. Stærstur hluti áhafnarinnar sé enn um borð en þar sé ströngustu varúðarráðstöfunum fylgt, fólk sé sett í tveggja vikna sóttkví og áhafnarmeðlimir haldi sig fjarri hvor öðrum ef hægt er. „Vegna þess hve lítið pláss er um borð getum við ekki fylgt þessu nægilega vel,“ skrifaði Crozier. „Sjúkdómurinn breiðir hratt úr sér.“ Hann biðlaði til yfirmanna sinna að útvega áhöfninni herbergjum í landi þar sem hægt væri að fara í sóttkví eins fljótt og hægt væri. „Að fjarlægja stóran hluta áhafnarmeðlima um borð í kjarnorkuflugvélamóðurskipi Bandaríkjahers og senda þá í sóttkví í tvær vikur gæti virst drastísk ákvörðun… Þetta er nauðsynleg áhætta sem verður að taka.“ „Að halda fjögur þúsund ungum mönnum og konum um borð á TR er ónauðsynleg áhætta og lætur fólkið okkar missa traust á okkur,“ skrifaði hann. Enn sem komið er hefur enginn þeirra sjóhermanna sem smitaðir eru sýnt alvarleg einkenni sjúkdómsins en fjöldi smitaðra hækkar hratt með hverjum deginum. Fyrsta smitið um borð var staðfest 24. Mars síðastliðinn og eru þau nú orðin fleiri en hundrað. Þetta er einnig fyrsta skiptið sem kórónuveiran hefur greinst um borð í herskipi. Enn hefur ekkert svar borist frá yfirmönnum Crozier í sjóhernum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjúkraskipið Comfort komið til New York Comfort, sjúkraskip bandaríska sjóhersins, kom til New York-borgar í gær. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð á skipinu og er því ætlað að létta á því álagi sem hvílir á spítölum borgarinnar. 31. mars 2020 07:02 Segir Bandaríkin „í góðri stöðu“ til að takast á við faraldurinn Trump segir minnst tíu fyrirtæki nú vinna hörðum höndum að því að framleiða öndunarvélar. 30. mars 2020 23:38 Yfir hundrað þúsund staðfest smit í Bandaríkjunum Bandaríkin tróna á toppi listans yfir þau lönd þar sem flest smit hafa greinst. Áður hafa Kína og Ítalía vermt hið óeftirsótta toppsæti. 28. mars 2020 07:37 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. Hann segir ástandið um borð í skipinu fara síversnandi. Flugmóðurskipið Theodore Roosevelt hefur legið við höfnina í Gvam frá því að kórónuveiran breiddist út um skipið, þar sem meira en fjögur þúsund manns eru um borð, fyrir tæpri viku síðan. „Þetta þarfnast pólitískrar lausnar en þetta er það eina rétta í stöðunni,“ skrifaði Brett Crozier, skipstjóri, í fjögurra blaðsíðna bréfi sem hann sendi yfirmönnum sínum. „Við erum ekki í stríði. Sjóhermennirnir þurfa ekki að deyja. Ef við bregðumst ekki við núna er okkur að mistakast við að hugsa um okkar dýrmætustu bandamenn – sjóhermennina okkar.“ Þá sagði hann í bréfinu að aðeins lítill hluti þeirra sem smitaðir væru hefðu verið fluttir í land. Stærstur hluti áhafnarinnar sé enn um borð en þar sé ströngustu varúðarráðstöfunum fylgt, fólk sé sett í tveggja vikna sóttkví og áhafnarmeðlimir haldi sig fjarri hvor öðrum ef hægt er. „Vegna þess hve lítið pláss er um borð getum við ekki fylgt þessu nægilega vel,“ skrifaði Crozier. „Sjúkdómurinn breiðir hratt úr sér.“ Hann biðlaði til yfirmanna sinna að útvega áhöfninni herbergjum í landi þar sem hægt væri að fara í sóttkví eins fljótt og hægt væri. „Að fjarlægja stóran hluta áhafnarmeðlima um borð í kjarnorkuflugvélamóðurskipi Bandaríkjahers og senda þá í sóttkví í tvær vikur gæti virst drastísk ákvörðun… Þetta er nauðsynleg áhætta sem verður að taka.“ „Að halda fjögur þúsund ungum mönnum og konum um borð á TR er ónauðsynleg áhætta og lætur fólkið okkar missa traust á okkur,“ skrifaði hann. Enn sem komið er hefur enginn þeirra sjóhermanna sem smitaðir eru sýnt alvarleg einkenni sjúkdómsins en fjöldi smitaðra hækkar hratt með hverjum deginum. Fyrsta smitið um borð var staðfest 24. Mars síðastliðinn og eru þau nú orðin fleiri en hundrað. Þetta er einnig fyrsta skiptið sem kórónuveiran hefur greinst um borð í herskipi. Enn hefur ekkert svar borist frá yfirmönnum Crozier í sjóhernum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjúkraskipið Comfort komið til New York Comfort, sjúkraskip bandaríska sjóhersins, kom til New York-borgar í gær. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð á skipinu og er því ætlað að létta á því álagi sem hvílir á spítölum borgarinnar. 31. mars 2020 07:02 Segir Bandaríkin „í góðri stöðu“ til að takast á við faraldurinn Trump segir minnst tíu fyrirtæki nú vinna hörðum höndum að því að framleiða öndunarvélar. 30. mars 2020 23:38 Yfir hundrað þúsund staðfest smit í Bandaríkjunum Bandaríkin tróna á toppi listans yfir þau lönd þar sem flest smit hafa greinst. Áður hafa Kína og Ítalía vermt hið óeftirsótta toppsæti. 28. mars 2020 07:37 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Sjúkraskipið Comfort komið til New York Comfort, sjúkraskip bandaríska sjóhersins, kom til New York-borgar í gær. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð á skipinu og er því ætlað að létta á því álagi sem hvílir á spítölum borgarinnar. 31. mars 2020 07:02
Segir Bandaríkin „í góðri stöðu“ til að takast á við faraldurinn Trump segir minnst tíu fyrirtæki nú vinna hörðum höndum að því að framleiða öndunarvélar. 30. mars 2020 23:38
Yfir hundrað þúsund staðfest smit í Bandaríkjunum Bandaríkin tróna á toppi listans yfir þau lönd þar sem flest smit hafa greinst. Áður hafa Kína og Ítalía vermt hið óeftirsótta toppsæti. 28. mars 2020 07:37