Hlutabætur misnotaðar á sama tíma og atvinnuleysi eykst sem aldrei fyrr Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2020 19:12 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Á einungis tveimur dögum hafa borist tugir tilkynninga um misnotkun á nýju hlutastarfaúrræði. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir það miður nú þegar atvinnuleysi eykst hraðar en nokkru sinni fyrr. Samanlagt hafa borist um þrjátíu þúsund umsóknir um hlutabætur eða almennar atvinnuleysisbætur í mars. Til að setja þennan gríðarlega fjölda í samhengi voru umsóknirnar um 1.400 í mars í fyrra. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði allt að 13% í næsta mánuði. „Það hafa borist í kringum 5.400 til 5.500 umsóknir um almennar bætur en inni í þeim bunka eru líka sjálfstætt starfandi sem hafa orðið fyrir áföllum í rekstri vegna ástandsins. Síðan eru komnar um 25.000 umsóknir vegna skerts starfshlutfalls," segir Unnur Sverrisdottir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Þar á meðal eru 22 hópuppsagnir þar sem samtals 950 manns misstu vinnuna. Níutíu manns var til að mynda sagt upp hjá Pennanum í dag og 101 hjá Isavia í gær. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.visir/Sigurjón „Þetta eru tölur sem við höfum aldrei séð áður, ekki einu sinni í hruninu," segir Unnur. Álagið hefur því verið mikið hjá Vinnumálastofnun og svara starfsmenn um þrjú þúsund símtölum á dag. Unnur bendir fólki á að nýta heimasíðuna sé möguleiki á því. Flestir sem hafa sótt um hlutabætur hafa verið færðir niður í 25 prósent starfshlutfall, þar sem svigrúmið í úrræðinu er fullnýtt. Útgjöld ríkissjóðs vegna atvinnuleysisbóta aukast gríðarlega samhliða þessu. „Þetta skiptir einhverjum milljörðum, svo mikið er alveg víst," segir Unnur. Vika er síðan opnað var fyrir umsóknir um hlutabætur og stéttarfélögum berast nú strax ábendingar um fyrirtæki sem eru að misnota úrræðið. „Þetta eru tugir ábendinga sem hafa komið í dag og í gær þannig við ákváðum að búa til farveg fyrir þetta," segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, en fólki er bent á að senda sambandinu tölvupóst verði það vart við slík bótasvik. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi gæti orðið allt að þrettán prósent í apríl.visir/Hanna Fólk er þá fært niður í lágt starfshlutfall en starfskraftar þeirra eru áfram nýttir. Fyrirtæki komast þannig undan launakostnaði. „Fólk er sett niður í 25 prósent starfshlutfall en því er síðan ætlað að vinna meira. Sem er ekki samkvæmt lögunum," segir Drífa. Hún bendir á að fólk tapi ýmsum réttindum þegar starfshlutfallið er minnkað með þessum hætti, líkt og til dæmis orlofi, auk þess sem tekjur skerðast. „Það gætir þess misskilnings að þetta sé beinn ríkisstuðningur til fyrirtækja til að greiða laun. Þetta er það ekki. Einhver fyrirtæki hafa farið inn í þetta úrræði ekki vitandi hver staðan verður þannig að þau eru að búa sér til borð fyrir báru. Þetta úrræði er hins vegar bara fyrir þá sem þurfa sannarlega að skerða starfshlutfall sinna starfsmanna," segir Drífa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Á einungis tveimur dögum hafa borist tugir tilkynninga um misnotkun á nýju hlutastarfaúrræði. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir það miður nú þegar atvinnuleysi eykst hraðar en nokkru sinni fyrr. Samanlagt hafa borist um þrjátíu þúsund umsóknir um hlutabætur eða almennar atvinnuleysisbætur í mars. Til að setja þennan gríðarlega fjölda í samhengi voru umsóknirnar um 1.400 í mars í fyrra. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði allt að 13% í næsta mánuði. „Það hafa borist í kringum 5.400 til 5.500 umsóknir um almennar bætur en inni í þeim bunka eru líka sjálfstætt starfandi sem hafa orðið fyrir áföllum í rekstri vegna ástandsins. Síðan eru komnar um 25.000 umsóknir vegna skerts starfshlutfalls," segir Unnur Sverrisdottir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Þar á meðal eru 22 hópuppsagnir þar sem samtals 950 manns misstu vinnuna. Níutíu manns var til að mynda sagt upp hjá Pennanum í dag og 101 hjá Isavia í gær. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.visir/Sigurjón „Þetta eru tölur sem við höfum aldrei séð áður, ekki einu sinni í hruninu," segir Unnur. Álagið hefur því verið mikið hjá Vinnumálastofnun og svara starfsmenn um þrjú þúsund símtölum á dag. Unnur bendir fólki á að nýta heimasíðuna sé möguleiki á því. Flestir sem hafa sótt um hlutabætur hafa verið færðir niður í 25 prósent starfshlutfall, þar sem svigrúmið í úrræðinu er fullnýtt. Útgjöld ríkissjóðs vegna atvinnuleysisbóta aukast gríðarlega samhliða þessu. „Þetta skiptir einhverjum milljörðum, svo mikið er alveg víst," segir Unnur. Vika er síðan opnað var fyrir umsóknir um hlutabætur og stéttarfélögum berast nú strax ábendingar um fyrirtæki sem eru að misnota úrræðið. „Þetta eru tugir ábendinga sem hafa komið í dag og í gær þannig við ákváðum að búa til farveg fyrir þetta," segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, en fólki er bent á að senda sambandinu tölvupóst verði það vart við slík bótasvik. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi gæti orðið allt að þrettán prósent í apríl.visir/Hanna Fólk er þá fært niður í lágt starfshlutfall en starfskraftar þeirra eru áfram nýttir. Fyrirtæki komast þannig undan launakostnaði. „Fólk er sett niður í 25 prósent starfshlutfall en því er síðan ætlað að vinna meira. Sem er ekki samkvæmt lögunum," segir Drífa. Hún bendir á að fólk tapi ýmsum réttindum þegar starfshlutfallið er minnkað með þessum hætti, líkt og til dæmis orlofi, auk þess sem tekjur skerðast. „Það gætir þess misskilnings að þetta sé beinn ríkisstuðningur til fyrirtækja til að greiða laun. Þetta er það ekki. Einhver fyrirtæki hafa farið inn í þetta úrræði ekki vitandi hver staðan verður þannig að þau eru að búa sér til borð fyrir báru. Þetta úrræði er hins vegar bara fyrir þá sem þurfa sannarlega að skerða starfshlutfall sinna starfsmanna," segir Drífa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent