Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2020 11:51 Tuttugu og þrjú þúsund manns hafa sótt um bætur hjá Vinnumálastofnun vegna minnkaðs starfshlutfalls. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. Vinnumálastofnun reiknar með að atvinnuleysi verði um 10 til 11 prósent í apríl og maí. Það er rífleg tvöföldun frá því í febrúar. Í mars hafa 23 þúsund manns sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls og 5.400 um almennar atvinnuleysisbætur. Sautján hópuppsagnir hafa verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir það ekki hafa gerst áður að svo margir hafi misst vinnu eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/SigurjónÓ „Í hruninu gerðist þetta ekki svona hratt. Þetta er eitthvað sem maður hefur aldrei séð áður og það hefur aldrei neitt gerst á þessum hraða,“ segir Unnur. Atvinnuleysið er mest á Suðurnesjum. Á föstudag mældist það 13,6% en Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanessbæjar bendir á að fleiri hafi misst vinnuna síðan. Til að mynda sagði Isavia upp 101 starfsmanni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur miklar áhyggjur af stöðunni í bænum.Vísir/ErlaBjörg „Þannig að það má búast við að það sé komið nærri fimmtán prósentum núna,“ segir Kjartan. Þegar horft er til einstakra bæjarfélaga á Suðurnesjum er staðan verst í Reykjanesbæ og Kjartan telur að atvinnuleysið þar mælist nú allt að 17%. „Það sem að við óttumst er að þetta sé ekki búið. Að það eigi eftir að koma meira og jafnvel að atvinnuleysi fari í allt að tuttugu prósent,“ segir hann. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar óttast að atvinnuleysi í bænum geti farið upp í allt að 20% enda tengist mikill fjöldi starfa ferðaþjónustu og flugvellinum.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hann býst við fleiri uppsögnum enda tengist mikill fjöldi starfa í bænum sem tengjast flugvellinum og ferðaþjónustu. Helstu áhyggjur lúta að því að ástandið vari í lengri tíma og vísar Kjartan þá til þess að Isavia hafi aðeins að takmörkuðu leyti nýtt sér hlutastarfaúrræði stjórnvalda. „Af því að Isavia telur að samdrátturinn í alþjóðafluginu og ferðaþjónustunni sé ekki skammtímavandi, það er nefnt 12 til 18 mánuðir eða 24 mánuðir, og þess vegna vill félagið ekki nota þessi úrræði sem það lítur á að sé til að leysa skammtímavanda. Að vandi Isavia sé í raun langtímavandi og það er það sem ég óttast mest fyrir okkur,“ segir Kjartan. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. Vinnumálastofnun reiknar með að atvinnuleysi verði um 10 til 11 prósent í apríl og maí. Það er rífleg tvöföldun frá því í febrúar. Í mars hafa 23 þúsund manns sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls og 5.400 um almennar atvinnuleysisbætur. Sautján hópuppsagnir hafa verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir það ekki hafa gerst áður að svo margir hafi misst vinnu eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/SigurjónÓ „Í hruninu gerðist þetta ekki svona hratt. Þetta er eitthvað sem maður hefur aldrei séð áður og það hefur aldrei neitt gerst á þessum hraða,“ segir Unnur. Atvinnuleysið er mest á Suðurnesjum. Á föstudag mældist það 13,6% en Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanessbæjar bendir á að fleiri hafi misst vinnuna síðan. Til að mynda sagði Isavia upp 101 starfsmanni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur miklar áhyggjur af stöðunni í bænum.Vísir/ErlaBjörg „Þannig að það má búast við að það sé komið nærri fimmtán prósentum núna,“ segir Kjartan. Þegar horft er til einstakra bæjarfélaga á Suðurnesjum er staðan verst í Reykjanesbæ og Kjartan telur að atvinnuleysið þar mælist nú allt að 17%. „Það sem að við óttumst er að þetta sé ekki búið. Að það eigi eftir að koma meira og jafnvel að atvinnuleysi fari í allt að tuttugu prósent,“ segir hann. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar óttast að atvinnuleysi í bænum geti farið upp í allt að 20% enda tengist mikill fjöldi starfa ferðaþjónustu og flugvellinum.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hann býst við fleiri uppsögnum enda tengist mikill fjöldi starfa í bænum sem tengjast flugvellinum og ferðaþjónustu. Helstu áhyggjur lúta að því að ástandið vari í lengri tíma og vísar Kjartan þá til þess að Isavia hafi aðeins að takmörkuðu leyti nýtt sér hlutastarfaúrræði stjórnvalda. „Af því að Isavia telur að samdrátturinn í alþjóðafluginu og ferðaþjónustunni sé ekki skammtímavandi, það er nefnt 12 til 18 mánuðir eða 24 mánuðir, og þess vegna vill félagið ekki nota þessi úrræði sem það lítur á að sé til að leysa skammtímavanda. Að vandi Isavia sé í raun langtímavandi og það er það sem ég óttast mest fyrir okkur,“ segir Kjartan.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira