Margir einmana í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. mars 2020 15:50 Í Bandaríkjunum eru mun fleiri karlmenn sem segjast einmana í vinnunni í samanburði við konur. Erlendar rannsóknir frá árinu 2019 benda til þess að einstaklingum fari fjölgandi sem upplifi einmanaleika í vinnunni. Vísir/Getty Niðurstöður erlendra rannsókna benda til þess að þeim fari fjölgandi sem upplifa sig einmana í vinnunni. Þannig sýna niðurstöður rannsókna bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi að fleiri segjast einmana í vinnunni nú en áður og þá ekki síst fólk sem er yngra en fertugt. Rannsóknirnar sem hér er vísað í voru gerðar fyrir tíma kórónuveiru og aukinnar fjarvinnu. Samkvæmt niðurstöðum má þó sjá að einmanaleiki er hjá fleirum í fjarvinnu í samanburði við einmana fólk sem starfar á vinnustöðunum sjálfum. Margir ólíkir þættir virðast liggja til skýringar. Til dæmis nefnir fólk það sem skýringu að það eigi ekki eiga nógu margt sameiginlegt með vinnufélögum, aldursmunur á milli vinnufélaga er of mikill eða að vinnufélagarnir eru ekki til staðar þegar álagið er hvað mest. Þá segja stjórnendur að viðmót fólks hafi breyst gagnvart þeim, eftir að þeir hlutu stöðuhækkun. Mismunandi er hvaða atriði eru mæld í rannsóknum. Hér er því hlaupið á megin niðurstöðum rannsókna sem gerðar voru í Bandaríkjunum annars vegar og Bretlandi hins vegar, árið 2019. Bandaríkin: Fleiri karlmenn en konur einmana í vinnunni Í Bandaríkjunum er árleg rannsókn um einmanaleika fólks í vinnu framkvæmd af Cicna. Árið 2019 voru þátttakendur í rannsókninni 10.441 einstaklingar og voru niðurstöðurnar birtar þann 23.janúar síðastliðinn. Fleiri karlmenn en konur segjast einmana í vinnunni nú en áður því á árinu 2018 var enginn mælanlegur munur á milli kynja. Í niðurstöðum ársins 2019 sögðust hins vegar 41% karlmanna upplifa einmanaleika í vinnunni í samanburði við 29% kvenna. Um þriðjungur karlmanna, eða 32%, segja skýringuna vera að vinnufélagarnir eru ekki til staðar þegar álagið er hvað mest. Sama hlutfall hjá konum sem segja þetta helstu skýringu einmanaleikans er 23%. Sá aldurshópur sem segist hvað mest einmana er fólk sem er fætt eftir 1995. Tæplega helmingur þeirra, eða 49,9%, segjast upplifa einmanaleika í vinnunni. Fólk sem fæddist á árunum 1980-1994 mælist næstmest hvað viðkemur einmanaleika í vinnu, en í þeim hópi segjast 47,7% upplifa einmanaleika í vinnunni. Einmana starfsfólk mælist flest í skemmanabransanum annars vegar og umönnunarstörfum hins vegar. Í umfjöllun Forbes um niðurstöðurnar segir einn forsvarsmanna rannsóknarinnar, Dr. Doug Nemecek, að skýringin á þessu kunni að vera sú að fólk í þessum störfum hefur oft lítið færi á að bindast öðru starfsfólki nánum vinaböndum. Bretland: Stjórnendur ekkert síður einmana Meira en helmingur Breta segist stundum upplifa einmanaleika í vinnunni, eða 53,6%. Fjórir af hverjum tíu sem segja skýringuna vera að þeir eigi ekkert sameiginlegt með vinnufélögum sínum. Þá sögðu 26,5% skýringuna vera að þeir ættu ekki góða vini í vinnunni og 21,7% sögðu samstarfsfélagana vera mun yngri en þeir sjálfir. Aðrar skýringar voru til dæmis þær að fólk fyndist einmanalegt að borða aleitt í hádeginu, að samstarfsfélagarnir væru eldri en þeir sjálfir (11,1%) eða að þeim væri ekki boðið í vinnustaðapartí. Tveir þriðju fólks á aldrinum 35-44 ára segist stundum upplifa sig einmana í vinnu, eða 66,5%. Næst á eftir mælist aldurshópurinn 18-24 ára (54,8%) og því næst aldurshópurinn 45-54 ára (47,4%). Einn af hverjum fjórum stjórnendum í eldri aldurshópum segist einmana í vinnunni og tæplega 41% þessara stjórnenda segir að viðmót fólks til þeirra hafi breyst eftir að þeir fengu stöðuhækkun. Þá segja 56,8% eldri stjórnenda að vinnan hafi bitnað á fjölskyldulífinu sem 54,7% segja að hafi ekki verið þess virði. Fleiri konur segjast hafa misst vinkonur í kjölfar þess að hafa fengið stöðuhækkun, eða 24,1% til samanburðar við 10,3% karlmanna. Um tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni í Bretlandi og voru niðurstöður hennar birtar í nóvember á síðasta ári. Fólk meira einmana í fjarvinnu Í ofangreindri rannsókn frá Bandaríkjunum má sjá að einmanaleiki mælist meiri í fjarvinnu en á vinnustöðum. Þannig sögðust 53% aðspurðra upplifa einmanaleika í fjarvinnu til samanburðar við 48% þeirra sem starfa á vinnustaðnum. Á meðfylgjandi mynd má sjá sundurliðun á svörum þar sem spurt er um upplifun á einmanaleika í fjarvinnu til samanburðar við á vinnustaðnum. Spurt er um upplifun á einangrun annars vegar en skort á félagsskap hins vegar.Bretland: Fjarvinna Vinnumarkaður Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Niðurstöður erlendra rannsókna benda til þess að þeim fari fjölgandi sem upplifa sig einmana í vinnunni. Þannig sýna niðurstöður rannsókna bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi að fleiri segjast einmana í vinnunni nú en áður og þá ekki síst fólk sem er yngra en fertugt. Rannsóknirnar sem hér er vísað í voru gerðar fyrir tíma kórónuveiru og aukinnar fjarvinnu. Samkvæmt niðurstöðum má þó sjá að einmanaleiki er hjá fleirum í fjarvinnu í samanburði við einmana fólk sem starfar á vinnustöðunum sjálfum. Margir ólíkir þættir virðast liggja til skýringar. Til dæmis nefnir fólk það sem skýringu að það eigi ekki eiga nógu margt sameiginlegt með vinnufélögum, aldursmunur á milli vinnufélaga er of mikill eða að vinnufélagarnir eru ekki til staðar þegar álagið er hvað mest. Þá segja stjórnendur að viðmót fólks hafi breyst gagnvart þeim, eftir að þeir hlutu stöðuhækkun. Mismunandi er hvaða atriði eru mæld í rannsóknum. Hér er því hlaupið á megin niðurstöðum rannsókna sem gerðar voru í Bandaríkjunum annars vegar og Bretlandi hins vegar, árið 2019. Bandaríkin: Fleiri karlmenn en konur einmana í vinnunni Í Bandaríkjunum er árleg rannsókn um einmanaleika fólks í vinnu framkvæmd af Cicna. Árið 2019 voru þátttakendur í rannsókninni 10.441 einstaklingar og voru niðurstöðurnar birtar þann 23.janúar síðastliðinn. Fleiri karlmenn en konur segjast einmana í vinnunni nú en áður því á árinu 2018 var enginn mælanlegur munur á milli kynja. Í niðurstöðum ársins 2019 sögðust hins vegar 41% karlmanna upplifa einmanaleika í vinnunni í samanburði við 29% kvenna. Um þriðjungur karlmanna, eða 32%, segja skýringuna vera að vinnufélagarnir eru ekki til staðar þegar álagið er hvað mest. Sama hlutfall hjá konum sem segja þetta helstu skýringu einmanaleikans er 23%. Sá aldurshópur sem segist hvað mest einmana er fólk sem er fætt eftir 1995. Tæplega helmingur þeirra, eða 49,9%, segjast upplifa einmanaleika í vinnunni. Fólk sem fæddist á árunum 1980-1994 mælist næstmest hvað viðkemur einmanaleika í vinnu, en í þeim hópi segjast 47,7% upplifa einmanaleika í vinnunni. Einmana starfsfólk mælist flest í skemmanabransanum annars vegar og umönnunarstörfum hins vegar. Í umfjöllun Forbes um niðurstöðurnar segir einn forsvarsmanna rannsóknarinnar, Dr. Doug Nemecek, að skýringin á þessu kunni að vera sú að fólk í þessum störfum hefur oft lítið færi á að bindast öðru starfsfólki nánum vinaböndum. Bretland: Stjórnendur ekkert síður einmana Meira en helmingur Breta segist stundum upplifa einmanaleika í vinnunni, eða 53,6%. Fjórir af hverjum tíu sem segja skýringuna vera að þeir eigi ekkert sameiginlegt með vinnufélögum sínum. Þá sögðu 26,5% skýringuna vera að þeir ættu ekki góða vini í vinnunni og 21,7% sögðu samstarfsfélagana vera mun yngri en þeir sjálfir. Aðrar skýringar voru til dæmis þær að fólk fyndist einmanalegt að borða aleitt í hádeginu, að samstarfsfélagarnir væru eldri en þeir sjálfir (11,1%) eða að þeim væri ekki boðið í vinnustaðapartí. Tveir þriðju fólks á aldrinum 35-44 ára segist stundum upplifa sig einmana í vinnu, eða 66,5%. Næst á eftir mælist aldurshópurinn 18-24 ára (54,8%) og því næst aldurshópurinn 45-54 ára (47,4%). Einn af hverjum fjórum stjórnendum í eldri aldurshópum segist einmana í vinnunni og tæplega 41% þessara stjórnenda segir að viðmót fólks til þeirra hafi breyst eftir að þeir fengu stöðuhækkun. Þá segja 56,8% eldri stjórnenda að vinnan hafi bitnað á fjölskyldulífinu sem 54,7% segja að hafi ekki verið þess virði. Fleiri konur segjast hafa misst vinkonur í kjölfar þess að hafa fengið stöðuhækkun, eða 24,1% til samanburðar við 10,3% karlmanna. Um tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni í Bretlandi og voru niðurstöður hennar birtar í nóvember á síðasta ári. Fólk meira einmana í fjarvinnu Í ofangreindri rannsókn frá Bandaríkjunum má sjá að einmanaleiki mælist meiri í fjarvinnu en á vinnustöðum. Þannig sögðust 53% aðspurðra upplifa einmanaleika í fjarvinnu til samanburðar við 48% þeirra sem starfa á vinnustaðnum. Á meðfylgjandi mynd má sjá sundurliðun á svörum þar sem spurt er um upplifun á einmanaleika í fjarvinnu til samanburðar við á vinnustaðnum. Spurt er um upplifun á einangrun annars vegar en skort á félagsskap hins vegar.Bretland:
Fjarvinna Vinnumarkaður Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira