112.000 smitaðir í Bandaríkjunum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. mars 2020 18:45 Það var fámennt á götum New York í dag. AP/Craig Ruttle Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. Ástandið er einna verst í New York. „Við höfum misst margt fólk. Þetta hefur verið þungt högg nú þegar. Við höfum einnig séð svo mörg dæmi um hetjuskap, sérstaklega hjá heilbrigðisstarfsfólki okkar í framlínunni,“ sagði Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar. Flest smit á heimsvísu hafa nú greinst í Bandaríkjunum eða rúmlega hundrað og fjögur þúsund og af þeim eru fjörutíu og fimm þúsund í New York.De Blasio segir að það ástand sem nú ríki eigi enn eftir að versna og að alvarlegur skortur á heilbrigðis- og lækningatækjum sem og heilbrigðisstarfsfólki sé yfirvofandi.„Ég hef beðið um hjálp við að fá fleira heilbrigðisstarfsfólk eins fljótt og auðið er, frá hernum um allt land, frá borgaralega geiranum um allt land. Við höfum tekið það skýrt fram að við munum virkja alla í heilbrigðisþjónustunni í New York-borg en við þurfum utanaðkomandi hjálp,“ sagði De Blasio Í New York, líkt og annarsstaðar í heiminum hefur stórlega dregið úr því að fólk komi saman og götur og torg gott sem auðar. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, staðfesti í gær stærstu efnahagsaðgerðir sögunnar þar í landi þar sem tvö þúsund milljörðum verði dælt inn í efnahagslífið. Þá verður hundrað og fimmtíu milljónum komið til bandarískra heimila. Trump ræddi viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar við faraldrinum á blaðamannafundi í nótt. Trump hefur látið hafa eftir sér að hann vilji slaka á samkomubanni.„Við viljum fletja út kúrfuna. Við viljum að minnsta kosti sjá kúrfuna byrja að fara niður í hina áttina. Og við verðum að tala um þau svæði landsins sem eru ekki sýkt eða þar sem áhrifin eru mjög lítil. Við sjáum til,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira
Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. Ástandið er einna verst í New York. „Við höfum misst margt fólk. Þetta hefur verið þungt högg nú þegar. Við höfum einnig séð svo mörg dæmi um hetjuskap, sérstaklega hjá heilbrigðisstarfsfólki okkar í framlínunni,“ sagði Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar. Flest smit á heimsvísu hafa nú greinst í Bandaríkjunum eða rúmlega hundrað og fjögur þúsund og af þeim eru fjörutíu og fimm þúsund í New York.De Blasio segir að það ástand sem nú ríki eigi enn eftir að versna og að alvarlegur skortur á heilbrigðis- og lækningatækjum sem og heilbrigðisstarfsfólki sé yfirvofandi.„Ég hef beðið um hjálp við að fá fleira heilbrigðisstarfsfólk eins fljótt og auðið er, frá hernum um allt land, frá borgaralega geiranum um allt land. Við höfum tekið það skýrt fram að við munum virkja alla í heilbrigðisþjónustunni í New York-borg en við þurfum utanaðkomandi hjálp,“ sagði De Blasio Í New York, líkt og annarsstaðar í heiminum hefur stórlega dregið úr því að fólk komi saman og götur og torg gott sem auðar. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, staðfesti í gær stærstu efnahagsaðgerðir sögunnar þar í landi þar sem tvö þúsund milljörðum verði dælt inn í efnahagslífið. Þá verður hundrað og fimmtíu milljónum komið til bandarískra heimila. Trump ræddi viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar við faraldrinum á blaðamannafundi í nótt. Trump hefur látið hafa eftir sér að hann vilji slaka á samkomubanni.„Við viljum fletja út kúrfuna. Við viljum að minnsta kosti sjá kúrfuna byrja að fara niður í hina áttina. Og við verðum að tala um þau svæði landsins sem eru ekki sýkt eða þar sem áhrifin eru mjög lítil. Við sjáum til,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira