Nennti ekki að bíða lengur og byggði hjólabrettavöll frá grunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2020 09:02 Eiki Helgason snjóbrettakappi gafst upp á biðinni og henti sér sjálfur í uppbyggingu á aðstöðu fyrir hjólabrettaiðkendur á Akureyri. Vísir/Tryggvi Það styttist óðum í að draumur brettakappans Eika Helgasonar um innanhúsaðstöðu fyrir hjólabretti á Akureyri rætist. Eftir margra mánaða smíðavinnu er allt á lokametrunum. Starfsleyfið er að koma í hús en kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn varðandi opnunina. Það hefur lengi verið draumur Eika að koma upp innanhúsaðstöðu á Akureyri á borð við þá sem hann hefur unnið að á undanförnum mánuðum. Á síðasta ári nennti hann ekki að bíða lengur eftir því að einhver annar færi í málið. „Ég ákvað bara núna að fara í þetta sjálfur, leita að húsnæði, sjá hvað væri í boði og datt inn á þetta húsnæði hér og ákvað bara að henda mér í þetta,“ segir Eiki þegar fréttamaður Stöðvar 2 leit við á dögunum. Allt á kafi yfir veturinn Aðstaðan til hjólabrettaiðkunar mun því gjörbreytast en veturinn norðan heiða er oftar en ekki snjóþungur. Þannig er í augnablikinu lítið hægt að gera á útihjólabrettavöllum Akureyrar eins og sjá má meðfylgjandi mynd, allt á kafi í snjó. Og sumarið er ekki alltaf gjöfult. „Það má ekki vera rigning eða vindur þannig að þetta eru örfáir dagar á ári sem eru góðir fyrir þessa íþrótt þannig að fá innanhúsaðstöðu mun breyta þessu alveg þvílíkt,“ segir Eiki. Afar snjóþungt hefur verið þennan veturinn á Akureyri.Vísir/Tryggvi Eiki og félagar hans hafa sjálfir unnið mest alla vinnunna enda vanir því að smíða brettapalla. Aðstaðan er ætluð hjólabrettum, línuskautum, hlaupahjólum og BMX-hjólum. Eitthvað hlýtur þetta að kosta, er þetta allt að koma úr þínum eigin vasa eða hvað? „Eins og er já en það eru fyrirtæki búin að hafa samband við mig og hafa aðstoðað mig með góð verð og svo vilja koma og sponsora þetta þegar þetta er komið í loftið þannig að vonandi kem ég ekki úr alltof miklum mínus út úr þessu,“ segir Eiki. Veiran setur strik í reikninginn Áður en Eiki fór af stað með verkefnið lýstu um 100 manns yfir áhuga á því að kaupa kort þegar svæðið væri klárt. Það varð til þess að hann lét vaða. „Þannig að ég stóð við mig mitt og nú þurfa þau að standa við sitt að kaupa þetta líka.“ Eiki hafði upphaflega stefnt að því að opna hjólabrettavöllinn fljótlega og var allt á lokametrunum um það leyti sem kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar um heiminn kom til Íslands. Aðstaðan hefur tekið á sig fína mynd.Vísir/Tryggvi Líkt og komið hefur fram er allt íþróttastarf á Íslandi meira og minna í viðstöðu og því óljóst hvenær nákvæmlega fyrstu gestirnir geta farið að renna sér innandyra á hjólabrettum á Akureyri. Í færslu á Facebook-síðu Eika þar sem fylgast má með verkefninu, segir Eiki að hann muni fljótlega opna fyrir sölu á kortum inn á svæðið sem taka muni gildi þegar loksins er hægt að opna, þegar faraldurinn er afstaðinn. Hægt er að sjá nýjustu fréttir af verkefninu og fylgjast með á Facebook-síðunni Bragga Parkið. Akureyri Snjóbrettaíþróttir Hjólabretti Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Fleiri fréttir Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Sjá meira
Það styttist óðum í að draumur brettakappans Eika Helgasonar um innanhúsaðstöðu fyrir hjólabretti á Akureyri rætist. Eftir margra mánaða smíðavinnu er allt á lokametrunum. Starfsleyfið er að koma í hús en kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn varðandi opnunina. Það hefur lengi verið draumur Eika að koma upp innanhúsaðstöðu á Akureyri á borð við þá sem hann hefur unnið að á undanförnum mánuðum. Á síðasta ári nennti hann ekki að bíða lengur eftir því að einhver annar færi í málið. „Ég ákvað bara núna að fara í þetta sjálfur, leita að húsnæði, sjá hvað væri í boði og datt inn á þetta húsnæði hér og ákvað bara að henda mér í þetta,“ segir Eiki þegar fréttamaður Stöðvar 2 leit við á dögunum. Allt á kafi yfir veturinn Aðstaðan til hjólabrettaiðkunar mun því gjörbreytast en veturinn norðan heiða er oftar en ekki snjóþungur. Þannig er í augnablikinu lítið hægt að gera á útihjólabrettavöllum Akureyrar eins og sjá má meðfylgjandi mynd, allt á kafi í snjó. Og sumarið er ekki alltaf gjöfult. „Það má ekki vera rigning eða vindur þannig að þetta eru örfáir dagar á ári sem eru góðir fyrir þessa íþrótt þannig að fá innanhúsaðstöðu mun breyta þessu alveg þvílíkt,“ segir Eiki. Afar snjóþungt hefur verið þennan veturinn á Akureyri.Vísir/Tryggvi Eiki og félagar hans hafa sjálfir unnið mest alla vinnunna enda vanir því að smíða brettapalla. Aðstaðan er ætluð hjólabrettum, línuskautum, hlaupahjólum og BMX-hjólum. Eitthvað hlýtur þetta að kosta, er þetta allt að koma úr þínum eigin vasa eða hvað? „Eins og er já en það eru fyrirtæki búin að hafa samband við mig og hafa aðstoðað mig með góð verð og svo vilja koma og sponsora þetta þegar þetta er komið í loftið þannig að vonandi kem ég ekki úr alltof miklum mínus út úr þessu,“ segir Eiki. Veiran setur strik í reikninginn Áður en Eiki fór af stað með verkefnið lýstu um 100 manns yfir áhuga á því að kaupa kort þegar svæðið væri klárt. Það varð til þess að hann lét vaða. „Þannig að ég stóð við mig mitt og nú þurfa þau að standa við sitt að kaupa þetta líka.“ Eiki hafði upphaflega stefnt að því að opna hjólabrettavöllinn fljótlega og var allt á lokametrunum um það leyti sem kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar um heiminn kom til Íslands. Aðstaðan hefur tekið á sig fína mynd.Vísir/Tryggvi Líkt og komið hefur fram er allt íþróttastarf á Íslandi meira og minna í viðstöðu og því óljóst hvenær nákvæmlega fyrstu gestirnir geta farið að renna sér innandyra á hjólabrettum á Akureyri. Í færslu á Facebook-síðu Eika þar sem fylgast má með verkefninu, segir Eiki að hann muni fljótlega opna fyrir sölu á kortum inn á svæðið sem taka muni gildi þegar loksins er hægt að opna, þegar faraldurinn er afstaðinn. Hægt er að sjá nýjustu fréttir af verkefninu og fylgjast með á Facebook-síðunni Bragga Parkið.
Akureyri Snjóbrettaíþróttir Hjólabretti Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Fleiri fréttir Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Sjá meira