Hjalti Úrsus leiðrétti gríðarlegan misskilning um konur og lyftingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 15:00 Amalía Ósk Sigurðardóttir og Kristín Dóra Sigurðardóttir ræddu við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason „Í Bítinu“ á Stöð 2 Sport, Bylgjunni og Vísi í morgun. Þær lyftu líka þungum lóðum. Skjámynd/S2 Það voru mikil átök í „Í Bítinu“ á Stöð 2 Sport, Bylgjunni og Vísi í morgun þegar tvær öflugar kraftakonur mættu í settið hjá þeim Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni og sýndu ólympískar lyftingar. Hjalti Úrsus mætti líka og hvatti stelpurnar áfram. Amalía Ósk Sigurðardóttir og Kristín Dóra Sigurðardóttir hafa báðar orðið Íslandsmeistarar í ólympískum lyftingum, Amalía Ósk í ár og Kristín Dóra í fyrra. Amalía Ósk Sigurðardóttir hitaði upp með því að jafnhenda 65 kílóum en lyfti síðan bæði 80 og 90 kílóum. Íslandsmet hennar er 100 kíló. Kristín Dóra Sigurðardóttir snaraði 50, 55 og 60 kílóum. Hjalti Úrsus var mjög ánægður með stelpurnar og hrósaði þeim mikið fyrir tæknina. Hjalti Úrsus ræddi líka við Heimi og Gunnlaug um lyftingar og þá sérstaklega lyftingar kvenna. Konur sáust varla í lyftingasalnum þegar hann var að byrja en það hefur gjörbreyst á síðustu árum. „Ég hélt að lyftingarnar væri að deyja út en svo kemur CrossFit inn og það verður bara sprengja út um allan heim. Önnur hver kona er að taka jafnhendingu, snörun eða réttstöðulyftu. Almenningur er búinn að samþykkja þetta,“ sagði Hjalti Úrsus. „Maður hefur heyrt það að konurnar vilji ekki fara í lyftingar af því að þær vilja ekki fá vöðva,“ sagði Gunnlaugur Helgason en Hjalti vildi leiðrétta þá mýtu. „Það er gríðarlegur misskilningur. Til að fá einhvern vöðvamassa þá þarf að æfa alveg gríðarlega mikið og með sérstöku mataræði og allt þetta. Þetta er breytt í dag. Konurnar vilja vera tónaðar, vera í flottu formi og þær vilja vera með vöðva,“ sagði Hjalti Úrsus. „Svo heyrir maður stundum að einhverjar konur tala um það að þær þora ekki að fara að lyfta af því að þá fái svo hrikalega kálfa eða læri. Ég fékk sæmilegt læri en ég þurfti að taka 400 kíló í hnébeygju og ganga í gegnum helvíti til að fá þessi læri. Þetta hoppar ekki á þig. Þetta er smá misskilningur því vöðvarnir eru ekki að fara að hoppa á neinn,“ sagði Hjalti Úrsus. Það má sjá myndbandið með heimsókninni hér fyrir neðan. Kraftlyftingar Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sjá meira
Það voru mikil átök í „Í Bítinu“ á Stöð 2 Sport, Bylgjunni og Vísi í morgun þegar tvær öflugar kraftakonur mættu í settið hjá þeim Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni og sýndu ólympískar lyftingar. Hjalti Úrsus mætti líka og hvatti stelpurnar áfram. Amalía Ósk Sigurðardóttir og Kristín Dóra Sigurðardóttir hafa báðar orðið Íslandsmeistarar í ólympískum lyftingum, Amalía Ósk í ár og Kristín Dóra í fyrra. Amalía Ósk Sigurðardóttir hitaði upp með því að jafnhenda 65 kílóum en lyfti síðan bæði 80 og 90 kílóum. Íslandsmet hennar er 100 kíló. Kristín Dóra Sigurðardóttir snaraði 50, 55 og 60 kílóum. Hjalti Úrsus var mjög ánægður með stelpurnar og hrósaði þeim mikið fyrir tæknina. Hjalti Úrsus ræddi líka við Heimi og Gunnlaug um lyftingar og þá sérstaklega lyftingar kvenna. Konur sáust varla í lyftingasalnum þegar hann var að byrja en það hefur gjörbreyst á síðustu árum. „Ég hélt að lyftingarnar væri að deyja út en svo kemur CrossFit inn og það verður bara sprengja út um allan heim. Önnur hver kona er að taka jafnhendingu, snörun eða réttstöðulyftu. Almenningur er búinn að samþykkja þetta,“ sagði Hjalti Úrsus. „Maður hefur heyrt það að konurnar vilji ekki fara í lyftingar af því að þær vilja ekki fá vöðva,“ sagði Gunnlaugur Helgason en Hjalti vildi leiðrétta þá mýtu. „Það er gríðarlegur misskilningur. Til að fá einhvern vöðvamassa þá þarf að æfa alveg gríðarlega mikið og með sérstöku mataræði og allt þetta. Þetta er breytt í dag. Konurnar vilja vera tónaðar, vera í flottu formi og þær vilja vera með vöðva,“ sagði Hjalti Úrsus. „Svo heyrir maður stundum að einhverjar konur tala um það að þær þora ekki að fara að lyfta af því að þá fái svo hrikalega kálfa eða læri. Ég fékk sæmilegt læri en ég þurfti að taka 400 kíló í hnébeygju og ganga í gegnum helvíti til að fá þessi læri. Þetta hoppar ekki á þig. Þetta er smá misskilningur því vöðvarnir eru ekki að fara að hoppa á neinn,“ sagði Hjalti Úrsus. Það má sjá myndbandið með heimsókninni hér fyrir neðan.
Kraftlyftingar Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða