Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. mars 2020 07:00 Sara Lind Brynjólfsdóttir segir að slæm vinnuaðstaða og streita geti gert fólk útsettari fyrir því að gömul og ný vandamál taki sig upp í líkamanum. Vísir/Vilhelm Sara Lind Brynjólfsdóttir segir mikilvægt að fólk hugi vel að vinnuaðstöðunni heima nú þegar svo margir vinna í fjarvinnu. „Sérstaklega núna þegar við vitum ekki hversu langan tíma við þurfum að vinna heima,“ segir Sara Lind. Að hennar sögn geta gömul og ný vandamál sprottið upp ef ekki er hugað nægilega vel að vinnuaðstöðunni, ekki síst nú þegar mikil streita er í umhverfinu vegna kórónuveirunnar. Hvoru tveggja, vinnuaðstaðan og streitan, getur gert okkur útsettari fyrir vandamálum eins og verkjum í hálsi, höfði, herðum, mjóbaki og mjöðmum“ segir Sara Lind og bætir við „Þetta er hægara sagt en gert því það eru ekki allir með sérstaka aðstöðu til að vinna við, eldhúsborð kannski ekki í ákjósanlegri hæð og fleira.“ Líkamsbeitingin: Fimm mikilvæg atriði Sara Lind er með MPH próf í lýðheilsuvísindum frá HÍ, B.Sc. próf í sjúkraþjálfun frá HÍ og er stofnandi Netsjúkraþjálfunar. Sara starfar líka í forvarnarteymi VIRK. Að sögn Söru Lindar er mikilvægast að fólk vinni ekki upp í sófa eða upp í rúmi enda sé fólk fljótt að átta sig á því að það er verulega þreytandi til lengdar og ekki til þess fallið að gera líkamanum gott. Hér eru nokkur góð ráð fyrir fólk í fjarvinnu sem Sara Lind leiðir okkur í gegnum. 1. Vinnuaðstaðan Koma sér fyrir eins góðri vinnuaðstöðu og hægt er miðað við aðstæður hvers og eins. 2. Borðið Sitja við skrifborð eða eldhúsborð. 3. Tölvuskjárinn Stilla tölvuskjá: Efri brúnin á tölvuskjá á að vera í beinni sjónlínu þegar að við horfum á tölvuskjáinn. Einfalt ráð til þess er að setja bækur undir fartölvuna eða tölvuskjáinn þannig að hann verði í réttri hæð. „Þetta atriði skiptir máli því það hjálpar okkur að þurfa ekki stöðugt að vera að huga að því hvernig líkamsstaðan okkar er og gerir það að verkum að við erum líklegri til að ná að halda góðri stöðu við tölvuna“ segir Sara Lind. 4. Að forðast að stífna í hálsi og herðum Gott er að miða við að það sé meira en 90 gráðu horn á olnbogum. Það er hugsað til að forðast það að stífna upp í hálsi og herðum. Einnig er mælt með að hafa stuðning undir olnboga. 5. Setstaðan Setstaðan er sérstaklega mikilvæg og í myndbandinu sem sjá má hér að neðan eru frekari leiðbeiningar. Í setstöðunni þurfum við meðal annars að huga að eftirfarandi atriðum. Mynda 90 gráðu horn við mjöðm til að forðast það að detta í kryppu í mjóbakinu Sitja vel upp á setbeinum og toga jafnvel rasskinnarnar aðeins aftur til að ná því Hafa fótfestu á gólfi eða á fótskemli og forðast að krossleggja fætur Virkja kviðinn og opna brjóstkassann til að forðast að mjóbakið leiti í fettu Mikilvægt er þó að ná að slaka í ofangreindum stöðum, sem er mikilvægara en að ná að halda hinni fullkomnu stöðu,“ segir Sara Lind. Fólk þarf líka að passa vel upp á að standa upp á 30 mínútna fresti segir Sara Lind „og þá er góð regla að leiðrétta alltaf stöðuna þegar sest er aftur við tölvuna,“ bætir hún við. Klippa: Svona á setustaðan að vera Sara Lind bendir einnig á að ýmiss góð ráð fyrir stoðkerfisvandamál má finna á vefsíðunni velvirk.is. Heilsa Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Sjá meira
Sara Lind Brynjólfsdóttir segir mikilvægt að fólk hugi vel að vinnuaðstöðunni heima nú þegar svo margir vinna í fjarvinnu. „Sérstaklega núna þegar við vitum ekki hversu langan tíma við þurfum að vinna heima,“ segir Sara Lind. Að hennar sögn geta gömul og ný vandamál sprottið upp ef ekki er hugað nægilega vel að vinnuaðstöðunni, ekki síst nú þegar mikil streita er í umhverfinu vegna kórónuveirunnar. Hvoru tveggja, vinnuaðstaðan og streitan, getur gert okkur útsettari fyrir vandamálum eins og verkjum í hálsi, höfði, herðum, mjóbaki og mjöðmum“ segir Sara Lind og bætir við „Þetta er hægara sagt en gert því það eru ekki allir með sérstaka aðstöðu til að vinna við, eldhúsborð kannski ekki í ákjósanlegri hæð og fleira.“ Líkamsbeitingin: Fimm mikilvæg atriði Sara Lind er með MPH próf í lýðheilsuvísindum frá HÍ, B.Sc. próf í sjúkraþjálfun frá HÍ og er stofnandi Netsjúkraþjálfunar. Sara starfar líka í forvarnarteymi VIRK. Að sögn Söru Lindar er mikilvægast að fólk vinni ekki upp í sófa eða upp í rúmi enda sé fólk fljótt að átta sig á því að það er verulega þreytandi til lengdar og ekki til þess fallið að gera líkamanum gott. Hér eru nokkur góð ráð fyrir fólk í fjarvinnu sem Sara Lind leiðir okkur í gegnum. 1. Vinnuaðstaðan Koma sér fyrir eins góðri vinnuaðstöðu og hægt er miðað við aðstæður hvers og eins. 2. Borðið Sitja við skrifborð eða eldhúsborð. 3. Tölvuskjárinn Stilla tölvuskjá: Efri brúnin á tölvuskjá á að vera í beinni sjónlínu þegar að við horfum á tölvuskjáinn. Einfalt ráð til þess er að setja bækur undir fartölvuna eða tölvuskjáinn þannig að hann verði í réttri hæð. „Þetta atriði skiptir máli því það hjálpar okkur að þurfa ekki stöðugt að vera að huga að því hvernig líkamsstaðan okkar er og gerir það að verkum að við erum líklegri til að ná að halda góðri stöðu við tölvuna“ segir Sara Lind. 4. Að forðast að stífna í hálsi og herðum Gott er að miða við að það sé meira en 90 gráðu horn á olnbogum. Það er hugsað til að forðast það að stífna upp í hálsi og herðum. Einnig er mælt með að hafa stuðning undir olnboga. 5. Setstaðan Setstaðan er sérstaklega mikilvæg og í myndbandinu sem sjá má hér að neðan eru frekari leiðbeiningar. Í setstöðunni þurfum við meðal annars að huga að eftirfarandi atriðum. Mynda 90 gráðu horn við mjöðm til að forðast það að detta í kryppu í mjóbakinu Sitja vel upp á setbeinum og toga jafnvel rasskinnarnar aðeins aftur til að ná því Hafa fótfestu á gólfi eða á fótskemli og forðast að krossleggja fætur Virkja kviðinn og opna brjóstkassann til að forðast að mjóbakið leiti í fettu Mikilvægt er þó að ná að slaka í ofangreindum stöðum, sem er mikilvægara en að ná að halda hinni fullkomnu stöðu,“ segir Sara Lind. Fólk þarf líka að passa vel upp á að standa upp á 30 mínútna fresti segir Sara Lind „og þá er góð regla að leiðrétta alltaf stöðuna þegar sest er aftur við tölvuna,“ bætir hún við. Klippa: Svona á setustaðan að vera Sara Lind bendir einnig á að ýmiss góð ráð fyrir stoðkerfisvandamál má finna á vefsíðunni velvirk.is.
Heilsa Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Sjá meira