Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 3. Þá verður fylgst með gangi mála í textalýsingu í vaktinni að neðan.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.
Gestur fundarins í dag er Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahússprestur á Landspítala.
Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku frá honum má sjá hér að neðan.