Kann ekkert í eldhúsinu en náði að matreiða dýrindis kjötböllur Stefán Árni Pálsson skrifar 25. mars 2020 10:29 Sindri er kannski ekki sá besti í eldhúsinu. Við erum flest meira og minna heima um þessar mundir, förum minna út að borða og eldum því oftar. Í þætti gærkvöldsins í Íslandi í dag fór Eva Laufey heim til Sindra Sindrasonar og kenndi honum og okkur öllum að gera ekta ítalskar kjötbollur á einfaldan hátt. Eva sem byrjar í kvöld með nýja þætti á Stöð 2, Matarboð með Evu, segir þennan rétt einnig tilvalinn til að elda með krökkum, rétt sem þau ættu öll að vilja borða. Í þættinum kom fram að Sindri Sindrason er ekkert sérstakur í eldhúsinu og eldar í raun aldrei heimavið. Hann á ótal eldhúsáhöld og tæki sem hann hefur hreinlega aldrei notað. Hér að neðan má sjá uppskrift af réttinum: Ítalskar kjötbollur ·500 g nautahakk ·500 g svínahakk ·1 dl brauðrasp ·3 hvítlauksrif, marin ·2 msk. Fersk steinselja, smátt söxuð ·2 msk. Fersk basilíka, smátt söxuð ·1 dl rifinn parmesan ostur ·1 egg, létt pískað ·Salt og pipar, magn eftir smekk ·400 g spagettí ·Salt ·Ólífuolía Aðferð: 1. Forhitið ofninn í 180°C 2. Blandið öllum hráefnum saman með höndunum og búið til jafn stórar bollur úr deiginu. 3. Raðið kjötbollunum í eldfast mót og sáldrið olíu yfir bollurnar og setjið inn í ofn við 180°C í 25 – 30 mínútur. Á meðan bollurnar eru í ofninum er gott að útbúa tómat-og basilsósuna. 4. Sjóðið spagettí í vel söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, hellið vatninu frá og bætið smjörklípu eða ólífuolíu út á. 5. Berið fram með nýrifnum parmesan osti og steinselju. Tómat-og basilíkusósa. ·1 msk ólífuolía ·1 laukur, smátt skorinn ·2 gulrætur, smátt skornar ·2 hvítlauksrif, marin ·500 ml tómata passata eða hakkaðir tómatar ·½ kjúklingateningur ·1 msk fersk steinselja, smátt söxuð ·1 msk fersk basilíka, smátt söxuð ·Skvetta af hunangi ·Salt og pipar Aðferð: 1. Hitið olíu við vægan hita í potti, steikið lauk, gulrætur og hvítlauk í eina til tvær mínútur. 2. Bætið öllu hráefninu í pottinn, kryddið duglega og leyfið sósunni að malla á meðan þið búið til kjötbollurnar. 3. Maukið með töfrasprota ef þið viljið mjög fíngerða sósu. 4. Berið fram með kjötbollunum og spagettí. Ísland í dag Kjötbollur Nautakjöt Sósur Uppskriftir Eva Laufey Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira
Við erum flest meira og minna heima um þessar mundir, förum minna út að borða og eldum því oftar. Í þætti gærkvöldsins í Íslandi í dag fór Eva Laufey heim til Sindra Sindrasonar og kenndi honum og okkur öllum að gera ekta ítalskar kjötbollur á einfaldan hátt. Eva sem byrjar í kvöld með nýja þætti á Stöð 2, Matarboð með Evu, segir þennan rétt einnig tilvalinn til að elda með krökkum, rétt sem þau ættu öll að vilja borða. Í þættinum kom fram að Sindri Sindrason er ekkert sérstakur í eldhúsinu og eldar í raun aldrei heimavið. Hann á ótal eldhúsáhöld og tæki sem hann hefur hreinlega aldrei notað. Hér að neðan má sjá uppskrift af réttinum: Ítalskar kjötbollur ·500 g nautahakk ·500 g svínahakk ·1 dl brauðrasp ·3 hvítlauksrif, marin ·2 msk. Fersk steinselja, smátt söxuð ·2 msk. Fersk basilíka, smátt söxuð ·1 dl rifinn parmesan ostur ·1 egg, létt pískað ·Salt og pipar, magn eftir smekk ·400 g spagettí ·Salt ·Ólífuolía Aðferð: 1. Forhitið ofninn í 180°C 2. Blandið öllum hráefnum saman með höndunum og búið til jafn stórar bollur úr deiginu. 3. Raðið kjötbollunum í eldfast mót og sáldrið olíu yfir bollurnar og setjið inn í ofn við 180°C í 25 – 30 mínútur. Á meðan bollurnar eru í ofninum er gott að útbúa tómat-og basilsósuna. 4. Sjóðið spagettí í vel söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, hellið vatninu frá og bætið smjörklípu eða ólífuolíu út á. 5. Berið fram með nýrifnum parmesan osti og steinselju. Tómat-og basilíkusósa. ·1 msk ólífuolía ·1 laukur, smátt skorinn ·2 gulrætur, smátt skornar ·2 hvítlauksrif, marin ·500 ml tómata passata eða hakkaðir tómatar ·½ kjúklingateningur ·1 msk fersk steinselja, smátt söxuð ·1 msk fersk basilíka, smátt söxuð ·Skvetta af hunangi ·Salt og pipar Aðferð: 1. Hitið olíu við vægan hita í potti, steikið lauk, gulrætur og hvítlauk í eina til tvær mínútur. 2. Bætið öllu hráefninu í pottinn, kryddið duglega og leyfið sósunni að malla á meðan þið búið til kjötbollurnar. 3. Maukið með töfrasprota ef þið viljið mjög fíngerða sósu. 4. Berið fram með kjötbollunum og spagettí.
Ísland í dag Kjötbollur Nautakjöt Sósur Uppskriftir Eva Laufey Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira