Gefur eftir helming launa sinna Anton Ingi Leifsson skrifar 24. mars 2020 19:00 Mikael Nikulásson er þjálfari Njarðvíkur sem og spekingur í hlaðvarpsþættinum vinsæla Dr. Football. vísir/skjáskot Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa eftir hluta af launum sínum sem þjálfari liðsins en mörg lið róa lífróður þessa daganna vegna ástandsins sem upp er komin vegna kórónuveirunnar. Mikael tilkynnti þetta í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær en Kjartan Atli Kjartansson hitti Mikael í dag þar sem hann fór yfir ákvörðun Mikaels. Innslagið var svo sýnt í Sportið í dag. „Ég tel það mína skyldu. Við erum ekki búnir að æfa í rúma viku og ég sé ekki fram á að fyrsta æfing verði fyrr en í fyrsta lagi 15. apríl. Vonandi þá. Á þessum mánuði er ég ekki að fara á neinar æfingar. Ég set upp prógram fyrir strákana og þarf ekki að keyra til Keflavíkur og er ekkert að æfa frekar en aðrir,“ sagði Mikael í þætti dagsins. Klippa: Sportið í dag: Mikael gefur eftir laun „Það er hart í ári hjá öllum liðum og ég legg mitt að mörkum að reyna halda þeim leikmönnum sem við erum búnir að semja við fyrir tímabilið. Við erum með tvo útlendinga sem kosta. Ég vil halda þeim og ég gef eftir helminginn af laununum mínum í mars og væntanlega apríl líka.“ En hvetur Mikael aðra leikmenn og þjálfara til að gera slíkt hið sama? „Ég held að margir leikmenn og þjálfarar hafa tök á því og ef menn hafa tök á því þá tel ég að þeir eigi að gera það. Það hjálpar til í öllum rekstrinum og það gefur gott inn í klúbbinn og leikmannahópinn að menn séu að sína samstöðu.“ „Það kostar að reka þetta og það er lítið til hjá mörgum og verður væntanlega minna. Ég myndi telja að menn ættu að fara að þessu fordæmi ef menn virkilega geta það. Ef hver og einn myndi gefa eitthvað smotterí af laununum sínum, eins og í stóru liðunum í efstu deild, þá myndi það hjálpa heilmikið og gera félögin sterkari.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa eftir hluta af launum sínum sem þjálfari liðsins en mörg lið róa lífróður þessa daganna vegna ástandsins sem upp er komin vegna kórónuveirunnar. Mikael tilkynnti þetta í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær en Kjartan Atli Kjartansson hitti Mikael í dag þar sem hann fór yfir ákvörðun Mikaels. Innslagið var svo sýnt í Sportið í dag. „Ég tel það mína skyldu. Við erum ekki búnir að æfa í rúma viku og ég sé ekki fram á að fyrsta æfing verði fyrr en í fyrsta lagi 15. apríl. Vonandi þá. Á þessum mánuði er ég ekki að fara á neinar æfingar. Ég set upp prógram fyrir strákana og þarf ekki að keyra til Keflavíkur og er ekkert að æfa frekar en aðrir,“ sagði Mikael í þætti dagsins. Klippa: Sportið í dag: Mikael gefur eftir laun „Það er hart í ári hjá öllum liðum og ég legg mitt að mörkum að reyna halda þeim leikmönnum sem við erum búnir að semja við fyrir tímabilið. Við erum með tvo útlendinga sem kosta. Ég vil halda þeim og ég gef eftir helminginn af laununum mínum í mars og væntanlega apríl líka.“ En hvetur Mikael aðra leikmenn og þjálfara til að gera slíkt hið sama? „Ég held að margir leikmenn og þjálfarar hafa tök á því og ef menn hafa tök á því þá tel ég að þeir eigi að gera það. Það hjálpar til í öllum rekstrinum og það gefur gott inn í klúbbinn og leikmannahópinn að menn séu að sína samstöðu.“ „Það kostar að reka þetta og það er lítið til hjá mörgum og verður væntanlega minna. Ég myndi telja að menn ættu að fara að þessu fordæmi ef menn virkilega geta það. Ef hver og einn myndi gefa eitthvað smotterí af laununum sínum, eins og í stóru liðunum í efstu deild, þá myndi það hjálpa heilmikið og gera félögin sterkari.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira