Óvissa með námsmat vegna kórónuveirunnar hefur aukið kvíða stúdenta Sylvía Hall skrifar 23. mars 2020 21:17 Fyrstu niðurstöður úr könnun Stúdentaráðs benda til þess að nemendur hafi verulegar áhyggjur af ástandinu í samfélaginu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þeir finni fyrir auknu álagi sem geti haft neikvæð áhrif á námsframvindu þeirra. Vísir/Vilhelm Fyrstu niðurstöður úr könnun Stúdentaráðs benda til þess að áhrif kórónuveirunnar hafi verulega neikvæð áhrif á líðan nemenda við Háskóla Íslands. Nemendur upplifi streitu í meira mæli og hafi áhyggjur af námsframvindu vegna ástandsins í samfélaginu. Rúmlega tólf þúsund nemendur eru skráðir í Háskóla Íslands og hafa nú þegar 1.350 tekið könnuna síðan hún var send út í gærkvöldi. Þar voru nemendur meðal annars beðnir um að svara því hvernig þeim liði á skalanum 1-10 þar sem 1 er mjög illa, 5 sæmilega og 10 mjög vel. 50,8% nemenda merktu líðan sína 5 eða lægri. Þá sögðust 53,1% upplifa mikla streitu eða álag sem hefði áhrif á námsframvindu sína. 29,8% sögðust upplifa streitu eða álag en ekki í svo miklu mæli. Niðurstöður benda einnig til þess að nemendur finni fyrir aukinni depurð vegna ástandsins. Háskólinn í Reykjavík tilkynnti nemendum að þeir gætu valið að fá staðið eða fall í áföngum þessa önn. Vísir/vilhelm Breyting á námsmati í háskólunum í höfuðborginni Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tilkynnti nemendum í dag að lokapróf yrðu ekki haldin í húsakynnum skólans í vor. Fyrirkomulagið yrði með öðrum hætti og myndi hvert fræðisvið fyrir sig útfæra það og kynna fyrir 30. mars næstkomandi. Sjá einnig: Engin próf í húsakynnum Háskóla Íslands í vor Þá verður námsmati einnig breytt í Háskólanum í Reykjavík. Nemendur munu sjálfir velja hvort þeir fái staðið eða fallið í áföngum í stað einkunna og hafa til þess fullt svigrúm án nokkurra frekari skýringa. Kjósi nemandi að fá staðið þarf hann þó að ljúka að minnsta kosti helmingi námsmatsþátta með viðunandi árangri. Báðir háskólarnir hafa gefið það út að aðstæðurnar kalli á breytt fyrirkomulag. Ljóst sé að ástandið í samfélaginu hafi veruleg áhrif á nemendur og hefur Háskóli Íslands hvatt fræðisvið, deildir og kennara til að taka tillit til þeirra krefjandi aðstæðna sem eru uppi í samfélaginu og létta álagi af nemendum í tengslum við námsmat. Forseti stúdentaráðs og formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík eru sammála um að óvissan sé erfiðust fyrir nemendur. Háskólinn í Reykjavík var fljótur að bregðast við en endanleg framkvæmd lokaprófa við Háskóla Íslands liggur ekki fyrir.Vísir Óvissan verst fyrir nemendur Í samtali við Vísi í dag sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, að það væri jákvætt að fyrirkomulagið væri í skoðun. Niðurstöður könnunarinnar bentu til þess að nemendur hefðu verulegar áhyggjur af fyrirkomulagi lokaprófa og því væri brýnt að fá niðurstöðu varðandi það sem allra fyrst. Hún voni jafnframt að fyrirkomulagið verði ákveðið í samráði við nemendur. „Ein helsta athugasemdin sem við fengum var að óvissan væri búin að vera of mikil of lengi.“ Leó Snær Emilsson, formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík, tekur í sama streng og segir óvissuna hafa verið versta fyrir nemendur. Háskólinn hafi þó verið fljótur að bregðast við og gert ráðstafanir varðandi lokapróf eins fljótt og auðið var. „Á meðan það var óvissa þá var fólk stressað. Okkur í HR finnst skólayfirvöldum hafa tekist vel að upplýsa okkur um stöðuna,“ segir Leó Snær. Fyrirkomulagið hafi tekið mið af framkvæmd skóla erlendis, til að mynda MIT, og nemendur séu heilt yfir ánægðir með niðurstöðuna. „Ég get ekkert annað en hrósað HR fyrir fljót viðbrögð og leyfa nemendum að vera með í því. Strax frá fyrsta degi samkomubannsins gerði HR allt sem hægt var til þess að létta undir með nemendum og hafa þetta eins sanngjarnt og hægt er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Engin próf í húsakynnum Háskóla Íslands í vor Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur tilkynnt nemendum að próf munu ekki fara fram í húsakynnum háskólans í vor. 23. mars 2020 18:51 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fyrstu niðurstöður úr könnun Stúdentaráðs benda til þess að áhrif kórónuveirunnar hafi verulega neikvæð áhrif á líðan nemenda við Háskóla Íslands. Nemendur upplifi streitu í meira mæli og hafi áhyggjur af námsframvindu vegna ástandsins í samfélaginu. Rúmlega tólf þúsund nemendur eru skráðir í Háskóla Íslands og hafa nú þegar 1.350 tekið könnuna síðan hún var send út í gærkvöldi. Þar voru nemendur meðal annars beðnir um að svara því hvernig þeim liði á skalanum 1-10 þar sem 1 er mjög illa, 5 sæmilega og 10 mjög vel. 50,8% nemenda merktu líðan sína 5 eða lægri. Þá sögðust 53,1% upplifa mikla streitu eða álag sem hefði áhrif á námsframvindu sína. 29,8% sögðust upplifa streitu eða álag en ekki í svo miklu mæli. Niðurstöður benda einnig til þess að nemendur finni fyrir aukinni depurð vegna ástandsins. Háskólinn í Reykjavík tilkynnti nemendum að þeir gætu valið að fá staðið eða fall í áföngum þessa önn. Vísir/vilhelm Breyting á námsmati í háskólunum í höfuðborginni Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tilkynnti nemendum í dag að lokapróf yrðu ekki haldin í húsakynnum skólans í vor. Fyrirkomulagið yrði með öðrum hætti og myndi hvert fræðisvið fyrir sig útfæra það og kynna fyrir 30. mars næstkomandi. Sjá einnig: Engin próf í húsakynnum Háskóla Íslands í vor Þá verður námsmati einnig breytt í Háskólanum í Reykjavík. Nemendur munu sjálfir velja hvort þeir fái staðið eða fallið í áföngum í stað einkunna og hafa til þess fullt svigrúm án nokkurra frekari skýringa. Kjósi nemandi að fá staðið þarf hann þó að ljúka að minnsta kosti helmingi námsmatsþátta með viðunandi árangri. Báðir háskólarnir hafa gefið það út að aðstæðurnar kalli á breytt fyrirkomulag. Ljóst sé að ástandið í samfélaginu hafi veruleg áhrif á nemendur og hefur Háskóli Íslands hvatt fræðisvið, deildir og kennara til að taka tillit til þeirra krefjandi aðstæðna sem eru uppi í samfélaginu og létta álagi af nemendum í tengslum við námsmat. Forseti stúdentaráðs og formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík eru sammála um að óvissan sé erfiðust fyrir nemendur. Háskólinn í Reykjavík var fljótur að bregðast við en endanleg framkvæmd lokaprófa við Háskóla Íslands liggur ekki fyrir.Vísir Óvissan verst fyrir nemendur Í samtali við Vísi í dag sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, að það væri jákvætt að fyrirkomulagið væri í skoðun. Niðurstöður könnunarinnar bentu til þess að nemendur hefðu verulegar áhyggjur af fyrirkomulagi lokaprófa og því væri brýnt að fá niðurstöðu varðandi það sem allra fyrst. Hún voni jafnframt að fyrirkomulagið verði ákveðið í samráði við nemendur. „Ein helsta athugasemdin sem við fengum var að óvissan væri búin að vera of mikil of lengi.“ Leó Snær Emilsson, formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík, tekur í sama streng og segir óvissuna hafa verið versta fyrir nemendur. Háskólinn hafi þó verið fljótur að bregðast við og gert ráðstafanir varðandi lokapróf eins fljótt og auðið var. „Á meðan það var óvissa þá var fólk stressað. Okkur í HR finnst skólayfirvöldum hafa tekist vel að upplýsa okkur um stöðuna,“ segir Leó Snær. Fyrirkomulagið hafi tekið mið af framkvæmd skóla erlendis, til að mynda MIT, og nemendur séu heilt yfir ánægðir með niðurstöðuna. „Ég get ekkert annað en hrósað HR fyrir fljót viðbrögð og leyfa nemendum að vera með í því. Strax frá fyrsta degi samkomubannsins gerði HR allt sem hægt var til þess að létta undir með nemendum og hafa þetta eins sanngjarnt og hægt er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Engin próf í húsakynnum Háskóla Íslands í vor Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur tilkynnt nemendum að próf munu ekki fara fram í húsakynnum háskólans í vor. 23. mars 2020 18:51 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Engin próf í húsakynnum Háskóla Íslands í vor Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur tilkynnt nemendum að próf munu ekki fara fram í húsakynnum háskólans í vor. 23. mars 2020 18:51