Forseti ÍSÍ: Minni stuðningur við íþróttir frá atvinnulífinu á hverju ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2020 15:44 Íslenski hópurinn sem tók þátt í Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Getty/Paul Gilham Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í Sportinu í dag og þar voru fjármál íþróttahreyfingarinnar til umræðu. Forseti ÍSÍ hefur ekki aðeins áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar heldur einnig af því að fjármögnun íþróttahreyfingarnar hefur gengið verr og verr á undanförnum árum. Ástandið er hins vegar mjög slæmt eftir að íþróttasambönd hafa þurft að fresta leikjum og mótum þegar hápunkturinn var að fara í gang hjá þeim mörgum. 750 milljónir eiga að fara af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar í menningu og íþróttir og Lárus heldur að íþróttahreyfingin fái tæplega helminginn af því. „Við fáum einhverja sneið af þessum 750 milljónum. Við verðum að sjá til hvað það verður mikið en ég myndi halda að það yrði innan við helmingur sem eru 200 til 300 milljónir,“ sagði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. En er það ekki langt frá því að vera nóg? „Við höfum ekki ennþá komist í þá vinnu að kanna hvaða tjóni þessi veirufaraldur hefur valdið. Við eigum fund seinni partinn í dag þar sem við munum ræða þessi mál og skoða hvernig við eigum að tækla vinnuna í kringum þetta. Það er fyrst núna sem við komum til þess að funda,“ sagði Lárus Blöndal. „Hvernig greinir ÍSÍ fjárþörfina og hvar hún liggur. Eru einhverjar aðferðir til sem hægt er að gríða til,“ spurði Kjartan Atli. „Það er ýmislegt hægt að gera en við erum að hittast meðal annars til að ákveða hvernig væri einfaldast að vinna þetta. Við erum með 1300 einingar í okkar íþróttahreyfingu. Það er töluverð vinna að skoða hverja og eina. Við munum líka horfa til þess hvernig nágrannar okkar eru að vinna þetta,“ sagði Lárus. „En hvernig er hljóðið í hreyfingunni? Orðið sem ég heyri þegar ég ræði við fólk úr íþróttahreyfingunni er gjaldþrot. Þetta er grafalvarleg staða sem er komin upp,“ sagði Kjartan Atli. „Það er alveg ljóst og kannski líka af öðrum ástæðum en út af veirunni. Það hefur gengið mun verr að fá fjármagna frá fyrirtækjum til stuðnings íþróttahreyfingarinnar. Það hefur farið versnandi á síðustu árum,“ sagði Lárus. „Við sjáum það í umsóknum og afgreiðslu Afrekssjóðs að stuðningurinn fer lækkandi ár frá ári frá atvinnulífinu og það er kannski megin vandamálið. Við höfum verið að velta því fyrir okkur hvernig við getum tæklað það,“ sagði Lárus Blöndal. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Sjá meira
Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í Sportinu í dag og þar voru fjármál íþróttahreyfingarinnar til umræðu. Forseti ÍSÍ hefur ekki aðeins áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar heldur einnig af því að fjármögnun íþróttahreyfingarnar hefur gengið verr og verr á undanförnum árum. Ástandið er hins vegar mjög slæmt eftir að íþróttasambönd hafa þurft að fresta leikjum og mótum þegar hápunkturinn var að fara í gang hjá þeim mörgum. 750 milljónir eiga að fara af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar í menningu og íþróttir og Lárus heldur að íþróttahreyfingin fái tæplega helminginn af því. „Við fáum einhverja sneið af þessum 750 milljónum. Við verðum að sjá til hvað það verður mikið en ég myndi halda að það yrði innan við helmingur sem eru 200 til 300 milljónir,“ sagði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. En er það ekki langt frá því að vera nóg? „Við höfum ekki ennþá komist í þá vinnu að kanna hvaða tjóni þessi veirufaraldur hefur valdið. Við eigum fund seinni partinn í dag þar sem við munum ræða þessi mál og skoða hvernig við eigum að tækla vinnuna í kringum þetta. Það er fyrst núna sem við komum til þess að funda,“ sagði Lárus Blöndal. „Hvernig greinir ÍSÍ fjárþörfina og hvar hún liggur. Eru einhverjar aðferðir til sem hægt er að gríða til,“ spurði Kjartan Atli. „Það er ýmislegt hægt að gera en við erum að hittast meðal annars til að ákveða hvernig væri einfaldast að vinna þetta. Við erum með 1300 einingar í okkar íþróttahreyfingu. Það er töluverð vinna að skoða hverja og eina. Við munum líka horfa til þess hvernig nágrannar okkar eru að vinna þetta,“ sagði Lárus. „En hvernig er hljóðið í hreyfingunni? Orðið sem ég heyri þegar ég ræði við fólk úr íþróttahreyfingunni er gjaldþrot. Þetta er grafalvarleg staða sem er komin upp,“ sagði Kjartan Atli. „Það er alveg ljóst og kannski líka af öðrum ástæðum en út af veirunni. Það hefur gengið mun verr að fá fjármagna frá fyrirtækjum til stuðnings íþróttahreyfingarinnar. Það hefur farið versnandi á síðustu árum,“ sagði Lárus. „Við sjáum það í umsóknum og afgreiðslu Afrekssjóðs að stuðningurinn fer lækkandi ár frá ári frá atvinnulífinu og það er kannski megin vandamálið. Við höfum verið að velta því fyrir okkur hvernig við getum tæklað það,“ sagði Lárus Blöndal.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Sjá meira