Bein útsending: Ísland keppir við Rússland, Austurríki, Pólland og Ísrael Tinni Sveinsson skrifar 23. mars 2020 15:00 Svona líta Íslendingarnir út í PES-leiknum. Íslenska landsliðið í e-fótbolta leikur í undankeppni EM í Pro Evolution Soccer tölvuleiknum í dag. Fyrsti leikur er við Rússa kl. 16, liðið mætir Austurríki kl. 18, Póllandi kl. 19 og loks Ísrael kl. 20. Íslenska liðið skipa fyrirliðinn Aron Ívarsson úr KR, Aron Þormar Lárusson úr Fylki og Jóhann Ólafur Jóhannsson úr FH. Hver viðureign samanstendur af tveimur 10 mínútna leikjum á milli einstaklinga. Í viðtali við Vísi fyrr í dag útskýrði Aron hvernig liði verður stillt upp í dag og hvers vegna: Ísland í undankeppni EM í efótbolta í dag: Viðar og Arnór byrja frammi Allir leikir Íslands í dag verða í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi. Fyrsti leikur hefst kl. 16. Spilað er á mánudögum í undankeppninni og hóf Ísland leik fyrir tveimur vikum. Þá voru spilaðir fjórir leikir sem töpuðust allir. Hægt er að kynna sér stöðuna og leikjadagskránna nánar á heimasíðu UEFA. Hér fyrir neðan má sjá stöðuna fyrir leikina í dag. Staðan í riðlunum eftir eina umferð. UEFA Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn
Íslenska landsliðið í e-fótbolta leikur í undankeppni EM í Pro Evolution Soccer tölvuleiknum í dag. Fyrsti leikur er við Rússa kl. 16, liðið mætir Austurríki kl. 18, Póllandi kl. 19 og loks Ísrael kl. 20. Íslenska liðið skipa fyrirliðinn Aron Ívarsson úr KR, Aron Þormar Lárusson úr Fylki og Jóhann Ólafur Jóhannsson úr FH. Hver viðureign samanstendur af tveimur 10 mínútna leikjum á milli einstaklinga. Í viðtali við Vísi fyrr í dag útskýrði Aron hvernig liði verður stillt upp í dag og hvers vegna: Ísland í undankeppni EM í efótbolta í dag: Viðar og Arnór byrja frammi Allir leikir Íslands í dag verða í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi. Fyrsti leikur hefst kl. 16. Spilað er á mánudögum í undankeppninni og hóf Ísland leik fyrir tveimur vikum. Þá voru spilaðir fjórir leikir sem töpuðust allir. Hægt er að kynna sér stöðuna og leikjadagskránna nánar á heimasíðu UEFA. Hér fyrir neðan má sjá stöðuna fyrir leikina í dag. Staðan í riðlunum eftir eina umferð.
UEFA Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn