Kára bíður erfið ákvörðun ef ÓL verður frestað Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 22:00 Kári Gunnarsson er fremsti badmintonspilari landsins. SKJÁSKOT/STÖÐ 2 Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. Eins og staðan er núna er Kári í 45. sæti á ólympíulistanum, eftir að tekið hefur verið tillit til takmarkana á fjölda frá hverri þjóð, en 40 efstu komast á Ólympíuleikana. Það átti að vera hægt að keppa á mótum næstu tvo mánuði til að safna stigum á listanum en nú er sá möguleiki úr sögunni. Óvissa ríkir reyndar jafnframt um hvort leikarnir fari fram í sumar en það er þó enn stefnan. „Það var reiknað með og vonast til þess að ég kæmist inn með því að vinna mér þátttöku á þeim mótum sem fram undan voru. Þetta þýðir að ég get ekki gert neitt núna. Ég er bara að bíða eftir tilkynningu frá heimssambandinu í badminton um það hvað sambandið ætlar að gera varðandi þátttöku á leikunum. Ég reyni bara að halda mér í formi þar til að ég veit meira,“ sagði Kári við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur en Kári er staddur hér á landi. „Eins og er þá eru hallirnar opnar á Íslandi. Ég æfi vanalega úti í Danmörku en það er búið að loka öllu þar. Ég kom því til Íslands á sunnudaginn til að æfa. Það eru engar skipulagðar æfingar en við fáum að mæta í höllina svo ég get æft á hverjum degi, sem er frábært. Þetta er auðvitað erfitt, leiðinlegt og glatað, að fá ekki að klára þetta almennilega, en á hinn bóginn get ég ekki stjórnað neinu varðandi þetta. Mér finnst ég hafa gert allt rétt hingað til og verð að fókusa á það. Það eru margir aðrir í sömu stöðu og ég,“ sagði Kári. Ef Ólympíuleikunum verður frestað um eitt ár er ekki sjálfgefið að Kári freisti þess að komast á þá: „Ég verð að meta stöðuna þegar það kemur í ljós. Það er augljóslega mjög erfið ákvörðun sem ég þarf að taka, ef Ólympíuleikunum verður frestað í eitt ár, hvort að ég haldi áfram á sama hátt og ég hef gert núna. Þetta er mjög hörð vinna sem að maður leggur á sig sem atvinnumaður í einstaklingsíþrótt á Íslandi. Ég verð bara að sjá til.“ Klippa: Kári Gunnars fer ekki á ÓL í ár Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportpakkinn Tengdar fréttir Eftir tveggja ára baráttu hafa allir ÓL möguleikarnir nú horfið vegna COVID-19 Ólympíudraumur íslenska badmintonspilarans Kára Gunnarssonar er svo gott sem dáinn svo framarlega sem að Ólympíuleikunum verði ekki frestað og enn á ný er hægt að kenna kórónuveirunni um. 13. mars 2020 13:00 Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Sjá meira
Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. Eins og staðan er núna er Kári í 45. sæti á ólympíulistanum, eftir að tekið hefur verið tillit til takmarkana á fjölda frá hverri þjóð, en 40 efstu komast á Ólympíuleikana. Það átti að vera hægt að keppa á mótum næstu tvo mánuði til að safna stigum á listanum en nú er sá möguleiki úr sögunni. Óvissa ríkir reyndar jafnframt um hvort leikarnir fari fram í sumar en það er þó enn stefnan. „Það var reiknað með og vonast til þess að ég kæmist inn með því að vinna mér þátttöku á þeim mótum sem fram undan voru. Þetta þýðir að ég get ekki gert neitt núna. Ég er bara að bíða eftir tilkynningu frá heimssambandinu í badminton um það hvað sambandið ætlar að gera varðandi þátttöku á leikunum. Ég reyni bara að halda mér í formi þar til að ég veit meira,“ sagði Kári við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur en Kári er staddur hér á landi. „Eins og er þá eru hallirnar opnar á Íslandi. Ég æfi vanalega úti í Danmörku en það er búið að loka öllu þar. Ég kom því til Íslands á sunnudaginn til að æfa. Það eru engar skipulagðar æfingar en við fáum að mæta í höllina svo ég get æft á hverjum degi, sem er frábært. Þetta er auðvitað erfitt, leiðinlegt og glatað, að fá ekki að klára þetta almennilega, en á hinn bóginn get ég ekki stjórnað neinu varðandi þetta. Mér finnst ég hafa gert allt rétt hingað til og verð að fókusa á það. Það eru margir aðrir í sömu stöðu og ég,“ sagði Kári. Ef Ólympíuleikunum verður frestað um eitt ár er ekki sjálfgefið að Kári freisti þess að komast á þá: „Ég verð að meta stöðuna þegar það kemur í ljós. Það er augljóslega mjög erfið ákvörðun sem ég þarf að taka, ef Ólympíuleikunum verður frestað í eitt ár, hvort að ég haldi áfram á sama hátt og ég hef gert núna. Þetta er mjög hörð vinna sem að maður leggur á sig sem atvinnumaður í einstaklingsíþrótt á Íslandi. Ég verð bara að sjá til.“ Klippa: Kári Gunnars fer ekki á ÓL í ár
Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportpakkinn Tengdar fréttir Eftir tveggja ára baráttu hafa allir ÓL möguleikarnir nú horfið vegna COVID-19 Ólympíudraumur íslenska badmintonspilarans Kára Gunnarssonar er svo gott sem dáinn svo framarlega sem að Ólympíuleikunum verði ekki frestað og enn á ný er hægt að kenna kórónuveirunni um. 13. mars 2020 13:00 Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Sjá meira
Eftir tveggja ára baráttu hafa allir ÓL möguleikarnir nú horfið vegna COVID-19 Ólympíudraumur íslenska badmintonspilarans Kára Gunnarssonar er svo gott sem dáinn svo framarlega sem að Ólympíuleikunum verði ekki frestað og enn á ný er hægt að kenna kórónuveirunni um. 13. mars 2020 13:00