B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. mars 2020 23:31 Bandarísk B-2 sprengjuþota yfir Íslandi ásamt þremur norskum F-35 orustuþotum síðastliðinn mánudag. U.S. Air Force/Matthew Plew Tvær bandarískar B-2 sprengjuþotur tóku þátt í heræfingu yfir Íslandi og hafinu við landið í byrjun vikunnar ásamt bandarískum F-15 Eagle orustuþotum og norskum F-35 orustuþotum. Þoturnar voru í samflugi í tæpa klukkustund. Bandarísku þoturnar komu frá Fairford og Lakenheath-herflugvöllunum í Bretlandi, þar sem þær eru staðsettar tímabundið, en F-35 þoturnar tilheyra norsku flugsveitinni sem sinnt hefur loftrýmisgæslu frá Keflavíkurflugvelli frá því í febrúar. Sjá nánar hér: 130 manna norskt herlið og herþotur fyrir á sjötta tug milljarða sinna gæslu á Íslandi B-2 sprengjuþota leiðir oddaflugið. Bandarískar F-15 og norskar F-35 orustuþotur fylgja.U.S. Air Force/Matthew Plew Bandaríski fréttamiðillinn Business Insider vekur athygli á því að þetta sé í annað sinn í sögunni sem hinar torséðu B-2 sprengjuþotur komi til Íslands og að fyrra skiptið hafi verið fyrir aðeins hálfu ári. Aukin spenna í samskiptum NATO og Rússa hafi aukið áhugann á Norður-Atlantshafi og Norðurslóðum. Ísland liggi á milli þessara tveggja svæða og þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi landsins í augum hershöfðingja, en þotan er skæðasta kjarnorkuárásarþota heims og dýrasta flugvél sögunnar. Sjá meira hér: Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Norska fréttasíðan The Barents Observer segir þetta í fyrsta sinn sem norskar F-35 þotur hafi tekið þátt í heræfingu með B-2 sprengjuþotum. „Þetta var vissulega sérstakt augnablik. Flugmennirnir voru virkilega spenntir,“ segir Sigurd Tonning-Olsen, talsmaður norsku flugsveitarinnar, í samtali við Barents Observer. Hersingin yfir Íslandi. B-2 sprengjuþotur fremst og aftast ásamt norsku og bandarísku orustuþotunum.U.S. Air Force/Matthew Plew „Heimurinn býst við að NATO og Bandaríkin haldi áfram að framfylgja verkefni sínu með afgerandi hætti,“ segir bandaríski hershöfðinginn Jeff Harrigian, yfirmaður flughers Bandaríkjamanna í Evrópu og Afríku, og bætir við: „Verkefni sem þessi gefa okkur tækifæri til að fullvissa bandamenn okkar, og á sama tíma að senda skýr skilaboð til allra andstæðinga, um að hver sem áskorunin er, þá séum við tilbúin.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu B-2 til Keflavíkur síðastliðið sumar: NATO Norðurslóðir Keflavíkurflugvöllur Noregur Fréttir af flugi Varnarmál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Tvær bandarískar B-2 sprengjuþotur tóku þátt í heræfingu yfir Íslandi og hafinu við landið í byrjun vikunnar ásamt bandarískum F-15 Eagle orustuþotum og norskum F-35 orustuþotum. Þoturnar voru í samflugi í tæpa klukkustund. Bandarísku þoturnar komu frá Fairford og Lakenheath-herflugvöllunum í Bretlandi, þar sem þær eru staðsettar tímabundið, en F-35 þoturnar tilheyra norsku flugsveitinni sem sinnt hefur loftrýmisgæslu frá Keflavíkurflugvelli frá því í febrúar. Sjá nánar hér: 130 manna norskt herlið og herþotur fyrir á sjötta tug milljarða sinna gæslu á Íslandi B-2 sprengjuþota leiðir oddaflugið. Bandarískar F-15 og norskar F-35 orustuþotur fylgja.U.S. Air Force/Matthew Plew Bandaríski fréttamiðillinn Business Insider vekur athygli á því að þetta sé í annað sinn í sögunni sem hinar torséðu B-2 sprengjuþotur komi til Íslands og að fyrra skiptið hafi verið fyrir aðeins hálfu ári. Aukin spenna í samskiptum NATO og Rússa hafi aukið áhugann á Norður-Atlantshafi og Norðurslóðum. Ísland liggi á milli þessara tveggja svæða og þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi landsins í augum hershöfðingja, en þotan er skæðasta kjarnorkuárásarþota heims og dýrasta flugvél sögunnar. Sjá meira hér: Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Norska fréttasíðan The Barents Observer segir þetta í fyrsta sinn sem norskar F-35 þotur hafi tekið þátt í heræfingu með B-2 sprengjuþotum. „Þetta var vissulega sérstakt augnablik. Flugmennirnir voru virkilega spenntir,“ segir Sigurd Tonning-Olsen, talsmaður norsku flugsveitarinnar, í samtali við Barents Observer. Hersingin yfir Íslandi. B-2 sprengjuþotur fremst og aftast ásamt norsku og bandarísku orustuþotunum.U.S. Air Force/Matthew Plew „Heimurinn býst við að NATO og Bandaríkin haldi áfram að framfylgja verkefni sínu með afgerandi hætti,“ segir bandaríski hershöfðinginn Jeff Harrigian, yfirmaður flughers Bandaríkjamanna í Evrópu og Afríku, og bætir við: „Verkefni sem þessi gefa okkur tækifæri til að fullvissa bandamenn okkar, og á sama tíma að senda skýr skilaboð til allra andstæðinga, um að hver sem áskorunin er, þá séum við tilbúin.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu B-2 til Keflavíkur síðastliðið sumar:
NATO Norðurslóðir Keflavíkurflugvöllur Noregur Fréttir af flugi Varnarmál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent