„Ömurlegar fréttir þegar maður er ófrískur og með langveikt barn“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. mars 2020 09:00 Katrín Brynja Björgvinsdóttir og Eyþór Ingason eru nú heima í einangrun þar sem þau eru bæði með kórónuveiruna. Mynd úr einkasafni „Fyrst varð ég smeik en ákvað síðan að leyfa ekki kvíða að taka yfir fyrr en veiran væri komin til landsins. Þegar hún greindist svo hér á landi hafði ég samband við lækninn hans Björgvins Þórs um hvaða varúðarráðstafanir við ættum að gera,“ segir Katrín Brynja Björgvinsdóttir móðir langveiks drengs í áhættuhópi vegna COVID-19. Bæði Katrín og eiginmaður hennar hafa nú verið greind með kórónuveiruna, hún er ófrísk og komin 21 viku á leið. „Við fylgdumst svo með hvað Barnaspítalinn gaf út fyrir foreldra veikra barna og fylgdum því. Við ákváðum svo á sunnudaginn síðasta eftir að hafa fylgst með fréttum að taka strákana úr skólanum en forsendur af því breyttust svo því greiningin kom þá um kvöldið.“ Eyþór Katrínar hafði komið veikur heim úr vinnu en þau vita ekki hvar eða hvernig hann smitaðist. „Maðurinn minn veikist á miðvikudagskvöld. Við héldum reyndar að þetta væri bara flensan þar sem hann var ekki með neinn hósta. En þar sem við eigum barn í áhættuhóp og það var opnað fyrir skráningu í strok hjá Íslenskri erfðagreiningu þá ákvað hann að panta tíma hjá þeim. Að okkur vitandi höfum við ekki umgengist neinn sem hafði verið nýkominn að utan, en hann vinnur við að fara heim til fólks svo við gátum ekki verið viss.“ Hann fór í strok á laugardagsmorgninum og allan sunnudaginn uppfærðu þau síðuna Heilsuveru aftur og aftur á meðan þau biðu eftir niðurstöðunni. Eyþór hafði haldið sig að mestu inni í herbergi frá því hann veiktist, en á sunnudeginum byrjaði Katrín að finna fyrir slappleika. „Þá héldum við enn að hann væri bara með flensuna og ég hefði þá bara smitast af honum. Ég hef sem betur fer enn sem komið er sloppið frekar vel. Hann fær svo símtal frá smitsjúkdómateymi klukkan hálf tíu á sunnudagskvöldi.“ Eyþór fór í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu og fékk niðurstöðuna á sunnudag.Vísir/Vilhelm Fór í fyrstu aðgerðina tveggja mánaða Greiningin var áfall í fyrstu og Katrín var strax mjög hrædd um áhrifin á Björgvin Þór son þeirra sem er í áhættuhópi. „Góð samskipti við læknirinn hans og sú staðreynd að börn virðast sleppa vel frá þessari veiru hefur róað mig helling. Við höfum líka verið svo lánsöm að hann er almennt séð heilsuhraustur og alls ekki pestsækinn.“ Drengurinn er hjartveikur og hefur því verið undir góðu eftirliti lækna frá fæðingu. „Hann hefur ekkert gollurshús sem er sekkurinn í kringum hjartað og vantar stóran hluta af sekknum kringum vinstra lungað hans. Hjartað og lungað liggja því alveg saman og engin vörn þar á milli.“ Aðeins tveggja daga gamall var hann greindur með VSD hjartagalla, op á milli slegla hjartans. „Hann fór til Svíþjóðar í aðgerð tveggja mánaða, í þeirri aðgerð uppgötvast gollurshúsaleysið. Hann fer síðan í aðra hjartaaðgerð fjögurra mánaða þar sem klippt var á æðahring hjá honum. Hann var síðan með fæðuhöfnun fyrstu þrjú árin og nærðist nær eingöngu í gegnum sondu.“ Þetta er aðeins brot af þeim áskorunum sem drengurinn hefur þurft að komast yfir á ævinni en hann er sjö ára í dag. Foreldrarnir hafa gert allt til þess að reyna að forða sonum sínum tveimur frá smiti. „Við höfum lagt mikið upp úr handþvotti og spritti. Þeir bræður syngja alltaf lag á meðan þeir nudda sápunni yfir allar hendur. Hér heima höfum við reynt eftir bestu getu að halda tveggja metra fjarlægð á milli okkar en það gengur misvel þar sem við báðir foreldrarnir erum smitaðir. Við höfum hingað til verið mikið fyrir knús og kúr en það er alveg hætt núna.“ Keyrðu út fyrir bæinn til að leika úti Katrín segir að þegar Eyþór greindist jákvæður hafi hún farið í próf og byrjað að búast við því að vera sjálf einnig smituð af veirunni. Það reyndist rétt. „Þetta eru ömurlegar fréttir þegar maður er ófrískur og með langveikt barn. En við reyndum að taka þessum fréttum með ró. Því það myndi ekki hjálpa strákunum okkar ef við myndum fara í kvíðakast.“ Þau höfðu öll verið nokkra daga saman heima með smituðum einstakling svo það var ekki í boði á þeim tímapunkti að fara að aðskilja fjölskyldumeðlimi. „Við vorum öll á leið í sóttkví. Það eru líka margir í kringum okkur í áhættuhóp og við vildum ekki senda þá annað. Best að hafa þá bara í sýnu umhverfi. Við erum bara hér heima og reynum að læra eitthvað á hverjum degi. Spilum spil og hér er mikið bakað. Strákunum fannst hundleiðinlegt að fá ekki að fara neitt út að leika en við fengum leyfi frá smitsjúkdómadeild að keyra þá út fyrir bæinn að leyfa þeim að leika þar sem enginn annar er. Það er nefnilega ekki hægt að hleypa þeim út fyrir hús því hér í kring eru margir krakkar úti að leika og við viljum ekki taka séns á að fleiri smitist.“ Fjölskyldan gætir þess að koma ekki við neina snertifleti á leið út í bíl, sem aðrir gætu snert. „Þessi klukkutími á dag þar sem þeir fá að leika í fersku lofti er að bjarga geðheilsu allra á heimilinu. En við gætum ekki farið með þá nema það að við foreldrarnir erum ekki fárveik.“ Katrín segir að þrátt fyrir allt hafi strákarnir það fínt miðað við aðstæður. „Þeim hundleiðist að hanga heima alla daga og dauðlangar í skólann að hitta hina krakkana. En þeir hafa þó hvorn annan til að leika við.“ Katrín er áhyggjufull þar sem hún er ófrísk og svo eiga þau hjartveikan dreng í áhættuhóp.Aðsend mynd Þakklát fyrir hvern dag Enn sem komið er hafa engin einkenni komið fram hjá bræðrunum. „En um leið og Björgvin sýnir einkenni höfum við samband við hans lækni og ákvörðun verður tekin um næstu skref.“ Katrín segist gera sitt til að koma í veg fyrir að þeir smitist líka. „Ég er þakklát á hverju kvöldi þegar dagurinn hefur liðið án þess að einkenni komi fram.“ Hún á von á þeirra þriðja barni seinna á þessu ári en reynir að hafa ekki áhyggjur af áhrifum veirunnar á meðgönguna eða barnið. „Ég hef lesið mér mikið til um áhrif veirunnar á óléttar konur og það virðist sem þær eru ekki í mikilli hættu. Daman hjá mér lætur mig líka vita reglulega af sér en hún hefur verið einstaklega dugleg við að sparka þessa dagana.“ Það er passað upp á Katrínu í mæðraverndinni þó að hún hafi ekki möguleika á að mæta í skoðun hjá sinni ljósmóður eins og venjulega. „Ég átti að fara í blóðprufu á mánudag og þurfti að hætta við hana en fékk í staðin símatíma hjá ljósmóðurinni. Við ræddum um hlutina og ætlum að vera í sambandi. Síðan fékk ég símtal á miðvikudaginn frá lækni á meðgöngudeild Landspítalans þar sem smitsjúkdómalæknir hafði látið þau vita af mér. Hún vildi heyra hvernig ég hefði það og svara þeim spurningum sem ég hafði. Hún lét mig líka vita að eftir að einangrun væri lokið og ég búin að ná mér alveg þá vilja þau fá mig í auka skoðun til að vera viss um að allt sé í lagi með dömuna.“ Katrín er á 21. viku meðgöngunnar. Hún mun fara í sérstaka skoðun á Landspítalanum þegar hún er ekki lengur með kórónuveiruna. Aðsend mynd Hræðslan mikil Katrín segir að það sé núna mikil hræðsla hjá foreldrum langveikra barna við þessari veiru. „Margir eru komnir í sjálfskipaða heimasóttkví til að reyna að sporna gegn því að börnin sín smitist. Enda geta smá flensur hjá mörgun þessara barna farið mjög illa í þau. Hvað þá ef þau fá þessa veiru. Ég skil þessa hræðslu mjög vel. Í fyrradag heyrði ég Björgvin Þór ræskja sig með smá hósta og hjartað fór á milljón vegna hræðslu. Ég sef mjög lítið á nóttunni því ég ligg bara og hlusta eftir honum. Þar sem hann er sá eini sem er með þennan vanda þá er í raun ekki hægt að segja til um hvað gæti gerst ef hann smitast. En hann gæti orðið mjög veikur. Ég í raun reyni að hugsa eins lítið og ég get til þess að hann gæti smitast því hræðslan við það er það mikil.“ Hún vil auk þess koma á framfæri innilegu þakklæti til heilbrigðisstarfsfólks hér á landi, en þau fá símtal annan hvern dag þar sem staðan á þeim er könnuð. „Við finnum vel fyrir hversu vel er haldið utan um okkur sem erum smituð og það er vel fylgst með okkur og við náum því að halda okkur rólegum. Katrín biðlar til almennings að virða sóttkví og passa vel upp á handþvott. Heildarfjöldi staðfestra tilfella kórónuveirunnar hér á landi er nú 330 þegar þetta er skrifað, samkvæmt upplýsingasíðunni covid.is. „Það er ekkert grín að smitast og hvað þá að þurfa að hafa áhyggjur ofan á það af barninu sínu sem er í áhættuhóp.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Fyrst varð ég smeik en ákvað síðan að leyfa ekki kvíða að taka yfir fyrr en veiran væri komin til landsins. Þegar hún greindist svo hér á landi hafði ég samband við lækninn hans Björgvins Þórs um hvaða varúðarráðstafanir við ættum að gera,“ segir Katrín Brynja Björgvinsdóttir móðir langveiks drengs í áhættuhópi vegna COVID-19. Bæði Katrín og eiginmaður hennar hafa nú verið greind með kórónuveiruna, hún er ófrísk og komin 21 viku á leið. „Við fylgdumst svo með hvað Barnaspítalinn gaf út fyrir foreldra veikra barna og fylgdum því. Við ákváðum svo á sunnudaginn síðasta eftir að hafa fylgst með fréttum að taka strákana úr skólanum en forsendur af því breyttust svo því greiningin kom þá um kvöldið.“ Eyþór Katrínar hafði komið veikur heim úr vinnu en þau vita ekki hvar eða hvernig hann smitaðist. „Maðurinn minn veikist á miðvikudagskvöld. Við héldum reyndar að þetta væri bara flensan þar sem hann var ekki með neinn hósta. En þar sem við eigum barn í áhættuhóp og það var opnað fyrir skráningu í strok hjá Íslenskri erfðagreiningu þá ákvað hann að panta tíma hjá þeim. Að okkur vitandi höfum við ekki umgengist neinn sem hafði verið nýkominn að utan, en hann vinnur við að fara heim til fólks svo við gátum ekki verið viss.“ Hann fór í strok á laugardagsmorgninum og allan sunnudaginn uppfærðu þau síðuna Heilsuveru aftur og aftur á meðan þau biðu eftir niðurstöðunni. Eyþór hafði haldið sig að mestu inni í herbergi frá því hann veiktist, en á sunnudeginum byrjaði Katrín að finna fyrir slappleika. „Þá héldum við enn að hann væri bara með flensuna og ég hefði þá bara smitast af honum. Ég hef sem betur fer enn sem komið er sloppið frekar vel. Hann fær svo símtal frá smitsjúkdómateymi klukkan hálf tíu á sunnudagskvöldi.“ Eyþór fór í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu og fékk niðurstöðuna á sunnudag.Vísir/Vilhelm Fór í fyrstu aðgerðina tveggja mánaða Greiningin var áfall í fyrstu og Katrín var strax mjög hrædd um áhrifin á Björgvin Þór son þeirra sem er í áhættuhópi. „Góð samskipti við læknirinn hans og sú staðreynd að börn virðast sleppa vel frá þessari veiru hefur róað mig helling. Við höfum líka verið svo lánsöm að hann er almennt séð heilsuhraustur og alls ekki pestsækinn.“ Drengurinn er hjartveikur og hefur því verið undir góðu eftirliti lækna frá fæðingu. „Hann hefur ekkert gollurshús sem er sekkurinn í kringum hjartað og vantar stóran hluta af sekknum kringum vinstra lungað hans. Hjartað og lungað liggja því alveg saman og engin vörn þar á milli.“ Aðeins tveggja daga gamall var hann greindur með VSD hjartagalla, op á milli slegla hjartans. „Hann fór til Svíþjóðar í aðgerð tveggja mánaða, í þeirri aðgerð uppgötvast gollurshúsaleysið. Hann fer síðan í aðra hjartaaðgerð fjögurra mánaða þar sem klippt var á æðahring hjá honum. Hann var síðan með fæðuhöfnun fyrstu þrjú árin og nærðist nær eingöngu í gegnum sondu.“ Þetta er aðeins brot af þeim áskorunum sem drengurinn hefur þurft að komast yfir á ævinni en hann er sjö ára í dag. Foreldrarnir hafa gert allt til þess að reyna að forða sonum sínum tveimur frá smiti. „Við höfum lagt mikið upp úr handþvotti og spritti. Þeir bræður syngja alltaf lag á meðan þeir nudda sápunni yfir allar hendur. Hér heima höfum við reynt eftir bestu getu að halda tveggja metra fjarlægð á milli okkar en það gengur misvel þar sem við báðir foreldrarnir erum smitaðir. Við höfum hingað til verið mikið fyrir knús og kúr en það er alveg hætt núna.“ Keyrðu út fyrir bæinn til að leika úti Katrín segir að þegar Eyþór greindist jákvæður hafi hún farið í próf og byrjað að búast við því að vera sjálf einnig smituð af veirunni. Það reyndist rétt. „Þetta eru ömurlegar fréttir þegar maður er ófrískur og með langveikt barn. En við reyndum að taka þessum fréttum með ró. Því það myndi ekki hjálpa strákunum okkar ef við myndum fara í kvíðakast.“ Þau höfðu öll verið nokkra daga saman heima með smituðum einstakling svo það var ekki í boði á þeim tímapunkti að fara að aðskilja fjölskyldumeðlimi. „Við vorum öll á leið í sóttkví. Það eru líka margir í kringum okkur í áhættuhóp og við vildum ekki senda þá annað. Best að hafa þá bara í sýnu umhverfi. Við erum bara hér heima og reynum að læra eitthvað á hverjum degi. Spilum spil og hér er mikið bakað. Strákunum fannst hundleiðinlegt að fá ekki að fara neitt út að leika en við fengum leyfi frá smitsjúkdómadeild að keyra þá út fyrir bæinn að leyfa þeim að leika þar sem enginn annar er. Það er nefnilega ekki hægt að hleypa þeim út fyrir hús því hér í kring eru margir krakkar úti að leika og við viljum ekki taka séns á að fleiri smitist.“ Fjölskyldan gætir þess að koma ekki við neina snertifleti á leið út í bíl, sem aðrir gætu snert. „Þessi klukkutími á dag þar sem þeir fá að leika í fersku lofti er að bjarga geðheilsu allra á heimilinu. En við gætum ekki farið með þá nema það að við foreldrarnir erum ekki fárveik.“ Katrín segir að þrátt fyrir allt hafi strákarnir það fínt miðað við aðstæður. „Þeim hundleiðist að hanga heima alla daga og dauðlangar í skólann að hitta hina krakkana. En þeir hafa þó hvorn annan til að leika við.“ Katrín er áhyggjufull þar sem hún er ófrísk og svo eiga þau hjartveikan dreng í áhættuhóp.Aðsend mynd Þakklát fyrir hvern dag Enn sem komið er hafa engin einkenni komið fram hjá bræðrunum. „En um leið og Björgvin sýnir einkenni höfum við samband við hans lækni og ákvörðun verður tekin um næstu skref.“ Katrín segist gera sitt til að koma í veg fyrir að þeir smitist líka. „Ég er þakklát á hverju kvöldi þegar dagurinn hefur liðið án þess að einkenni komi fram.“ Hún á von á þeirra þriðja barni seinna á þessu ári en reynir að hafa ekki áhyggjur af áhrifum veirunnar á meðgönguna eða barnið. „Ég hef lesið mér mikið til um áhrif veirunnar á óléttar konur og það virðist sem þær eru ekki í mikilli hættu. Daman hjá mér lætur mig líka vita reglulega af sér en hún hefur verið einstaklega dugleg við að sparka þessa dagana.“ Það er passað upp á Katrínu í mæðraverndinni þó að hún hafi ekki möguleika á að mæta í skoðun hjá sinni ljósmóður eins og venjulega. „Ég átti að fara í blóðprufu á mánudag og þurfti að hætta við hana en fékk í staðin símatíma hjá ljósmóðurinni. Við ræddum um hlutina og ætlum að vera í sambandi. Síðan fékk ég símtal á miðvikudaginn frá lækni á meðgöngudeild Landspítalans þar sem smitsjúkdómalæknir hafði látið þau vita af mér. Hún vildi heyra hvernig ég hefði það og svara þeim spurningum sem ég hafði. Hún lét mig líka vita að eftir að einangrun væri lokið og ég búin að ná mér alveg þá vilja þau fá mig í auka skoðun til að vera viss um að allt sé í lagi með dömuna.“ Katrín er á 21. viku meðgöngunnar. Hún mun fara í sérstaka skoðun á Landspítalanum þegar hún er ekki lengur með kórónuveiruna. Aðsend mynd Hræðslan mikil Katrín segir að það sé núna mikil hræðsla hjá foreldrum langveikra barna við þessari veiru. „Margir eru komnir í sjálfskipaða heimasóttkví til að reyna að sporna gegn því að börnin sín smitist. Enda geta smá flensur hjá mörgun þessara barna farið mjög illa í þau. Hvað þá ef þau fá þessa veiru. Ég skil þessa hræðslu mjög vel. Í fyrradag heyrði ég Björgvin Þór ræskja sig með smá hósta og hjartað fór á milljón vegna hræðslu. Ég sef mjög lítið á nóttunni því ég ligg bara og hlusta eftir honum. Þar sem hann er sá eini sem er með þennan vanda þá er í raun ekki hægt að segja til um hvað gæti gerst ef hann smitast. En hann gæti orðið mjög veikur. Ég í raun reyni að hugsa eins lítið og ég get til þess að hann gæti smitast því hræðslan við það er það mikil.“ Hún vil auk þess koma á framfæri innilegu þakklæti til heilbrigðisstarfsfólks hér á landi, en þau fá símtal annan hvern dag þar sem staðan á þeim er könnuð. „Við finnum vel fyrir hversu vel er haldið utan um okkur sem erum smituð og það er vel fylgst með okkur og við náum því að halda okkur rólegum. Katrín biðlar til almennings að virða sóttkví og passa vel upp á handþvott. Heildarfjöldi staðfestra tilfella kórónuveirunnar hér á landi er nú 330 þegar þetta er skrifað, samkvæmt upplýsingasíðunni covid.is. „Það er ekkert grín að smitast og hvað þá að þurfa að hafa áhyggjur ofan á það af barninu sínu sem er í áhættuhóp.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira