Leikmönnum dauðbrá á EM – Stukku nánast í fang Víðis Sindri Sverrisson skrifar 18. apríl 2020 22:00 Einhverjum leikmanna íslenska landsliðsins varð verulega bylt við þegar sprengingarnar heyrðust. VÍSIR/BÁRA „Þær voru þarna nokkrar sem nánast stukku upp í fangið á mér,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, þegar hann rifjaði upp skemmtilega sögu af Evrópumóti kvenna í fótbolta frá árinu 2017. Víðir var þá öryggisstjóri KSÍ. Hryðjuverkaógn hafði verið talsvert til umræðu í aðdraganda mótsins og það var hlutverk Víðis að útskýra fyrir leikmönnum hvað þeim bæri að gera ef hætta skapaðist. „Ég hélt heilmikinn fyrirlestur fyrir stelpurnar um hryðjuverk og viðbrögð, hvað við þyrftum að gera og hvert mitt hlutverk væri,“ sagði Víðir sem mætti sem gestur í Sportið í dag á Stöð 2 Sport í gær. „Svo vorum við búin að spila þarna einhvern leik, sem við ætlum ekkert endilega að tala um úrslitin úr, en eftir leik eru stelpurnar og við allt starfsfólkið að labba og þakka þessum fjölmörgu stuðningsmönnum sem þarna voru. Þá fóru að heyrast sprengingar. Þær voru þarna nokkrar sem nánast stukku upp í fangið á mér… Það sem var að gerast var að það voru uppblásnar klöppur á vellinum sem krakkar voru byrjaðir að sprengja, en stelpurnar voru svo vel þjálfaðar að þær voru komnar strax og biðu bara eftir að ég myndi leiða þær burt af vellinum. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Víðir og brosti. Endalaus vinna og sjálfsstjórn hjá þessu fólki Eftir að hafa farið með kvennalandsliðinu og karlalandsliðinu á stórmót síðustu ára og í fleiri ferðir kveðst hann heillaður af þeim leikmönnum og þjálfurum sem hann hefur umgengist: „Þessir karakterar í þessum afreksmannahópum okkar, og þetta gildir ábyggilega um allar íþróttir, eru rosalegir. Það er ekki að ástæðulausu að þetta fólk er komið í fremstu röð. Það eru engar tilviljanir í þessu og það er ekki þannig að þetta fólk hafi fæðst eitthvað rosalega gott í fótbolta eða handbolta. Það er bara þessi endalausa vinna og þessi endalausa sjálfsstjórn sem þetta fólk hefur sem að gerir að verkum að þetta fólk kemst þangað sem það kemst. Það er búinn að vera ótrúlegur lærdómur.“ Klippa: Sportið í dag - Víðir um hryðjuverkaógn við kvennalandsliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. KSÍ Sportið í dag Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víðir lærði af landsliðsfólkinu og nýtir sér það í dag Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist hafa lært mikið af því að fylgja íslensku landsliðunum í fótbolta í ferðalögum sem öryggisstjóri KSÍ. 18. apríl 2020 13:00 Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00 Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira
„Þær voru þarna nokkrar sem nánast stukku upp í fangið á mér,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, þegar hann rifjaði upp skemmtilega sögu af Evrópumóti kvenna í fótbolta frá árinu 2017. Víðir var þá öryggisstjóri KSÍ. Hryðjuverkaógn hafði verið talsvert til umræðu í aðdraganda mótsins og það var hlutverk Víðis að útskýra fyrir leikmönnum hvað þeim bæri að gera ef hætta skapaðist. „Ég hélt heilmikinn fyrirlestur fyrir stelpurnar um hryðjuverk og viðbrögð, hvað við þyrftum að gera og hvert mitt hlutverk væri,“ sagði Víðir sem mætti sem gestur í Sportið í dag á Stöð 2 Sport í gær. „Svo vorum við búin að spila þarna einhvern leik, sem við ætlum ekkert endilega að tala um úrslitin úr, en eftir leik eru stelpurnar og við allt starfsfólkið að labba og þakka þessum fjölmörgu stuðningsmönnum sem þarna voru. Þá fóru að heyrast sprengingar. Þær voru þarna nokkrar sem nánast stukku upp í fangið á mér… Það sem var að gerast var að það voru uppblásnar klöppur á vellinum sem krakkar voru byrjaðir að sprengja, en stelpurnar voru svo vel þjálfaðar að þær voru komnar strax og biðu bara eftir að ég myndi leiða þær burt af vellinum. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Víðir og brosti. Endalaus vinna og sjálfsstjórn hjá þessu fólki Eftir að hafa farið með kvennalandsliðinu og karlalandsliðinu á stórmót síðustu ára og í fleiri ferðir kveðst hann heillaður af þeim leikmönnum og þjálfurum sem hann hefur umgengist: „Þessir karakterar í þessum afreksmannahópum okkar, og þetta gildir ábyggilega um allar íþróttir, eru rosalegir. Það er ekki að ástæðulausu að þetta fólk er komið í fremstu röð. Það eru engar tilviljanir í þessu og það er ekki þannig að þetta fólk hafi fæðst eitthvað rosalega gott í fótbolta eða handbolta. Það er bara þessi endalausa vinna og þessi endalausa sjálfsstjórn sem þetta fólk hefur sem að gerir að verkum að þetta fólk kemst þangað sem það kemst. Það er búinn að vera ótrúlegur lærdómur.“ Klippa: Sportið í dag - Víðir um hryðjuverkaógn við kvennalandsliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
KSÍ Sportið í dag Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víðir lærði af landsliðsfólkinu og nýtir sér það í dag Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist hafa lært mikið af því að fylgja íslensku landsliðunum í fótbolta í ferðalögum sem öryggisstjóri KSÍ. 18. apríl 2020 13:00 Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00 Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira
Víðir lærði af landsliðsfólkinu og nýtir sér það í dag Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist hafa lært mikið af því að fylgja íslensku landsliðunum í fótbolta í ferðalögum sem öryggisstjóri KSÍ. 18. apríl 2020 13:00
Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00
Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46