Sex þúsund færðust í hlutastörf með mótframlagi í hruninu Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. mars 2020 13:00 Karl Sigurðsson sérfræðingur á Vinnumálastofnun. Vísir/Vilhelm „Eftir bankahrun voru hátt í 1.900 starfsmenn í skertu starfshlutfalli með mótframlag frá Vinnumálastofnun þegar mest var í mars og apríl 2009,“ segir Karl Sigurðsson sérfræðingur á Vinnumálastofnun og bætir við „Mér sýnist að allt í allt hafi um sex þúsund atvinnuleitendur eitthvað komið inn í þetta úrræði, um lengri eða skemmri tíma, en meðaltalið er tæplega ellefu hundruð í hverjum mánuði.“ Þau áform sem nú eru uppi um samninga við starfsfólk um skert starfshlutfall byggja á sambærilegu úrræði og var uppi í kjölfar bankahruns. Úrræðið kom þá í virkni strax eftir hrunið og tók gildi strax í nóvember 2008 segir Karl. Atvinnulífið, stjórnvöld og samfélagið allt rær nú öllum árum til að tryggja að sem fæstir missi starfið sitt í kjölfar kórónuveirunnar. Uppsagnir verða þó óumflýjanlegar þar sem mörg fyrirtæki sjá fram á að missa stóran hluta tekna sinna um nokkurt skeið. Atvinnulífið á Vísi fjallar um uppsagnir í dag. „Að jafnaði er starfshlutfallið nálægt 60%, skerta starfshlutfallið var hjá flestum ýmist 50% eða 75%, en einnig töluvert um að fólk væri í 60% og 80%,“ segir Karl um það hvernig úrræðið var að nýtast fólki eftir bankahrun sem fékk atvinnuleysisbætur á móti skertu starfshlutfalli. Í því frumvarpi sem nú liggur fyrir um getur fólk fengið atvinnuleysisbætur á móti því að fara niður í allt að 50% starfshlutfall. Greiðslur geta þó ekki numið hærri fjárhæð en 80% af heildarlaunum. Fórum hæst í 9,3% atvinnuleysi Í dag eru um tíu þúsund manns atvinnulausir og mælist atvinnuleysi nú það sama og var í desember árið 2008. Í gær bárust fregnir um að umsóknir um bætur hrannist inn til Vinnumálastofnunar og gert er ráð fyrir að uppsagnir fjölda starfsfólks muni hefjast strax um næstu mánaðarmót. Ef litið er til reynslunnar eftir bankahrun var toppurinn í atvinnuleysi þó ekki fyrr en nokkrum mánuðum eftir hrunið. Að sögn Karls mældist atvinnuleysi hæst 9,1% í apríl 2009 og síðan 9,3% í febrúar og mars árið 2010. Fari svo að afleiðingar kórónuveirunnar dragist á langinn má ætla að tölur um atvinnuleysi muni fara hækkandi fram á haustmánuði og vara næstu misserin. Karl segir þá hópa sem eru hvað viðkvæmastir fyrir fyrstu uppsögnum helst vera ungt fólk og fólk með erlent ríkisfang. Þetta eru þeir hópar starfsfólks sem oft lenda í fyrstu uppsögnunum. Einnig er þeim hætt við að missa fyrr vinnuna sem á einhvern hátt standa höllum fæti félagslega eða vegna skertrar starfsgetu. Karl segir að tölur um atvinnuleysi síðastnefnda hópsins séu ekki teknar saman sérstaklega en starfsfólk stofnunarinnar viti þó til þess að þessir einstaklingar eigi oft erfitt uppdráttar þegar uppsagnir eru tíðar. Enn á eftir að koma í ljós hvaða aðrir hópar verða illa úti í kjölfar uppsagna. Sjónir beinast að starfsfólki í ferðaþjónustu en almennt fara línur ekki að skýrast um kyn, aldur, menntun eða aðrar bakgrunnsupplýsingar fyrr en birtingarmynd afleiðinga kórónuveirunnar er orðin skýrari segir Karl. Vinnumarkaður Hrunið Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00 Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
„Eftir bankahrun voru hátt í 1.900 starfsmenn í skertu starfshlutfalli með mótframlag frá Vinnumálastofnun þegar mest var í mars og apríl 2009,“ segir Karl Sigurðsson sérfræðingur á Vinnumálastofnun og bætir við „Mér sýnist að allt í allt hafi um sex þúsund atvinnuleitendur eitthvað komið inn í þetta úrræði, um lengri eða skemmri tíma, en meðaltalið er tæplega ellefu hundruð í hverjum mánuði.“ Þau áform sem nú eru uppi um samninga við starfsfólk um skert starfshlutfall byggja á sambærilegu úrræði og var uppi í kjölfar bankahruns. Úrræðið kom þá í virkni strax eftir hrunið og tók gildi strax í nóvember 2008 segir Karl. Atvinnulífið, stjórnvöld og samfélagið allt rær nú öllum árum til að tryggja að sem fæstir missi starfið sitt í kjölfar kórónuveirunnar. Uppsagnir verða þó óumflýjanlegar þar sem mörg fyrirtæki sjá fram á að missa stóran hluta tekna sinna um nokkurt skeið. Atvinnulífið á Vísi fjallar um uppsagnir í dag. „Að jafnaði er starfshlutfallið nálægt 60%, skerta starfshlutfallið var hjá flestum ýmist 50% eða 75%, en einnig töluvert um að fólk væri í 60% og 80%,“ segir Karl um það hvernig úrræðið var að nýtast fólki eftir bankahrun sem fékk atvinnuleysisbætur á móti skertu starfshlutfalli. Í því frumvarpi sem nú liggur fyrir um getur fólk fengið atvinnuleysisbætur á móti því að fara niður í allt að 50% starfshlutfall. Greiðslur geta þó ekki numið hærri fjárhæð en 80% af heildarlaunum. Fórum hæst í 9,3% atvinnuleysi Í dag eru um tíu þúsund manns atvinnulausir og mælist atvinnuleysi nú það sama og var í desember árið 2008. Í gær bárust fregnir um að umsóknir um bætur hrannist inn til Vinnumálastofnunar og gert er ráð fyrir að uppsagnir fjölda starfsfólks muni hefjast strax um næstu mánaðarmót. Ef litið er til reynslunnar eftir bankahrun var toppurinn í atvinnuleysi þó ekki fyrr en nokkrum mánuðum eftir hrunið. Að sögn Karls mældist atvinnuleysi hæst 9,1% í apríl 2009 og síðan 9,3% í febrúar og mars árið 2010. Fari svo að afleiðingar kórónuveirunnar dragist á langinn má ætla að tölur um atvinnuleysi muni fara hækkandi fram á haustmánuði og vara næstu misserin. Karl segir þá hópa sem eru hvað viðkvæmastir fyrir fyrstu uppsögnum helst vera ungt fólk og fólk með erlent ríkisfang. Þetta eru þeir hópar starfsfólks sem oft lenda í fyrstu uppsögnunum. Einnig er þeim hætt við að missa fyrr vinnuna sem á einhvern hátt standa höllum fæti félagslega eða vegna skertrar starfsgetu. Karl segir að tölur um atvinnuleysi síðastnefnda hópsins séu ekki teknar saman sérstaklega en starfsfólk stofnunarinnar viti þó til þess að þessir einstaklingar eigi oft erfitt uppdráttar þegar uppsagnir eru tíðar. Enn á eftir að koma í ljós hvaða aðrir hópar verða illa úti í kjölfar uppsagna. Sjónir beinast að starfsfólki í ferðaþjónustu en almennt fara línur ekki að skýrast um kyn, aldur, menntun eða aðrar bakgrunnsupplýsingar fyrr en birtingarmynd afleiðinga kórónuveirunnar er orðin skýrari segir Karl.
Vinnumarkaður Hrunið Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00 Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00
Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00