Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2020 13:50 AP/Mary Altaffer Öll viðskipti á bandarískum mörkuðum voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur, skömmu eftir að markaðir opnuðu í morgun. Um sjálfvirkt viðbragð við mikilli lækkun vísitala er að ræða en Dow vísitalan lækkaði um 2.250 stig eða 9,7 prósent áður en viðskiptin voru stöðvuð. Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði í gær stýrivexti sína niður í næstum ekkert og hét 700 milljarða dala innspýtingu í bandarískt efnahagslíf, um 95 þúsund milljarða króna, vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. Markmiðið var að draga úr áhrifum faraldursins á markaði en mikil lækkun hefur átt sér stað á verðbréfamörkuðum um heim allan á undanförnum dögum. Sjá einnig: Rauðar tölur í Kauphöllinni við opnun markaða Það sama var á teningnum fyrir viku síðan og þá voru viðskipti einnig stöðvuð. Það var þá í fyrsta sinn frá hruninu 2008. BREAKING: Dow plunges 2,250 points, 9.7%, as more of US economy shuts down because of coronavirus outbreak. Trading temporarily halted. https://t.co/1UKiBHyIzV— The Associated Press (@AP) March 16, 2020 Viðskipti voru einnig stöðvuð skömmu eftir opnun í brasilíu. Þá varð einnig mikil lækkun á mörkuðum í Asíu og í Evrópu í morgun. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar lækkuðu vísitölur í Evrópu og í Asíu um allt að tíu prósent og verð hráolíu sömuleiðis. Leiðtogar G7 ríkjanna munu ræða saman í dag um stöðuna og fjármálaráðherrar Evrópu eiga sömuleiðis í viðræðum um það hvernig grípa má til aðgerða og hjálpa efnahagskerfum í gegnum þessa erfiðu tíma. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Öll viðskipti á bandarískum mörkuðum voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur, skömmu eftir að markaðir opnuðu í morgun. Um sjálfvirkt viðbragð við mikilli lækkun vísitala er að ræða en Dow vísitalan lækkaði um 2.250 stig eða 9,7 prósent áður en viðskiptin voru stöðvuð. Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði í gær stýrivexti sína niður í næstum ekkert og hét 700 milljarða dala innspýtingu í bandarískt efnahagslíf, um 95 þúsund milljarða króna, vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. Markmiðið var að draga úr áhrifum faraldursins á markaði en mikil lækkun hefur átt sér stað á verðbréfamörkuðum um heim allan á undanförnum dögum. Sjá einnig: Rauðar tölur í Kauphöllinni við opnun markaða Það sama var á teningnum fyrir viku síðan og þá voru viðskipti einnig stöðvuð. Það var þá í fyrsta sinn frá hruninu 2008. BREAKING: Dow plunges 2,250 points, 9.7%, as more of US economy shuts down because of coronavirus outbreak. Trading temporarily halted. https://t.co/1UKiBHyIzV— The Associated Press (@AP) March 16, 2020 Viðskipti voru einnig stöðvuð skömmu eftir opnun í brasilíu. Þá varð einnig mikil lækkun á mörkuðum í Asíu og í Evrópu í morgun. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar lækkuðu vísitölur í Evrópu og í Asíu um allt að tíu prósent og verð hráolíu sömuleiðis. Leiðtogar G7 ríkjanna munu ræða saman í dag um stöðuna og fjármálaráðherrar Evrópu eiga sömuleiðis í viðræðum um það hvernig grípa má til aðgerða og hjálpa efnahagskerfum í gegnum þessa erfiðu tíma.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent