Palli fimmtugur í dag: „Þetta mun ekki vara að eilífu og mun líða hjá“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. mars 2020 13:33 Páll Óskar er fimmtugur í dag. „Ég er alltaf hress og ég veit að þetta er enginn heimsendir,“ segir afmælisbarnið Páll Óskar Hjálmtýsson sem er fimmtugur í dag. Hann viðurkennir að afmælisdagurinn sé töluvert öðruvísi en þeir 49 á undan en lítur samt sem áður björtum augum á næstu mánuði. Eins og alþjóð veit er samkomubann á Íslandi og hófst það á miðnætti. Er það gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. „Þetta mun ekki vara að eilífu og mun líða hjá og bara spurning hvernig þú dílar við þennan tíma. Ég er bara í góðu yfirlæti heima hjá mér og mun nýta tímann til að skapa og semja fleiri lög.“ Palli er strax farinn að taka til í geymslunni, raða gömlum ljósmyndum í albúm og flokka kvikmyndasafn sitt upp á nýtt. „Í dag ætla ég að fara vel með mig og hafa það næs. Ég ætla að fara í líkamsrækt og hrista í mér blóðið, þó sumir séu hættir að fara í ræktina. Svo í kvöld mun ég gera mig huggulegan fyrir afmælisdinner með fjölskyldunni.“ Páll Óskar ætlaði sér að halda afmælistónleika í Háskólabíó í mars og var lítið mál að færa þrenna uppselda tónleika fram í september. „Það halda allir sínum miðum og sömu sætum en tónleikarnir verða 10., 11. og 12. september. Sumir þurftu að fá endurgreitt þar sem þeir verða erlendis á þessum tíma og það er lítið mál,“ segir Palli sem mun nýta næstu daga og vikur til að semja tónlist. Páll Óskar gerði upp ferlinn sinn og líf í Einkalífinu í nóvember 2018 og má horfa á þann þátt hér að neðan. Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Sjá meira
„Ég er alltaf hress og ég veit að þetta er enginn heimsendir,“ segir afmælisbarnið Páll Óskar Hjálmtýsson sem er fimmtugur í dag. Hann viðurkennir að afmælisdagurinn sé töluvert öðruvísi en þeir 49 á undan en lítur samt sem áður björtum augum á næstu mánuði. Eins og alþjóð veit er samkomubann á Íslandi og hófst það á miðnætti. Er það gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. „Þetta mun ekki vara að eilífu og mun líða hjá og bara spurning hvernig þú dílar við þennan tíma. Ég er bara í góðu yfirlæti heima hjá mér og mun nýta tímann til að skapa og semja fleiri lög.“ Palli er strax farinn að taka til í geymslunni, raða gömlum ljósmyndum í albúm og flokka kvikmyndasafn sitt upp á nýtt. „Í dag ætla ég að fara vel með mig og hafa það næs. Ég ætla að fara í líkamsrækt og hrista í mér blóðið, þó sumir séu hættir að fara í ræktina. Svo í kvöld mun ég gera mig huggulegan fyrir afmælisdinner með fjölskyldunni.“ Páll Óskar ætlaði sér að halda afmælistónleika í Háskólabíó í mars og var lítið mál að færa þrenna uppselda tónleika fram í september. „Það halda allir sínum miðum og sömu sætum en tónleikarnir verða 10., 11. og 12. september. Sumir þurftu að fá endurgreitt þar sem þeir verða erlendis á þessum tíma og það er lítið mál,“ segir Palli sem mun nýta næstu daga og vikur til að semja tónlist. Páll Óskar gerði upp ferlinn sinn og líf í Einkalífinu í nóvember 2018 og má horfa á þann þátt hér að neðan.
Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Sjá meira