Lewis Hamilton heiðraður á nýju ári Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2020 18:31 Sir Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistar í Formúlu 1. EPA-EFE/Giuseppe Cacace / Pool Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, verður Sir Lewis Hamilton á nýju ári. Hamilton hefur átt ótrúlegt ár í Formúlu 1. Hann jafnaði og tók fram úr Michael Schumacher varðandi sigra í F11. Þá jafnaði hann met Þjóðverjans en þeir hafa nú báðir sjö sinnum orðið heimsmeistarar í íþróttinni. Hinn 35 ára gamli Hamilton var einnig duglegur að nýta rödd sína og láta í sér heyra varðandi málefni litaðra, bæði í Formúlu 1 sem og Bandaríkjunum. Margt íþróttafólk hefur stigið upp á árinu og nýtt stöðu sína til að benda á það óréttlæti sem enn á sér stað árið 2020. Hamilton heldur áfram að bæta í safnið á nýju ári en hann verður heiðraður af breska ríkinu í upphafi árs 2021 og mun hljóta nafnbótina „Sir“ fyrir framan nafn sitt. Verður hann fjórði F1 ökumaðurinn sem hlýtur þann heiður. Congratulations, Sir Lewis!Lewis Hamilton has been awarded a knighthood in the latest UK Honours list https://t.co/D8amm4hOeQ— Formula 1 (@F1) December 30, 2020 Var þetta staðfest í gær, miðvikudaginn 30. desember. Stefano Domenicali, forstjóri F1, óskaði Hamilton til hamingju, sagði hann hafa gífurleg áhrif innan sem utan bíls og að það sem hann hefði áorkað á árinu væri stórfenglegt. Hann bætti við að Hamilton ætti nafnbótina skilið og gæti ekki beðið eftir að sjá meira frá honum á næsta ári. Formúla Bretland Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Hamilton hefur átt ótrúlegt ár í Formúlu 1. Hann jafnaði og tók fram úr Michael Schumacher varðandi sigra í F11. Þá jafnaði hann met Þjóðverjans en þeir hafa nú báðir sjö sinnum orðið heimsmeistarar í íþróttinni. Hinn 35 ára gamli Hamilton var einnig duglegur að nýta rödd sína og láta í sér heyra varðandi málefni litaðra, bæði í Formúlu 1 sem og Bandaríkjunum. Margt íþróttafólk hefur stigið upp á árinu og nýtt stöðu sína til að benda á það óréttlæti sem enn á sér stað árið 2020. Hamilton heldur áfram að bæta í safnið á nýju ári en hann verður heiðraður af breska ríkinu í upphafi árs 2021 og mun hljóta nafnbótina „Sir“ fyrir framan nafn sitt. Verður hann fjórði F1 ökumaðurinn sem hlýtur þann heiður. Congratulations, Sir Lewis!Lewis Hamilton has been awarded a knighthood in the latest UK Honours list https://t.co/D8amm4hOeQ— Formula 1 (@F1) December 30, 2020 Var þetta staðfest í gær, miðvikudaginn 30. desember. Stefano Domenicali, forstjóri F1, óskaði Hamilton til hamingju, sagði hann hafa gífurleg áhrif innan sem utan bíls og að það sem hann hefði áorkað á árinu væri stórfenglegt. Hann bætti við að Hamilton ætti nafnbótina skilið og gæti ekki beðið eftir að sjá meira frá honum á næsta ári.
Formúla Bretland Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira