PSG staðfestir brottrekstur Tuchel Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. desember 2020 10:46 PSG staðfesti loks brottrekstur Thomas Tuchel í dag. EPA-EFE/Guillaume Horcajuelo Franska knattspyrnuliðið Paris Saint-Germain hefur loks staðfest brottrekstur sinn Thomas Tuchel, þýska þjálfara liðsins, sem var rekinn á dögunum eftir tvö og hálft ár við stjórnvölin. Tuchel var rekinn sem þjálfari Paris Saint-Germain eftir sigur liðsins á Strasbourg á miðvikudaginn var. Brottrekstur hans var hins vegar ekki staðfestur fyrr en í dag. Staðfesti PSG þetta á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. Communiqué du club— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) December 29, 2020 „Ég vill þakka Thomas Tuchel og starfsliði hans fyrir allt sem það gerði hjá félaginu. Thomas lagði mikla orku og ástríðu í vinnu sína hjá félaginu og auðvitað verður hans minnst fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingu forseta félagsins, Nasser Al-Khelaifi. Aðeins fjórir mánuðir eru síðan Tuchel stýrði liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem tapaðist 1-0 gegn þýska stórveldinu Bayern München. PSG fór illa af stað í frönsku deildinni eftir stutt sumarfrí og er sem stendur stigi á eftir bæði Lyon og Lille. Svo virðist sem það hafi kostað hann starfið. Alls vann hinn 47 ára gamli Tuchel sex titla á tíma sínum hjá PSG en hann tók við sumarið 2018. Þar áður stýrði hann Borussia Dortmund og Mainz í Þýskalandi. PSG announce the sacking of manager Thomas Tuchel, with Mauricio Pochettino reportedly lined up to replace him pic.twitter.com/tlCrLB0dPC— B/R Football (@brfootball) December 29, 2020 Mauricio Pochettino ku vera næsti þjálfari PSG en Argentínumaðurinn lék með félaginu á sínum tíma og er í miklum metum hjá forráðamönnum Parísarliðsins. Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Tuchel rekinn frá PSG - Pochettino að taka við? Thomas Tuchel hefur verið rekinn úr stjórastól franska stórveldisins PSG eftir dapurt gengi í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liðið er þó í þriðja sæti, stigi á eftir toppliði Lyon, en það þykir allt annað en ásættanlegt í höfuðborginni. 24. desember 2020 12:00 Neymar leiðréttir misskilning: Bara 150 manna áramótaveisla Neymar vill taka á móti nýju ári í hópi góðra vina og hann á nóg af þeim eins og dæmin hafa sýnt. 29. desember 2020 10:30 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sjá meira
Tuchel var rekinn sem þjálfari Paris Saint-Germain eftir sigur liðsins á Strasbourg á miðvikudaginn var. Brottrekstur hans var hins vegar ekki staðfestur fyrr en í dag. Staðfesti PSG þetta á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. Communiqué du club— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) December 29, 2020 „Ég vill þakka Thomas Tuchel og starfsliði hans fyrir allt sem það gerði hjá félaginu. Thomas lagði mikla orku og ástríðu í vinnu sína hjá félaginu og auðvitað verður hans minnst fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingu forseta félagsins, Nasser Al-Khelaifi. Aðeins fjórir mánuðir eru síðan Tuchel stýrði liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem tapaðist 1-0 gegn þýska stórveldinu Bayern München. PSG fór illa af stað í frönsku deildinni eftir stutt sumarfrí og er sem stendur stigi á eftir bæði Lyon og Lille. Svo virðist sem það hafi kostað hann starfið. Alls vann hinn 47 ára gamli Tuchel sex titla á tíma sínum hjá PSG en hann tók við sumarið 2018. Þar áður stýrði hann Borussia Dortmund og Mainz í Þýskalandi. PSG announce the sacking of manager Thomas Tuchel, with Mauricio Pochettino reportedly lined up to replace him pic.twitter.com/tlCrLB0dPC— B/R Football (@brfootball) December 29, 2020 Mauricio Pochettino ku vera næsti þjálfari PSG en Argentínumaðurinn lék með félaginu á sínum tíma og er í miklum metum hjá forráðamönnum Parísarliðsins.
Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Tuchel rekinn frá PSG - Pochettino að taka við? Thomas Tuchel hefur verið rekinn úr stjórastól franska stórveldisins PSG eftir dapurt gengi í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liðið er þó í þriðja sæti, stigi á eftir toppliði Lyon, en það þykir allt annað en ásættanlegt í höfuðborginni. 24. desember 2020 12:00 Neymar leiðréttir misskilning: Bara 150 manna áramótaveisla Neymar vill taka á móti nýju ári í hópi góðra vina og hann á nóg af þeim eins og dæmin hafa sýnt. 29. desember 2020 10:30 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sjá meira
Tuchel rekinn frá PSG - Pochettino að taka við? Thomas Tuchel hefur verið rekinn úr stjórastól franska stórveldisins PSG eftir dapurt gengi í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liðið er þó í þriðja sæti, stigi á eftir toppliði Lyon, en það þykir allt annað en ásættanlegt í höfuðborginni. 24. desember 2020 12:00
Neymar leiðréttir misskilning: Bara 150 manna áramótaveisla Neymar vill taka á móti nýju ári í hópi góðra vina og hann á nóg af þeim eins og dæmin hafa sýnt. 29. desember 2020 10:30