Það er óhætt að segja að leikmenn geti ekki átt mikið verri vikur en NFL-leikmaðurinn Dwayne Haskins átti síðustu daga.
Það fór hreinlega úr illu í verra í enn verra hjá þessum 23 ára gamla leikmanni.
Vandræðin byrjuðu þegar Dwayne Haskins braut sóttvarnarreglur. Hann var myndaður grímulaus í partýi.
Washington has released Dwayne Haskins, per @RapSheet, @TomPelissero pic.twitter.com/7ozyN2Hq1Q
— Bleacher Report (@BleacherReport) December 28, 2020
Haskins fékk í kjölfarið 40 þúsund dollara sekt eða sekt upp á fimm milljón íslenskra krónur. Hasking missti einnig fyrirliðastöðu sína hjá Washington Football Team.
Í leik liðsins um helgina þá spilaði Dwayne Haskins það illa að hann var settur á bekkinn í miðjum leik sem er stór ákvörðun þegar kemur að leikstjórnendum í ameríska fótboltanum.
Eftir leikinn tilkynnti þjálfari Washington Football Team að Haskins myndi ekki byrja í næsta leik og vikan endaði síðan á því að félagið sagði upp samningi leikmannsins.
Washington Football Team eyddi fimmtánda valrétti í Dwayne Haskins árið 2019 og hann átti að verða framtíðarleikstjórnandi liðsins.
Það hefur ekki gengið eftir. Dwayne Haskins hefur kastað boltanum oftar frá sér (14) en hann hefur gefið snertimarkssendingar (12) og liðið hefur aðeins unnið þrjá af þrettán leikjum hans í byrjunarliðinu.
Dwayne Haskins must realize- Playing in the #NFL is a reward, it s not a right. pic.twitter.com/t5h6OpMgJZ
— Emmanuel Acho (@EmmanuelAcho) December 28, 2020