Sér ekki fyrir sér að fólk vilji kveðja þetta ár með mínútu þögn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 21:14 Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, ræddi flugeldasölu í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vísir Samdráttur hefur verið í sölu á flugeldum hjá björgunarsveitum en sala rótarskota hefur „aðeins mildað höggið“ að sögn formanns Landsbjargar. Undanfarin ár hefur umræða um neikvæð umhverfisáhrif flugelda farið vaxandi en flugeldasalan hefur jafnan verið mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna. Hann segir Landsbjörg og björgunarsveitirnar ekki vera sérstaka talsmenn flugeldasölu heldur snúist sala þeirra fyrst og fremst um að fjármagna reksturinn. Hann kveðst ekki vilja stóla um of á fjárframlög frá ríkinu. „Við höfum verið að fylgja bæði íslenskum og evrópskum reglugerðum þar að lútandi, um flugelda, og höfum í rauninni passað okkur á því að vera frekar á undan heldur en á eftir með því að uppfylla þau skilyrði,“ sagði Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við erum í rauninni með okkar eigin sér vottun á okkar flugeldum og við eigum okkar uppskriftir og pössum okkur á því mjög vel að þessu sé öllu mjög vel fylgt. Og sömuleiðis höfum við verið að reyna að draga úr til dæmis plastnotkun sem snýr að flugeldum og flugeldasölu sömuleiðis og verið að leita allra leiða til þess að minnka möguleg umhverfisáhrif af þessari fjáröflun okkar, þessari gríðarlega mikilvægu fjáröflun okkar, eins mikið og við mögulega getum,“ segir Þór. Rótarskotin svokölluðu hafa jafnframt komið inn sem viðbót við flugeldasöluna en þetta er þriðja árið í röð sem rótarskotin verða til sölu hjá björgunarsveitunum. „Hins vegar þá er það þannig að rótarskotin koma aldrei í staðinn fyrir flugelda, þau eru hins vegar hafa nýst okkur á ákveðinn hátt til þess að milda höggið. Eða það er að segja, það hefur verið undanfarið frekar samdráttur í sölu á flugeldum en þarna hafa rótarskotin komið inn til að milda svolítið þau áhrif,“ útskýrir Þór. Hann kveðst ekki gera sér grein fyrir því á þessum tímapunkti hver staðan verði í ár, hvort sala muni dragast saman áfram. „Ég þori ekki að tjá mig neitt um það en hins vegar þá trúi ég því að fólk sé ekki tilbúið til að kveðja þetta ár með einhverri mínútu þögn.“ Í ljósi neikvæðra umhverfisáhrifa af völdum flugelda hefur staðið til að gera breytingar á reglugerð til að stemma stigu við þeim neikvæðu áhrifum með það að markmiði að draga úr notkun flugelda. „Við höfum áhyggjur af þessu líka, það eru drög að reglugerð, breytingum á reglugerð, um sölu skotelda fyrirhuguð sem að kom fram í byrjun desember minnir mig, þar sem að það er lagt til að söludögum yrði fækkað úr tíu og niður í þrjá. Sem betur fer þá kom það ekki til núna en við höfum líka áhyggjur af því að það muni koma til seinna,“ segir Þór. Ekki talsmenn flugeldasölu „Ég vil líka nefna það að við erum ekkert í sjálfu sér, Slysavarnafélagið Landsbjörg og aðildareiningar þess félags eru ekki talsmenn flugeldasölu. Við erum hins vegar fyrst og fremst að fjármagna okkar rekstur með þessari fjáröflun,“ segir Þór. Umræða hefur verið uppi um það að björgunarsveitirnar myndu þurfa á mun meiri ríkisstuðningi að halda ef flugeldasölunnar myndi ekki njóta við. „Vissulega gæti ég alveg fagnað tvöföldu eða þreföldu ríkisframlagi til okkar samtaka án þess að það myndi nokkurn tíman einhvernveginn höggva eða skerða það frelsi sem við höfum. En hins vegar þá viljum við fyrst og fremst í rauninni þurfa sjálf að hafa svolítið fyrir okkar fjáröflun, þannig að við séum miklu frekar háð velvilja almennings heldur en velvilja stjórnvalda í okkar starfsemi,“ útskýrir Þór. Flugeldar Áramót Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Hann segir Landsbjörg og björgunarsveitirnar ekki vera sérstaka talsmenn flugeldasölu heldur snúist sala þeirra fyrst og fremst um að fjármagna reksturinn. Hann kveðst ekki vilja stóla um of á fjárframlög frá ríkinu. „Við höfum verið að fylgja bæði íslenskum og evrópskum reglugerðum þar að lútandi, um flugelda, og höfum í rauninni passað okkur á því að vera frekar á undan heldur en á eftir með því að uppfylla þau skilyrði,“ sagði Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við erum í rauninni með okkar eigin sér vottun á okkar flugeldum og við eigum okkar uppskriftir og pössum okkur á því mjög vel að þessu sé öllu mjög vel fylgt. Og sömuleiðis höfum við verið að reyna að draga úr til dæmis plastnotkun sem snýr að flugeldum og flugeldasölu sömuleiðis og verið að leita allra leiða til þess að minnka möguleg umhverfisáhrif af þessari fjáröflun okkar, þessari gríðarlega mikilvægu fjáröflun okkar, eins mikið og við mögulega getum,“ segir Þór. Rótarskotin svokölluðu hafa jafnframt komið inn sem viðbót við flugeldasöluna en þetta er þriðja árið í röð sem rótarskotin verða til sölu hjá björgunarsveitunum. „Hins vegar þá er það þannig að rótarskotin koma aldrei í staðinn fyrir flugelda, þau eru hins vegar hafa nýst okkur á ákveðinn hátt til þess að milda höggið. Eða það er að segja, það hefur verið undanfarið frekar samdráttur í sölu á flugeldum en þarna hafa rótarskotin komið inn til að milda svolítið þau áhrif,“ útskýrir Þór. Hann kveðst ekki gera sér grein fyrir því á þessum tímapunkti hver staðan verði í ár, hvort sala muni dragast saman áfram. „Ég þori ekki að tjá mig neitt um það en hins vegar þá trúi ég því að fólk sé ekki tilbúið til að kveðja þetta ár með einhverri mínútu þögn.“ Í ljósi neikvæðra umhverfisáhrifa af völdum flugelda hefur staðið til að gera breytingar á reglugerð til að stemma stigu við þeim neikvæðu áhrifum með það að markmiði að draga úr notkun flugelda. „Við höfum áhyggjur af þessu líka, það eru drög að reglugerð, breytingum á reglugerð, um sölu skotelda fyrirhuguð sem að kom fram í byrjun desember minnir mig, þar sem að það er lagt til að söludögum yrði fækkað úr tíu og niður í þrjá. Sem betur fer þá kom það ekki til núna en við höfum líka áhyggjur af því að það muni koma til seinna,“ segir Þór. Ekki talsmenn flugeldasölu „Ég vil líka nefna það að við erum ekkert í sjálfu sér, Slysavarnafélagið Landsbjörg og aðildareiningar þess félags eru ekki talsmenn flugeldasölu. Við erum hins vegar fyrst og fremst að fjármagna okkar rekstur með þessari fjáröflun,“ segir Þór. Umræða hefur verið uppi um það að björgunarsveitirnar myndu þurfa á mun meiri ríkisstuðningi að halda ef flugeldasölunnar myndi ekki njóta við. „Vissulega gæti ég alveg fagnað tvöföldu eða þreföldu ríkisframlagi til okkar samtaka án þess að það myndi nokkurn tíman einhvernveginn höggva eða skerða það frelsi sem við höfum. En hins vegar þá viljum við fyrst og fremst í rauninni þurfa sjálf að hafa svolítið fyrir okkar fjáröflun, þannig að við séum miklu frekar háð velvilja almennings heldur en velvilja stjórnvalda í okkar starfsemi,“ útskýrir Þór.
Flugeldar Áramót Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira