Costa vill rifta samningi sínum hjá Atlético Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2020 22:01 Costa vill fara frá Atlético í janúar. EPA-EFE/RODRIGO JIMENEZ Diego Costa, framherji Atlético Madrid, vill rifta samningi sínum nú í janúar en samningurinn á að renna út næsta sumar. Hinn 32 ára gamli spænski framherji – sem ættaður er frá Brasilíu - rennur út á samning hjá Atlético Madrid næsta sumar. Hann hefur hins vegar ekki áhuga á að vera hjá félaginu svo lengi. Costa gekk aftur í raðir Atlético árið 2018 eftir þrjú ár hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea en hann er goðsögn í Madríd eftir veru sína hjá félaginu frá 2010 til 2014. Síðan hann gekk aftur í raðir Atlético hefur hann ekki náð að sýna sitt rétta andlit og hefur nú óskað eftir því að fá samningi sínum rift svo hann geti fundið sér nýtt félag í janúar. Frá þessu er greint á knattspyrnuvefnum Goal.com í dag. Costa hefur aðeins komið við sögu í sjö leikjum hjá Atlético í spænsku úrvalsdeildinni í vetur og skorað tvö mörk. Liðinu hefur gengið vel og því hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá Diego Simeone, þjálfara liðsins. Þá hefur framherjinn einnig verið að glíma við meiðsli. Diego Costa has asked Atletico Madrid to terminate his contract in January, Goal can confirm.Costa's deal expires in the summer but he has been given permission to miss training and could be allowed to leave for free.Who should sign him? pic.twitter.com/KYSmM1INm3— Goal (@goal) December 28, 2020 Þar sem Evrópumótið er handan við hornið vill Costa eflaust reyna spila sig inn í landsliðshóp Spánar og því hefur hann óskað eftir því að samningi sínum verði rift. Hver nákvæmlega hann myndi fara er óvíst en hann hefur til að mynda leikið með Real Valladolid, Rayo Vallecano og Celta Vigo á Spáni sem og Braga í Portúgal. Alls hefur Costa leikið 24 landsleiki fyrir A-landslið Spánar og skorað í þeim tíu mörk. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira
Hinn 32 ára gamli spænski framherji – sem ættaður er frá Brasilíu - rennur út á samning hjá Atlético Madrid næsta sumar. Hann hefur hins vegar ekki áhuga á að vera hjá félaginu svo lengi. Costa gekk aftur í raðir Atlético árið 2018 eftir þrjú ár hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea en hann er goðsögn í Madríd eftir veru sína hjá félaginu frá 2010 til 2014. Síðan hann gekk aftur í raðir Atlético hefur hann ekki náð að sýna sitt rétta andlit og hefur nú óskað eftir því að fá samningi sínum rift svo hann geti fundið sér nýtt félag í janúar. Frá þessu er greint á knattspyrnuvefnum Goal.com í dag. Costa hefur aðeins komið við sögu í sjö leikjum hjá Atlético í spænsku úrvalsdeildinni í vetur og skorað tvö mörk. Liðinu hefur gengið vel og því hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá Diego Simeone, þjálfara liðsins. Þá hefur framherjinn einnig verið að glíma við meiðsli. Diego Costa has asked Atletico Madrid to terminate his contract in January, Goal can confirm.Costa's deal expires in the summer but he has been given permission to miss training and could be allowed to leave for free.Who should sign him? pic.twitter.com/KYSmM1INm3— Goal (@goal) December 28, 2020 Þar sem Evrópumótið er handan við hornið vill Costa eflaust reyna spila sig inn í landsliðshóp Spánar og því hefur hann óskað eftir því að samningi sínum verði rift. Hver nákvæmlega hann myndi fara er óvíst en hann hefur til að mynda leikið með Real Valladolid, Rayo Vallecano og Celta Vigo á Spáni sem og Braga í Portúgal. Alls hefur Costa leikið 24 landsleiki fyrir A-landslið Spánar og skorað í þeim tíu mörk. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira