Ronaldo gaf Lewandowski verðlaunin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 09:00 Cristiano Ronaldo á ferðinni í leik með Juventus. Getty/Nicolò Campo Cristiano Ronaldo var valinn leikmaður aldarinnar á Globe Soccer verðlaunahátíðinni í Dúbaí í gærkvöldi en Portúgalinn fékk líka önnur verðlaun sem hann ákvað að gefa frá sér. Cristiano Ronaldo hafði betur í baráttunni við Lionel Messi þegar kosið var um hver væri besti fótboltamaður áratugarins 2001 til 2020. Ronaldo og Messi hafa barist um einstaklingsverðlaunin nær allan þennan tíma. Ronaldo var auðvitað mjög sáttur við að fá þau verðlaun en það voru önnur verðlaun sem hann átti að fá líka en taldi sig ekki eiga skilið. Ronaldo and his agent Jorge Mendes believed it was 'unfair' that he had won, so they gave the award to Lewandowski An incredible gesture from the GOAT https://t.co/QFPVWxv3GR— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 27, 2020 Ronaldo var líka kosinn besti leikmaður ársins 2020 en ákvað að gefa þau Pólverjanum Robert Lewandowski. Ítalska blaðið Tuttosport slær þessu upp. Ronaldo og umboðsmaður hans, Jorge Mendes, töldu að Lewandowski ætti þau frekar skilið en aðeins vinsældir Cristiano Ronaldo hafi skilað honum efsta sætinu í kosningunni. Lewandowski var á dögunum kosinn besti leikmaður ársins hjá FIFA. Hann hjálpaði Bayern München að vinna þrennuna tímabilið 2019-20 og skoraði alls 55 mörk í öllum keppnum fyrir Bayern á árinu 2020. #GlobeSoccerAwards, non solo #CristianoRonaldo: tutti i premiati https://t.co/76ocnMkh7Q— Tuttosport (@tuttosport) December 27, 2020 „Ég hef spilað marga leiki og skorað mörg mörk á tuttugu árum mínum í atvinnumennsku. Ég vissi ekki að ég ætti eftir að slá eitt met í viðbót. Það er ánægjulegt að heyra um met. Ég hef afrekað þetta allt saman en aðeins af því að ég hafði góða liðsfélaga og var hluti af góðum liðum,“ sagði Ronaldo sem fagnaði þessum flottu verðlaunum. „Þetta er stórkostlegt afrek og hvetur mig til að halda áfram. Það er mikill heiður að vera kosinn sá besti. Ég vona að þetta ástand í heiminum heyri sögunni á næsta ári svo við getum farið að njóta lífsins á ný. Ég vonast líka til að spila áfram í nokkur ár í viðbót,“ sagði Ronaldo. Meistaradeild Evrópu Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Cristiano Ronaldo hafði betur í baráttunni við Lionel Messi þegar kosið var um hver væri besti fótboltamaður áratugarins 2001 til 2020. Ronaldo og Messi hafa barist um einstaklingsverðlaunin nær allan þennan tíma. Ronaldo var auðvitað mjög sáttur við að fá þau verðlaun en það voru önnur verðlaun sem hann átti að fá líka en taldi sig ekki eiga skilið. Ronaldo and his agent Jorge Mendes believed it was 'unfair' that he had won, so they gave the award to Lewandowski An incredible gesture from the GOAT https://t.co/QFPVWxv3GR— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 27, 2020 Ronaldo var líka kosinn besti leikmaður ársins 2020 en ákvað að gefa þau Pólverjanum Robert Lewandowski. Ítalska blaðið Tuttosport slær þessu upp. Ronaldo og umboðsmaður hans, Jorge Mendes, töldu að Lewandowski ætti þau frekar skilið en aðeins vinsældir Cristiano Ronaldo hafi skilað honum efsta sætinu í kosningunni. Lewandowski var á dögunum kosinn besti leikmaður ársins hjá FIFA. Hann hjálpaði Bayern München að vinna þrennuna tímabilið 2019-20 og skoraði alls 55 mörk í öllum keppnum fyrir Bayern á árinu 2020. #GlobeSoccerAwards, non solo #CristianoRonaldo: tutti i premiati https://t.co/76ocnMkh7Q— Tuttosport (@tuttosport) December 27, 2020 „Ég hef spilað marga leiki og skorað mörg mörk á tuttugu árum mínum í atvinnumennsku. Ég vissi ekki að ég ætti eftir að slá eitt met í viðbót. Það er ánægjulegt að heyra um met. Ég hef afrekað þetta allt saman en aðeins af því að ég hafði góða liðsfélaga og var hluti af góðum liðum,“ sagði Ronaldo sem fagnaði þessum flottu verðlaunum. „Þetta er stórkostlegt afrek og hvetur mig til að halda áfram. Það er mikill heiður að vera kosinn sá besti. Ég vona að þetta ástand í heiminum heyri sögunni á næsta ári svo við getum farið að njóta lífsins á ný. Ég vonast líka til að spila áfram í nokkur ár í viðbót,“ sagði Ronaldo.
Meistaradeild Evrópu Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira