Ronaldo gaf Lewandowski verðlaunin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 09:00 Cristiano Ronaldo á ferðinni í leik með Juventus. Getty/Nicolò Campo Cristiano Ronaldo var valinn leikmaður aldarinnar á Globe Soccer verðlaunahátíðinni í Dúbaí í gærkvöldi en Portúgalinn fékk líka önnur verðlaun sem hann ákvað að gefa frá sér. Cristiano Ronaldo hafði betur í baráttunni við Lionel Messi þegar kosið var um hver væri besti fótboltamaður áratugarins 2001 til 2020. Ronaldo og Messi hafa barist um einstaklingsverðlaunin nær allan þennan tíma. Ronaldo var auðvitað mjög sáttur við að fá þau verðlaun en það voru önnur verðlaun sem hann átti að fá líka en taldi sig ekki eiga skilið. Ronaldo and his agent Jorge Mendes believed it was 'unfair' that he had won, so they gave the award to Lewandowski An incredible gesture from the GOAT https://t.co/QFPVWxv3GR— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 27, 2020 Ronaldo var líka kosinn besti leikmaður ársins 2020 en ákvað að gefa þau Pólverjanum Robert Lewandowski. Ítalska blaðið Tuttosport slær þessu upp. Ronaldo og umboðsmaður hans, Jorge Mendes, töldu að Lewandowski ætti þau frekar skilið en aðeins vinsældir Cristiano Ronaldo hafi skilað honum efsta sætinu í kosningunni. Lewandowski var á dögunum kosinn besti leikmaður ársins hjá FIFA. Hann hjálpaði Bayern München að vinna þrennuna tímabilið 2019-20 og skoraði alls 55 mörk í öllum keppnum fyrir Bayern á árinu 2020. #GlobeSoccerAwards, non solo #CristianoRonaldo: tutti i premiati https://t.co/76ocnMkh7Q— Tuttosport (@tuttosport) December 27, 2020 „Ég hef spilað marga leiki og skorað mörg mörk á tuttugu árum mínum í atvinnumennsku. Ég vissi ekki að ég ætti eftir að slá eitt met í viðbót. Það er ánægjulegt að heyra um met. Ég hef afrekað þetta allt saman en aðeins af því að ég hafði góða liðsfélaga og var hluti af góðum liðum,“ sagði Ronaldo sem fagnaði þessum flottu verðlaunum. „Þetta er stórkostlegt afrek og hvetur mig til að halda áfram. Það er mikill heiður að vera kosinn sá besti. Ég vona að þetta ástand í heiminum heyri sögunni á næsta ári svo við getum farið að njóta lífsins á ný. Ég vonast líka til að spila áfram í nokkur ár í viðbót,“ sagði Ronaldo. Meistaradeild Evrópu Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Cristiano Ronaldo hafði betur í baráttunni við Lionel Messi þegar kosið var um hver væri besti fótboltamaður áratugarins 2001 til 2020. Ronaldo og Messi hafa barist um einstaklingsverðlaunin nær allan þennan tíma. Ronaldo var auðvitað mjög sáttur við að fá þau verðlaun en það voru önnur verðlaun sem hann átti að fá líka en taldi sig ekki eiga skilið. Ronaldo and his agent Jorge Mendes believed it was 'unfair' that he had won, so they gave the award to Lewandowski An incredible gesture from the GOAT https://t.co/QFPVWxv3GR— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 27, 2020 Ronaldo var líka kosinn besti leikmaður ársins 2020 en ákvað að gefa þau Pólverjanum Robert Lewandowski. Ítalska blaðið Tuttosport slær þessu upp. Ronaldo og umboðsmaður hans, Jorge Mendes, töldu að Lewandowski ætti þau frekar skilið en aðeins vinsældir Cristiano Ronaldo hafi skilað honum efsta sætinu í kosningunni. Lewandowski var á dögunum kosinn besti leikmaður ársins hjá FIFA. Hann hjálpaði Bayern München að vinna þrennuna tímabilið 2019-20 og skoraði alls 55 mörk í öllum keppnum fyrir Bayern á árinu 2020. #GlobeSoccerAwards, non solo #CristianoRonaldo: tutti i premiati https://t.co/76ocnMkh7Q— Tuttosport (@tuttosport) December 27, 2020 „Ég hef spilað marga leiki og skorað mörg mörk á tuttugu árum mínum í atvinnumennsku. Ég vissi ekki að ég ætti eftir að slá eitt met í viðbót. Það er ánægjulegt að heyra um met. Ég hef afrekað þetta allt saman en aðeins af því að ég hafði góða liðsfélaga og var hluti af góðum liðum,“ sagði Ronaldo sem fagnaði þessum flottu verðlaunum. „Þetta er stórkostlegt afrek og hvetur mig til að halda áfram. Það er mikill heiður að vera kosinn sá besti. Ég vona að þetta ástand í heiminum heyri sögunni á næsta ári svo við getum farið að njóta lífsins á ný. Ég vonast líka til að spila áfram í nokkur ár í viðbót,“ sagði Ronaldo.
Meistaradeild Evrópu Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira