Dallas Mavericks setti nýtt NBA met með því að vinna fyrri hálfleikinn 77-27 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 07:31 Luka Doncic fagnar körfu í upprúllun Dallas Mavericks liðsins á Los Angeles Clippers. AP/Kyusung Gong Þrjú lið eru frekar óvænt ósigruð í þremur fyrstu leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta eftir leiki næturinnar. Los Angeles Clippers tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í NBA í nótt og það með sögulegum hætti en nágrannar þeirra í Los Angeles Lakers áttu ekki í miklum vandræðum með Minnesota Timberwolves. Golden State Warriors vann sinn fyrsta leik á leiktíðinni en Orlando Magic, Cleveland Cavaliers og Indiana Pacers hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína. 13 PTS, 6 REB, 4 AST.. all in a quarter's work for Luka.@dallasmavs | @NBATV pic.twitter.com/LfA1IDEu3s— NBA (@NBA) December 27, 2020 Dallas Mavericks burstaði Los Angeles Clippers 124-73 en á meðan Clippers hafði unnið tvo fyrstu leiki sína hafði Dallas tapað báðum sínum. Dallas Mavericks setti nýtt NBA met með því að vera fimmtíu stigum yfir í hálfleik, 77-27. Ótrúlegar tölur en Clippers lék án Kawhi Leonard. Gamla metið var 47 stigs forysta í hálfleik og var það síðan 1991 (Golden State Warriors á móti Sacramento Kings). Luka Doncic var með 25 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar á 26 mínútum fyrir Dallas og Josh Richardson skoraði 21 stig. Paul George var stigahæstur hjá LA Clippers með 15 stig en spilaði ekkert í seinni hálfleiknum. Gasol to LBJ for the 2-handed on @NBATV! pic.twitter.com/HiIv7F66oj— NBA (@NBA) December 28, 2020 Los Angeles Lakers lék án Anthony Davis sem er að glíma við meiðsli í kálfa en það kom ekki að sök því liðið rúllaði upp Minnesota Timberwolves 127-91. Kyle Kuzma var stigahæstur með 20 stig en LeBron James var með 19 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar á 26 mínútum. Marc Gasol var með 12 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst á aðeins 21 mínútu. Career-high 26 PTS for @MarkelleF (10 in 4Q) to lead the @OrlandoMagic comeback W! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/qFRwA7CiDn— NBA (@NBA) December 28, 2020 Markelle Fultz og Terrence Ross skoruðu 26 stig hvor þegar Orlando Magic vann 120-113 sigur á Washington Wizards en Magic liðið hefur þar með unnið þrjá fyrstu leiki sína í fyrsta sinn síðan 2009-10 tímabilið. Þjálfarinn er samt ekki sáttur. „Við höfum spilað þrjá góða lokaleikhluta. Við gætum auðveldlega verið 0-3,“ sagði Steve Clifford, þjálfari Orlando Magic. A bit of everything from @AndreDrummond as the @cavs move to 3-0! #KiaTipOff20 24 PTS | 14 REB | 3 STL | 2 BLK pic.twitter.com/aZfBbR2NrQ— NBA (@NBA) December 28, 2020 Cleveland Cavaliers er líka búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína eftir að liðið burstaði Philadelphia 76ers 118-94. Andre Drummond var með 25 stig og 14 fráköst og Collin Sexton skoraði 22 stig fyrir Cleveland sem vann aðeins 19 af 65 leikjum sínum á síðustu leiktíð. Þetta er fyrsta 3-0 byrjun Cavs frá 2016-17 tímabilinu. Joel Embiid var ekki með 76ers sem tapaði sínum fyrsta leik. Domantis Sabontis skoraði sigurkörfuna þegar Indiana Pacers vann 108-107 sigur á Boston Celtics en Indiana hefur þar með unnið þrjá fyrstu leiki sína. Malcolm Brogdon skoraði 25 stig fyrir Indiana sem er 3-0 í fyrsta sinn síðan 2013-14 tímabilið. Sabontis var með 19 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Julius Randle is up to 26 PTS, 14 REB and 7 AST. #PhantomCam x #KiaTipOff20 x @nyknicks pic.twitter.com/TkenbrsLZ3— NBA (@NBA) December 28, 2020 New York Knicks var fyrsta liðið til að vinna Milwaukee Bucks en Knicks burstaði leik liðanna 130-110 í fyrsta sigri þess undir stjórn Tom Thibodeau. Julius Randle var með 29 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar en Elfrid Payton skoraði 27 stig. Giannis Antetokounmpo var með 27 stig og 13 fráköst hjá Bucks liðinu. DAMION LEE WINS IT FOR THE @WARRIORS! pic.twitter.com/SxmewF4DKR— NBA (@NBA) December 28, 2020 Damion Lee tryggði Golden State Warriors 129-128 sigur á Chicago Bulls með þriggja stiga körfu 1,7 sekúndum fyrir leikslok en þetta var fyrsti sigur liðsins á leiktíðinni. Stephen Curry skoraði 36 stig í leiknum fyrir Golden State og Andrew Wiggins var með 19 stig. 36 for Steph! @StephenCurry30 (36 PTS, 6 AST, 2 STL, 2 BLK) leads the @warriors to the comeback win. #KiaTipOff20 pic.twitter.com/rivFprzS8y— NBA (@NBA) December 28, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers-Dallas Mavericks 74-124 Charlotte Hornets - Brooklyn Nets 106-104 Washington Wizards - Orlando Magic 113-120 New Orleans Pelicans - San Antonio Spurs 98-95 Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 118-94 New York Knicks - Milwaukee Bucks 130-110 Indiana Pacers - Boston Celtics 108-107 Chicago Bulls - Golden State Warriors 128-129 Sacramento Kings - Phoenix Suns 100-116 Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 127-91 NBA Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Fleiri fréttir „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Sjá meira
Los Angeles Clippers tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í NBA í nótt og það með sögulegum hætti en nágrannar þeirra í Los Angeles Lakers áttu ekki í miklum vandræðum með Minnesota Timberwolves. Golden State Warriors vann sinn fyrsta leik á leiktíðinni en Orlando Magic, Cleveland Cavaliers og Indiana Pacers hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína. 13 PTS, 6 REB, 4 AST.. all in a quarter's work for Luka.@dallasmavs | @NBATV pic.twitter.com/LfA1IDEu3s— NBA (@NBA) December 27, 2020 Dallas Mavericks burstaði Los Angeles Clippers 124-73 en á meðan Clippers hafði unnið tvo fyrstu leiki sína hafði Dallas tapað báðum sínum. Dallas Mavericks setti nýtt NBA met með því að vera fimmtíu stigum yfir í hálfleik, 77-27. Ótrúlegar tölur en Clippers lék án Kawhi Leonard. Gamla metið var 47 stigs forysta í hálfleik og var það síðan 1991 (Golden State Warriors á móti Sacramento Kings). Luka Doncic var með 25 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar á 26 mínútum fyrir Dallas og Josh Richardson skoraði 21 stig. Paul George var stigahæstur hjá LA Clippers með 15 stig en spilaði ekkert í seinni hálfleiknum. Gasol to LBJ for the 2-handed on @NBATV! pic.twitter.com/HiIv7F66oj— NBA (@NBA) December 28, 2020 Los Angeles Lakers lék án Anthony Davis sem er að glíma við meiðsli í kálfa en það kom ekki að sök því liðið rúllaði upp Minnesota Timberwolves 127-91. Kyle Kuzma var stigahæstur með 20 stig en LeBron James var með 19 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar á 26 mínútum. Marc Gasol var með 12 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst á aðeins 21 mínútu. Career-high 26 PTS for @MarkelleF (10 in 4Q) to lead the @OrlandoMagic comeback W! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/qFRwA7CiDn— NBA (@NBA) December 28, 2020 Markelle Fultz og Terrence Ross skoruðu 26 stig hvor þegar Orlando Magic vann 120-113 sigur á Washington Wizards en Magic liðið hefur þar með unnið þrjá fyrstu leiki sína í fyrsta sinn síðan 2009-10 tímabilið. Þjálfarinn er samt ekki sáttur. „Við höfum spilað þrjá góða lokaleikhluta. Við gætum auðveldlega verið 0-3,“ sagði Steve Clifford, þjálfari Orlando Magic. A bit of everything from @AndreDrummond as the @cavs move to 3-0! #KiaTipOff20 24 PTS | 14 REB | 3 STL | 2 BLK pic.twitter.com/aZfBbR2NrQ— NBA (@NBA) December 28, 2020 Cleveland Cavaliers er líka búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína eftir að liðið burstaði Philadelphia 76ers 118-94. Andre Drummond var með 25 stig og 14 fráköst og Collin Sexton skoraði 22 stig fyrir Cleveland sem vann aðeins 19 af 65 leikjum sínum á síðustu leiktíð. Þetta er fyrsta 3-0 byrjun Cavs frá 2016-17 tímabilinu. Joel Embiid var ekki með 76ers sem tapaði sínum fyrsta leik. Domantis Sabontis skoraði sigurkörfuna þegar Indiana Pacers vann 108-107 sigur á Boston Celtics en Indiana hefur þar með unnið þrjá fyrstu leiki sína. Malcolm Brogdon skoraði 25 stig fyrir Indiana sem er 3-0 í fyrsta sinn síðan 2013-14 tímabilið. Sabontis var með 19 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Julius Randle is up to 26 PTS, 14 REB and 7 AST. #PhantomCam x #KiaTipOff20 x @nyknicks pic.twitter.com/TkenbrsLZ3— NBA (@NBA) December 28, 2020 New York Knicks var fyrsta liðið til að vinna Milwaukee Bucks en Knicks burstaði leik liðanna 130-110 í fyrsta sigri þess undir stjórn Tom Thibodeau. Julius Randle var með 29 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar en Elfrid Payton skoraði 27 stig. Giannis Antetokounmpo var með 27 stig og 13 fráköst hjá Bucks liðinu. DAMION LEE WINS IT FOR THE @WARRIORS! pic.twitter.com/SxmewF4DKR— NBA (@NBA) December 28, 2020 Damion Lee tryggði Golden State Warriors 129-128 sigur á Chicago Bulls með þriggja stiga körfu 1,7 sekúndum fyrir leikslok en þetta var fyrsti sigur liðsins á leiktíðinni. Stephen Curry skoraði 36 stig í leiknum fyrir Golden State og Andrew Wiggins var með 19 stig. 36 for Steph! @StephenCurry30 (36 PTS, 6 AST, 2 STL, 2 BLK) leads the @warriors to the comeback win. #KiaTipOff20 pic.twitter.com/rivFprzS8y— NBA (@NBA) December 28, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers-Dallas Mavericks 74-124 Charlotte Hornets - Brooklyn Nets 106-104 Washington Wizards - Orlando Magic 113-120 New Orleans Pelicans - San Antonio Spurs 98-95 Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 118-94 New York Knicks - Milwaukee Bucks 130-110 Indiana Pacers - Boston Celtics 108-107 Chicago Bulls - Golden State Warriors 128-129 Sacramento Kings - Phoenix Suns 100-116 Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 127-91
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers-Dallas Mavericks 74-124 Charlotte Hornets - Brooklyn Nets 106-104 Washington Wizards - Orlando Magic 113-120 New Orleans Pelicans - San Antonio Spurs 98-95 Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 118-94 New York Knicks - Milwaukee Bucks 130-110 Indiana Pacers - Boston Celtics 108-107 Chicago Bulls - Golden State Warriors 128-129 Sacramento Kings - Phoenix Suns 100-116 Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 127-91
NBA Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Fleiri fréttir „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Sjá meira