„Enginn sem raðgreinir eins mikið og við“ Sylvía Hall og Birgir Olgeirsson skrifa 27. desember 2020 11:23 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Almannavarnir Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru átta í sóttkví. Sjö greindust á landamærunum í gær. Hingað til hafa aðeins tveir greinst með nýtt afbrigði veirunnar á landamærunum, sem kennt er við Bretland, og varð engin breyting þar á milli daga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir enn margt óljóst varðandi nýja afbrigðið. Ekki liggi fyrir hvort þeir sem hafa nú þegar smitast af veirunni geti smitast aftur og þá eigi eftir að skoða hvernig bólusetningin mun virka gegn því. Búist er við því að þær upplýsingar liggi fyrir í vikunni. Hann segir þó Ísland standa betur en mörg önnur lönd hvað varðar að finna slík afbrigði, þar sem engin þjóð raðgreini sýni jafn mikið. „Það er enginn sem raðgreinir eins mikið og við. Núna eru menn að raðgreina meira og þá finna menn meira, það verður að taka það með í reikninginn. Við á Íslandi raðgreinum alla stofna, allt sem hefur greinst hér er raðgreint og raðgreint miklu fyrr en í öðrum löndum,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann telur því ekki ástæðu til þess að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum. „Ég held að með þessum aðgerðum sem við höfum beitt á landamærunum séum við að beita þeim aðgerðum sem hægt er til þess að koma í veg fyrir að þessi stofn sérstaklega komi inn.“ Einn er í einangrun hér á landi með umrætt afbrigði, en sá greindist í landamæraskimun 20. desember. Að sögn Þórólfs er fylgst með líðan viðkomandi en hingað til sé ekkert sem bendi til þess að fólk veikist verr af því afbrigði en öðrum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Nýja afbrigðið greindist í Svíþjóð Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem talið er meira smitandi og á rætur að rekja til Bretlands, hefur greinst í Svíþjóð. Einstaklingur smitaður af afbrigðinu kom til Suðurmannalands í Svíþjóð í vikunni fyrir jól, en hafði verið í sjálfskipaðri sóttkví frá komunni til landsins þar til hann greindist. 26. desember 2020 20:18 Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir enn margt óljóst varðandi nýja afbrigðið. Ekki liggi fyrir hvort þeir sem hafa nú þegar smitast af veirunni geti smitast aftur og þá eigi eftir að skoða hvernig bólusetningin mun virka gegn því. Búist er við því að þær upplýsingar liggi fyrir í vikunni. Hann segir þó Ísland standa betur en mörg önnur lönd hvað varðar að finna slík afbrigði, þar sem engin þjóð raðgreini sýni jafn mikið. „Það er enginn sem raðgreinir eins mikið og við. Núna eru menn að raðgreina meira og þá finna menn meira, það verður að taka það með í reikninginn. Við á Íslandi raðgreinum alla stofna, allt sem hefur greinst hér er raðgreint og raðgreint miklu fyrr en í öðrum löndum,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann telur því ekki ástæðu til þess að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum. „Ég held að með þessum aðgerðum sem við höfum beitt á landamærunum séum við að beita þeim aðgerðum sem hægt er til þess að koma í veg fyrir að þessi stofn sérstaklega komi inn.“ Einn er í einangrun hér á landi með umrætt afbrigði, en sá greindist í landamæraskimun 20. desember. Að sögn Þórólfs er fylgst með líðan viðkomandi en hingað til sé ekkert sem bendi til þess að fólk veikist verr af því afbrigði en öðrum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Nýja afbrigðið greindist í Svíþjóð Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem talið er meira smitandi og á rætur að rekja til Bretlands, hefur greinst í Svíþjóð. Einstaklingur smitaður af afbrigðinu kom til Suðurmannalands í Svíþjóð í vikunni fyrir jól, en hafði verið í sjálfskipaðri sóttkví frá komunni til landsins þar til hann greindist. 26. desember 2020 20:18 Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00
Nýja afbrigðið greindist í Svíþjóð Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem talið er meira smitandi og á rætur að rekja til Bretlands, hefur greinst í Svíþjóð. Einstaklingur smitaður af afbrigðinu kom til Suðurmannalands í Svíþjóð í vikunni fyrir jól, en hafði verið í sjálfskipaðri sóttkví frá komunni til landsins þar til hann greindist. 26. desember 2020 20:18
Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02