Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Birgir Olgeirsson skrifar 26. desember 2020 13:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. Ekki var hægt að komast í sýnatöku innanlands í gær vegna jólalokunar á öllum heilsugæslustöðvum á landinu. Í dag er þó hefðbundinn opnunartími í sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu og hvetur sóttvarnalæknir alla sem finna fyrir einkennum að fara í sýnatöku. Nýtt afbrigði veirunnar, sem oftast er kennt við Bretland, og er sagt mun meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar, greindist á landamærunum í desember. Það greindist svo aftur um 20. desember á landamærunum. „Það greindist einn á landamærunum fyrir jól með breska afbrigðið. Það var þá tilfelli tvö í raun veru með breska afbrigðið. Sá viðkomandi er nú í einangrun,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Afbrigðið hefur þó ekki enn greinst innanlands. „Það segir bara það að það hefur tekist að forða því með góðum aðgerðum,“ segir Þórólfur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist hafa rætt við sóttvarnalækni eftir að greint hafði verið frá veru ráðherrans í samkvæmi í Ásmundarsal sem lögreglan leysti upp á Þorláksmessu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í gær að mál ráðherrans væri afsakanlegt. Spurður hvort þetta gæti minnkað virðingu almennings fyrir reglunum segir sóttvarnalæknir erfitt að spá fyrir um það. „Ég vona það svo sannarlega ekki. Þetta allt saman sýnir hvað við þurfum að passa okkur vel öllum stundum. Það er auðvelt fyrir hvern sem er að gleyma sér og við þurfum að hafa þetta ofarlega í huga alltaf. Ég held að þetta eigi frekar að vera áminning um að standa okkur betur,“ segir Þórólfur. Verið er að dreifa bóluefni Pfizer til Evrópulanda í dag og á bólusetning að hefjast í álfunni á morgun. Bóluefnið kemur hingað til lands á mánudag og eiga bólusetningar að hefjast á þriðjudag. Þórólfur segir einn eða tvo daga til eða frá ekki skipta máli. „Við þurfum bara að hafa plan þegar það kemur og að allt sé tilbúið. Þetta er bara fínt plan eins og það er núna,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember. 26. desember 2020 08:33 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Ekki var hægt að komast í sýnatöku innanlands í gær vegna jólalokunar á öllum heilsugæslustöðvum á landinu. Í dag er þó hefðbundinn opnunartími í sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu og hvetur sóttvarnalæknir alla sem finna fyrir einkennum að fara í sýnatöku. Nýtt afbrigði veirunnar, sem oftast er kennt við Bretland, og er sagt mun meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar, greindist á landamærunum í desember. Það greindist svo aftur um 20. desember á landamærunum. „Það greindist einn á landamærunum fyrir jól með breska afbrigðið. Það var þá tilfelli tvö í raun veru með breska afbrigðið. Sá viðkomandi er nú í einangrun,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Afbrigðið hefur þó ekki enn greinst innanlands. „Það segir bara það að það hefur tekist að forða því með góðum aðgerðum,“ segir Þórólfur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist hafa rætt við sóttvarnalækni eftir að greint hafði verið frá veru ráðherrans í samkvæmi í Ásmundarsal sem lögreglan leysti upp á Þorláksmessu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í gær að mál ráðherrans væri afsakanlegt. Spurður hvort þetta gæti minnkað virðingu almennings fyrir reglunum segir sóttvarnalæknir erfitt að spá fyrir um það. „Ég vona það svo sannarlega ekki. Þetta allt saman sýnir hvað við þurfum að passa okkur vel öllum stundum. Það er auðvelt fyrir hvern sem er að gleyma sér og við þurfum að hafa þetta ofarlega í huga alltaf. Ég held að þetta eigi frekar að vera áminning um að standa okkur betur,“ segir Þórólfur. Verið er að dreifa bóluefni Pfizer til Evrópulanda í dag og á bólusetning að hefjast í álfunni á morgun. Bóluefnið kemur hingað til lands á mánudag og eiga bólusetningar að hefjast á þriðjudag. Þórólfur segir einn eða tvo daga til eða frá ekki skipta máli. „Við þurfum bara að hafa plan þegar það kemur og að allt sé tilbúið. Þetta er bara fínt plan eins og það er núna,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember. 26. desember 2020 08:33 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember. 26. desember 2020 08:33
Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46
„Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50