Vildi selja Tesla til Apple en fékk ekki fund Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2020 13:42 Elon Musk sagðist hafa hugsað sér að selja Tesla á um einn tíunda þess sem fyrirtækið er virði í dag. AP/Hannibal Hanschke Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og geimferðafyrirtæksisins SpaceX, svo eitthvað sé nefnt, sagði frá því í gær að hann hefði leitað til Tim Cook, forstjóra Apple, til að kanna hvort forsvarsmenn Apple væru tilbúnir til að skoða kaup á Tesla. Hann segir Cook ekki hafa viljað funda með sér. Í tísti í gær sagði Musk að hann hefði leitað til Cook á myrkustu dögum framleiðslu Model 3 bíla Tesla. Hann hafi með verð í huga sem hafi verið um einn tíundi af markaðsvirði Tesla í dag. Musk tísti þessari frásögn eftir að fregnir bárust af því að Apple stefndi á að þróa og byggja eigin rafmagnsbíla fyrir árið 2024. Sjá einnig: Apple sagt stefna á framleiðslu rafbíla árið 2024 Financial Times segir að líklegast sé Musk að vísa til miðs árs 2017, þegar Tesla varð næstum því gjaldþrota. Heimildarmaður miðilsins sem þekkir til málsins staðfesti að Musk hefði leitað til Cook en man ekki nákvæmlega hvenær. During the darkest days of the Model 3 program, I reached out to Tim Cook to discuss the possibility of Apple acquiring Tesla (for 1/10 of our current value). He refused to take the meeting.— Elon Musk (@elonmusk) December 22, 2020 Þá segir FT að fáir myndu tapa meira en Tesla ef áætlanir Apple verða að veruleika. Að tæknirisinn gæti beitt markaðsstöðu sinni, aðföngum og ímynd til að selja rafmagnsbíla. Til marks um það þá hækkuðu hlutabréf Apple í virði um 2,9 prósent í gær og hlutabréf Tesla lækkuðu um 1,5. Þá segir Guardian frá því að Musk hafi ætlað að selja Tesla til Google árið 2013 en tekist hafi að bjarga fyrirtækinu með aukinni sölu rafmagnsbíla. Þá hafi Musk sagt öllum starfsmönnum Tesla að selja bíla því annars væru þau búin að vera. Tesla Apple Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í tísti í gær sagði Musk að hann hefði leitað til Cook á myrkustu dögum framleiðslu Model 3 bíla Tesla. Hann hafi með verð í huga sem hafi verið um einn tíundi af markaðsvirði Tesla í dag. Musk tísti þessari frásögn eftir að fregnir bárust af því að Apple stefndi á að þróa og byggja eigin rafmagnsbíla fyrir árið 2024. Sjá einnig: Apple sagt stefna á framleiðslu rafbíla árið 2024 Financial Times segir að líklegast sé Musk að vísa til miðs árs 2017, þegar Tesla varð næstum því gjaldþrota. Heimildarmaður miðilsins sem þekkir til málsins staðfesti að Musk hefði leitað til Cook en man ekki nákvæmlega hvenær. During the darkest days of the Model 3 program, I reached out to Tim Cook to discuss the possibility of Apple acquiring Tesla (for 1/10 of our current value). He refused to take the meeting.— Elon Musk (@elonmusk) December 22, 2020 Þá segir FT að fáir myndu tapa meira en Tesla ef áætlanir Apple verða að veruleika. Að tæknirisinn gæti beitt markaðsstöðu sinni, aðföngum og ímynd til að selja rafmagnsbíla. Til marks um það þá hækkuðu hlutabréf Apple í virði um 2,9 prósent í gær og hlutabréf Tesla lækkuðu um 1,5. Þá segir Guardian frá því að Musk hafi ætlað að selja Tesla til Google árið 2013 en tekist hafi að bjarga fyrirtækinu með aukinni sölu rafmagnsbíla. Þá hafi Musk sagt öllum starfsmönnum Tesla að selja bíla því annars væru þau búin að vera.
Tesla Apple Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira