Arsenal vann slaginn um Lundúnir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. desember 2020 19:25 Leikmenn Arsenal fagna þriðja og síðasta marki liðsins í dag. Andrew Boyers/Getty Images Arsenal vann frábæran 3-0 sigur á Chelsea í Lundúnaslag dagsins á Emirates-vellinum. Miklar breytingar voru á liði Arsenal þar sem David Luiz, Willian og Gabriel voru allir fjarverandi. Luiz og Willian hafa verið veikir en eru ekki með kórónuveiruna. Þá hafði Gabriel umgengist einhvern með Covid-19 og því mátti hann ekki spila. Það má segja að breytingarnar hafi reynst lán í óláni en Arsenal átti frábæran fyrri hálfleik. Þegar rúmur hálftími var liðinn fiskaði Kieran Tierney vítaspyrnu er Reece James braut á honum innan vítateigs. Alexandre Lacazette fór á punktinn og skoraði af öryggi. Tíu mínútum síðar skoraði Granit Xhaka úr aukaspyrnu og staðan 2-0 í hálfleik. Það voru svo rúmar tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Bukayo Saka skoraði með frábærri fyrirgjöf sem sveif yfir Edouard Mendy í marki Chelsea í stöng og inn. Staðan allt í einu orðin 3-0 og sigur Arsenal svo gott sem tryggður. Arsenal fékk urmul færa í kjölfarið og voru hársbreidd frá því að komast fjórum mörkum yfir. 35' Alexandre Lacazette 44' Granit Xhaka 56' Bukayo Saka Chelsea have now conceded 3+ goals in Premier League matches in 2020 pic.twitter.com/4kQdVgLwuB— WhoScored.com (@WhoScored) December 26, 2020 Þegar fimm mínútur voru til leiksloka minnkaði Tammy Abraham muninn í 3-1 og þegar venjulegur leiktími var við það að renna út fengu gestirnir vítaspyrnu. Jorginho fór á punktinn en Bernd Leno gerði sér lítið fyrir og varði slaka spyrnu miðjumannsins. Staðan því enn 3-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Arsenal fer upp í 17 stig í 15. sæti deildarinnar á meðan Chelsea er nú í 6. sæti með 25 stig. Chelsea after 11 league games:1 defeat, 1st placeChelsea's last 4 league games:3 defeats, 6th place pic.twitter.com/8AVPDYkQYI— B/R Football (@brfootball) December 26, 2020 Enski boltinn
Arsenal vann frábæran 3-0 sigur á Chelsea í Lundúnaslag dagsins á Emirates-vellinum. Miklar breytingar voru á liði Arsenal þar sem David Luiz, Willian og Gabriel voru allir fjarverandi. Luiz og Willian hafa verið veikir en eru ekki með kórónuveiruna. Þá hafði Gabriel umgengist einhvern með Covid-19 og því mátti hann ekki spila. Það má segja að breytingarnar hafi reynst lán í óláni en Arsenal átti frábæran fyrri hálfleik. Þegar rúmur hálftími var liðinn fiskaði Kieran Tierney vítaspyrnu er Reece James braut á honum innan vítateigs. Alexandre Lacazette fór á punktinn og skoraði af öryggi. Tíu mínútum síðar skoraði Granit Xhaka úr aukaspyrnu og staðan 2-0 í hálfleik. Það voru svo rúmar tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Bukayo Saka skoraði með frábærri fyrirgjöf sem sveif yfir Edouard Mendy í marki Chelsea í stöng og inn. Staðan allt í einu orðin 3-0 og sigur Arsenal svo gott sem tryggður. Arsenal fékk urmul færa í kjölfarið og voru hársbreidd frá því að komast fjórum mörkum yfir. 35' Alexandre Lacazette 44' Granit Xhaka 56' Bukayo Saka Chelsea have now conceded 3+ goals in Premier League matches in 2020 pic.twitter.com/4kQdVgLwuB— WhoScored.com (@WhoScored) December 26, 2020 Þegar fimm mínútur voru til leiksloka minnkaði Tammy Abraham muninn í 3-1 og þegar venjulegur leiktími var við það að renna út fengu gestirnir vítaspyrnu. Jorginho fór á punktinn en Bernd Leno gerði sér lítið fyrir og varði slaka spyrnu miðjumannsins. Staðan því enn 3-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Arsenal fer upp í 17 stig í 15. sæti deildarinnar á meðan Chelsea er nú í 6. sæti með 25 stig. Chelsea after 11 league games:1 defeat, 1st placeChelsea's last 4 league games:3 defeats, 6th place pic.twitter.com/8AVPDYkQYI— B/R Football (@brfootball) December 26, 2020
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti