LeBron James og félagar fengu dýrustu meistarahringi sögunnar í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2020 13:31 Það var ekki að sjá annað en að LeBron James væri sáttur með hringinn sem er hans fjórði meistarahringur á ferlinum. Getty/Harry How NBA meistarar hafa aldrei fengið eins dýra meistarahringa og leikmenn Los Angeles Lakers fengu afhenta fyrir fyrsta leikinn sinn á nýju tímabili. Los Angeles Lakers afhenti í gær leikmönnum sínum meistarahringina fyrir sigurinn í NBA deildinni á síðustu leiktíð. Athöfnin fór fram fyrir leik á móti nágrönnunum í Los Angeles Clippers sem svo tapaðist eftir skelfilegan fyrsta leikhluta. Forráðamenn Los Angeles Lakers ákváðu að hengja ekki upp meistarafánann að þessu sinni þar sem engir áhorfendur máttu vera í Staples Center í nótt. Það mun því bíða betri tíma. Leikmenn Lakers liðsins fengu aftur á móti hringana með viðhöfn en þeir fengu allir fjarkveðjur frá fjölskyldu sinni þegar þeir voru kallaðir fram. Lakers' 16-carat rings pay tribute to Kobe, 'unity' https://t.co/kXLdFzs5PJ pic.twitter.com/lOT0qBgiGs— ESPN Los Angeles (@ESPNLosAngeles) December 23, 2020 Meistarahringarnir í ár eru hinir glæsilegustu enda leggja liðin mikið í þá Hver steinn er með 0.95 karöt af fjólubláa skrautsteinum ameþyst sem táknar þá 95 daga sem leikmenn Lakers liðsins eyddu í NBA búbblunni í Disneygarðinum. Það eru einnig 0,52 karöt af demöntum sem tákna sigrana 52 sem Lakers vann í deildarkeppninni. So many details on these Lakers rings Most expensive ring in NBA title history Mamba snake behind players numbers to honor Kobe Removable top to reveal retired Lakers jerseys, with special emphasis on Kobe s(via @JasonofBH) pic.twitter.com/bDz1KdmDuV— ESPN (@espn) December 23, 2020 Á hverjum hring eru sautján bikarar sem tákna það að Lakers hefur nú jafnað met Boston Celtics liðsins yfir flesta NBA titla í sögunni. Það er líka mamba slanga fyrir aftan númer leikmanna sem er til heiðurs Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi 26. janúar ásamt þrettán ára dóttur sinni Gigi og sjö öðrum. Kobe vann fimm meistaratitla með Lakers og er af mörgum talinn vera besti leikmaðurinn í sögu félagsins. Hver hringur er 16,45 karöt en þetta er dýrasti meistarahringur sem gerður hefur verið. LeBron and AD get their first rings as Lakers pic.twitter.com/olhoDsrO4Z— Bleacher Report (@BleacherReport) December 23, 2020 Hér fyrir neðan má sjá samanburð á síðustu fjórum meistarahringum Los Angels Lakers eða frá 2002, 2009, 2010 og 2020. A look at the Lakers' last four championship rings. Top Left: 2002Top Right: 2009Bottom Left: 2010Bottom Right: 2020 pic.twitter.com/h1TNjrQ0Db— Front Office Sports (@FOS) December 23, 2020 NBA Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Los Angeles Lakers afhenti í gær leikmönnum sínum meistarahringina fyrir sigurinn í NBA deildinni á síðustu leiktíð. Athöfnin fór fram fyrir leik á móti nágrönnunum í Los Angeles Clippers sem svo tapaðist eftir skelfilegan fyrsta leikhluta. Forráðamenn Los Angeles Lakers ákváðu að hengja ekki upp meistarafánann að þessu sinni þar sem engir áhorfendur máttu vera í Staples Center í nótt. Það mun því bíða betri tíma. Leikmenn Lakers liðsins fengu aftur á móti hringana með viðhöfn en þeir fengu allir fjarkveðjur frá fjölskyldu sinni þegar þeir voru kallaðir fram. Lakers' 16-carat rings pay tribute to Kobe, 'unity' https://t.co/kXLdFzs5PJ pic.twitter.com/lOT0qBgiGs— ESPN Los Angeles (@ESPNLosAngeles) December 23, 2020 Meistarahringarnir í ár eru hinir glæsilegustu enda leggja liðin mikið í þá Hver steinn er með 0.95 karöt af fjólubláa skrautsteinum ameþyst sem táknar þá 95 daga sem leikmenn Lakers liðsins eyddu í NBA búbblunni í Disneygarðinum. Það eru einnig 0,52 karöt af demöntum sem tákna sigrana 52 sem Lakers vann í deildarkeppninni. So many details on these Lakers rings Most expensive ring in NBA title history Mamba snake behind players numbers to honor Kobe Removable top to reveal retired Lakers jerseys, with special emphasis on Kobe s(via @JasonofBH) pic.twitter.com/bDz1KdmDuV— ESPN (@espn) December 23, 2020 Á hverjum hring eru sautján bikarar sem tákna það að Lakers hefur nú jafnað met Boston Celtics liðsins yfir flesta NBA titla í sögunni. Það er líka mamba slanga fyrir aftan númer leikmanna sem er til heiðurs Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi 26. janúar ásamt þrettán ára dóttur sinni Gigi og sjö öðrum. Kobe vann fimm meistaratitla með Lakers og er af mörgum talinn vera besti leikmaðurinn í sögu félagsins. Hver hringur er 16,45 karöt en þetta er dýrasti meistarahringur sem gerður hefur verið. LeBron and AD get their first rings as Lakers pic.twitter.com/olhoDsrO4Z— Bleacher Report (@BleacherReport) December 23, 2020 Hér fyrir neðan má sjá samanburð á síðustu fjórum meistarahringum Los Angels Lakers eða frá 2002, 2009, 2010 og 2020. A look at the Lakers' last four championship rings. Top Left: 2002Top Right: 2009Bottom Left: 2010Bottom Right: 2020 pic.twitter.com/h1TNjrQ0Db— Front Office Sports (@FOS) December 23, 2020
NBA Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira