Clippers spillti hringakvöldi meistara Lakers og Durant leit vel út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2020 08:01 Paul George leit rosalega vel út í sigri Los Angeles Clippers á nágrönnum sínum í Los Angeles Lakers en þetta var þriðji þrjátíu stiga leikur hans í röð á móti Lakers. AP/Marcio Jose Sanchez NBA deildin í körfubolta hófst í nótt með tveimur leikjum þar sem lið Brooklyn Nets og Los Angeles Clippers fögnuðu sigri. Brooklyn Nets vann sannfærandi 125-99 sigur á Golden State Warriors í fyrri leik kvöldsins þar sem nýju liðsfélagarnir Kevin Durant og Kyrie Irving voru flottir. Steve Nash vann því sinn fyrsta leik sem þjálfari í NBA-deildinni en Brooklyn vann fyrsta leikhluta 40-25 og tók öll völd í leiknum. KD returns and makes his Nets debut Kevin Durant drops 22 PTS in 3 quarters of action as the @BrooklynNets top GSW top open the season! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/kwCUOWN1SP— NBA (@NBA) December 23, 2020 Kevin Durant lék sinn fyrsta leik í átján mánuði og fór vel af stað strax í upphafi leiks. Þetta var fyrsti leikur hans í deildinni síðan í lokaúrslitunum um NBA titilinn árið 2019 þegar hann sleit hásin. „Ég reyndi að gera ekki of mikið úr þessu öllu saman og hugsa bara um það að ég er búinn að spila þessa íþrótt síðan ég var átta ára gamall. Ég var bara að gera það sem ég kann svo vel,“ sagði Kevin Durant eftir leik. Kyrie's 26 pace Nets in opener!@KyrieIrving drops 24 PTS in the 1st half, helping the @BrooklynNets win at home! #KiaTipOff20 Christmas Day 12/25: Nets/Celtics at 5pm/et on ABC pic.twitter.com/CFOu7MnGed— NBA (@NBA) December 23, 2020 Durant skoraði 22 stig á 25 mínútum en Kyrie Irving var stigahæstur í liðinu með 26 stig. Caris LeVert kom með 20 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar af bekknum. Steph Curry var stigahæstur hjá Golden State með 20 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar. Los Angeles Clippers vann 116-109 sigur á nágrönnum sínum í Los Angeles Lakers en Lakers menn fengu meistarahringa sína afhenta fyrir leik. PG fuels LAC with 33! Paul George (@Yg_Trece) drops 26 in the 2nd half to lift the @LAClippers! #KiaTipOff20 Christmas Day 12/25: Clippers/Nuggets at 10:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/iPzlNLINX8— NBA (@NBA) December 23, 2020 Paul George skoraði 26 af 33 stigum sínum í seinni hálfleik og Kawhi Leonard var með 26 stig. George átti afbragðsleik, hitti úr 13 af 18 skotum og setti niður fimm þrista. George var gagnrýndur mikið fyrir slaka frammistöðu á síðasta tímabili en þetta var fyrsti leikurinn síðan að hann gerði nýjan fjögurra ára samning við Clippers sem gefur honum 190 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd eða 24,4 milljarða íslenskra króna. Clippers liðið var vonbrigði síðasta tímabils og höfðu mikið að sanna í þessum leik. Liðið byrjaði líka frábærlega og vann fyrsta leikhlutann 39-19. „Við vorum ekki að hugsa um síðasta ár. Þetta er nýtt lið. Ég er bara ánægður með að við erum að spila körfubolta á réttan hátt. Allir studdu á bakið á hverjum öðrum og voru jákvæðir,“ sagði Kawhi Leonard. Kawhi Leonard puts up 26 PTS in the @LAClippers W vs. the Lakers at Staples Center! #KiaTipOff20 #WeGotNow @newbalancehoops Christmas Day 12/25: Clippers/Nuggets at 10:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/Q3GbUEWYcq— NBA (@NBA) December 23, 2020 LeBron James var með 22 stig fyrir Lakers liðið og Anthony Davis skoraði 18 stig. Það eru aðeins 72 dagar síðan liðið tryggði sér NBA-titilinn í búbblunni á Flórída. James meiddist á ökkla í seinni hálfleik og spilaði bara 28 mínútur í leiknum. Þetta er annað árið í röð sem Los Angeles Clippers vinnur Los Angeles Lakers i fyrsta leik þannig að meistararnir þurfa ekki mikið að örvænta. NBA Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Brooklyn Nets vann sannfærandi 125-99 sigur á Golden State Warriors í fyrri leik kvöldsins þar sem nýju liðsfélagarnir Kevin Durant og Kyrie Irving voru flottir. Steve Nash vann því sinn fyrsta leik sem þjálfari í NBA-deildinni en Brooklyn vann fyrsta leikhluta 40-25 og tók öll völd í leiknum. KD returns and makes his Nets debut Kevin Durant drops 22 PTS in 3 quarters of action as the @BrooklynNets top GSW top open the season! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/kwCUOWN1SP— NBA (@NBA) December 23, 2020 Kevin Durant lék sinn fyrsta leik í átján mánuði og fór vel af stað strax í upphafi leiks. Þetta var fyrsti leikur hans í deildinni síðan í lokaúrslitunum um NBA titilinn árið 2019 þegar hann sleit hásin. „Ég reyndi að gera ekki of mikið úr þessu öllu saman og hugsa bara um það að ég er búinn að spila þessa íþrótt síðan ég var átta ára gamall. Ég var bara að gera það sem ég kann svo vel,“ sagði Kevin Durant eftir leik. Kyrie's 26 pace Nets in opener!@KyrieIrving drops 24 PTS in the 1st half, helping the @BrooklynNets win at home! #KiaTipOff20 Christmas Day 12/25: Nets/Celtics at 5pm/et on ABC pic.twitter.com/CFOu7MnGed— NBA (@NBA) December 23, 2020 Durant skoraði 22 stig á 25 mínútum en Kyrie Irving var stigahæstur í liðinu með 26 stig. Caris LeVert kom með 20 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar af bekknum. Steph Curry var stigahæstur hjá Golden State með 20 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar. Los Angeles Clippers vann 116-109 sigur á nágrönnum sínum í Los Angeles Lakers en Lakers menn fengu meistarahringa sína afhenta fyrir leik. PG fuels LAC with 33! Paul George (@Yg_Trece) drops 26 in the 2nd half to lift the @LAClippers! #KiaTipOff20 Christmas Day 12/25: Clippers/Nuggets at 10:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/iPzlNLINX8— NBA (@NBA) December 23, 2020 Paul George skoraði 26 af 33 stigum sínum í seinni hálfleik og Kawhi Leonard var með 26 stig. George átti afbragðsleik, hitti úr 13 af 18 skotum og setti niður fimm þrista. George var gagnrýndur mikið fyrir slaka frammistöðu á síðasta tímabili en þetta var fyrsti leikurinn síðan að hann gerði nýjan fjögurra ára samning við Clippers sem gefur honum 190 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd eða 24,4 milljarða íslenskra króna. Clippers liðið var vonbrigði síðasta tímabils og höfðu mikið að sanna í þessum leik. Liðið byrjaði líka frábærlega og vann fyrsta leikhlutann 39-19. „Við vorum ekki að hugsa um síðasta ár. Þetta er nýtt lið. Ég er bara ánægður með að við erum að spila körfubolta á réttan hátt. Allir studdu á bakið á hverjum öðrum og voru jákvæðir,“ sagði Kawhi Leonard. Kawhi Leonard puts up 26 PTS in the @LAClippers W vs. the Lakers at Staples Center! #KiaTipOff20 #WeGotNow @newbalancehoops Christmas Day 12/25: Clippers/Nuggets at 10:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/Q3GbUEWYcq— NBA (@NBA) December 23, 2020 LeBron James var með 22 stig fyrir Lakers liðið og Anthony Davis skoraði 18 stig. Það eru aðeins 72 dagar síðan liðið tryggði sér NBA-titilinn í búbblunni á Flórída. James meiddist á ökkla í seinni hálfleik og spilaði bara 28 mínútur í leiknum. Þetta er annað árið í röð sem Los Angeles Clippers vinnur Los Angeles Lakers i fyrsta leik þannig að meistararnir þurfa ekki mikið að örvænta.
NBA Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn