Leggja til að taka upp úrslitakeppni í Pepsi Max deild karla frá og með 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 16:07 Valsmenn hafa orðið Íslandsmeistarar þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Vísir/Bára Starfshópur um fjölgun leikja í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu hefur skilað af sér skýrslu og leggur til róttæka breytingu á Íslandsmóti karla. Íslensku félagsliðin eru að dragast aftur úr félögum frá öðrum þjóðum þegar kemur að árangri í Evrópukeppnum og starfshópur um fjölgun leikja í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu telur að rétta leiðin sé að breyta núverandi keppnisfyrirkomulagi. Í desember 2019 skipaði stjórn KSÍ starfshóp sem átti að leggja mat á þá kosti sem nefndir hafa verið um mögulega útfærslu á breyttu keppnisfyrirkomulagi í Pepsi Max deild karla. Sá starfshópur skilaði af sér niðurstöðu í lok janúar 2020. Starfshópur um Pepsi Max deild karla og fjölgun leikja skilaði af sér skýrslu til stjórnar KSÍ þann 17. desember. Á vef KSÍ má skoða skýrsluna í heild sinni. https://t.co/6CSEeZb86S— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 21, 2020 Á ársþingi KSÍ í febrúar 2020 var samþykkt að skipaður yrði starfshópur til að fara ítarlega yfir málið og þá kosti sem reifaðir höfðu verið. Sá starfshópur hefur nú skilað skýrslu um viðfangsefnið og verður sú skýrsla kynnt fyrir félögum í Pepsi Max deild karla á fundi í dag, mánudag. Í skýrslu starfshópsins voru þrjár breytingartillögur á Íslandsmótinu skoðaðar sérstaklega. Það var að fjölga liðum úr tólf lið í fjórtán lið. Að fækka liðum í tíu og leik þrefalda umferð. Sú tillaga sem starfshópurinn leggur til er hins vegar að taka upp úrslitakeppni neðri og efri deildar. Það yrði þá áfram tólf lið í deildinni en það myndu síðan bætast við fimm leikir við hina hefðbundnu 22. Mótinu yrði skipt upp í efri og neðri hluta með sex félögum í hvorum hluta sem leika einfalda umferð. Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða en í hinum um að forðast fall. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöðu skýrslunnar. Að teknu tilliti til ofangreindra þátta þá leggur starfshópurinn til að frá og með keppnistímabilinu 2022 verði keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla breytt og leikið með 12 liðum sem byrja á því að leika tvöfalda umferð (heima og að heiman). Að því loknu verði mótinu skipt upp í efri og neðri hluta. 6 félög í hvorum hluta sem leika einfalda umferð, þ.e. 5 leiki pr. lið. Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða. Í úrslitakeppni neðri hlutanser leikið með sambærilegum hætti um að forðast fall. Félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Röð liða í fyrri hluta mótsins ræður því hvaða félög fá fleiri heimaleiki í úrslitakeppni mótsins. Þannig myndu lið nr. 1,2,3 og 7,8,9 fá þrjá heimaleiki en hin liðin tvo heimaleiki. Það er von starfshópsins að þessi skýrsla skapi umræðu um þróun mótsins og að breið sátt náist um næstu skref. Það má lesa alla skýrsluna hér. Pepsi Max-deild karla KSÍ Mest lesið „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Íslensku félagsliðin eru að dragast aftur úr félögum frá öðrum þjóðum þegar kemur að árangri í Evrópukeppnum og starfshópur um fjölgun leikja í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu telur að rétta leiðin sé að breyta núverandi keppnisfyrirkomulagi. Í desember 2019 skipaði stjórn KSÍ starfshóp sem átti að leggja mat á þá kosti sem nefndir hafa verið um mögulega útfærslu á breyttu keppnisfyrirkomulagi í Pepsi Max deild karla. Sá starfshópur skilaði af sér niðurstöðu í lok janúar 2020. Starfshópur um Pepsi Max deild karla og fjölgun leikja skilaði af sér skýrslu til stjórnar KSÍ þann 17. desember. Á vef KSÍ má skoða skýrsluna í heild sinni. https://t.co/6CSEeZb86S— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 21, 2020 Á ársþingi KSÍ í febrúar 2020 var samþykkt að skipaður yrði starfshópur til að fara ítarlega yfir málið og þá kosti sem reifaðir höfðu verið. Sá starfshópur hefur nú skilað skýrslu um viðfangsefnið og verður sú skýrsla kynnt fyrir félögum í Pepsi Max deild karla á fundi í dag, mánudag. Í skýrslu starfshópsins voru þrjár breytingartillögur á Íslandsmótinu skoðaðar sérstaklega. Það var að fjölga liðum úr tólf lið í fjórtán lið. Að fækka liðum í tíu og leik þrefalda umferð. Sú tillaga sem starfshópurinn leggur til er hins vegar að taka upp úrslitakeppni neðri og efri deildar. Það yrði þá áfram tólf lið í deildinni en það myndu síðan bætast við fimm leikir við hina hefðbundnu 22. Mótinu yrði skipt upp í efri og neðri hluta með sex félögum í hvorum hluta sem leika einfalda umferð. Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða en í hinum um að forðast fall. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöðu skýrslunnar. Að teknu tilliti til ofangreindra þátta þá leggur starfshópurinn til að frá og með keppnistímabilinu 2022 verði keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla breytt og leikið með 12 liðum sem byrja á því að leika tvöfalda umferð (heima og að heiman). Að því loknu verði mótinu skipt upp í efri og neðri hluta. 6 félög í hvorum hluta sem leika einfalda umferð, þ.e. 5 leiki pr. lið. Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða. Í úrslitakeppni neðri hlutanser leikið með sambærilegum hætti um að forðast fall. Félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Röð liða í fyrri hluta mótsins ræður því hvaða félög fá fleiri heimaleiki í úrslitakeppni mótsins. Þannig myndu lið nr. 1,2,3 og 7,8,9 fá þrjá heimaleiki en hin liðin tvo heimaleiki. Það er von starfshópsins að þessi skýrsla skapi umræðu um þróun mótsins og að breið sátt náist um næstu skref. Það má lesa alla skýrsluna hér.
Að teknu tilliti til ofangreindra þátta þá leggur starfshópurinn til að frá og með keppnistímabilinu 2022 verði keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla breytt og leikið með 12 liðum sem byrja á því að leika tvöfalda umferð (heima og að heiman). Að því loknu verði mótinu skipt upp í efri og neðri hluta. 6 félög í hvorum hluta sem leika einfalda umferð, þ.e. 5 leiki pr. lið. Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða. Í úrslitakeppni neðri hlutanser leikið með sambærilegum hætti um að forðast fall. Félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Röð liða í fyrri hluta mótsins ræður því hvaða félög fá fleiri heimaleiki í úrslitakeppni mótsins. Þannig myndu lið nr. 1,2,3 og 7,8,9 fá þrjá heimaleiki en hin liðin tvo heimaleiki. Það er von starfshópsins að þessi skýrsla skapi umræðu um þróun mótsins og að breið sátt náist um næstu skref.
Pepsi Max-deild karla KSÍ Mest lesið „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira