Laust fyrir klukkan hálf sjö í morgun reið yfir skjálfti á svipuðum slóðum sem mældist 2,4 að stærð og litlu áður en sá stóri reið yfir varð skjálfti sem mældist 2,8 stig.
Stór jarðskjálfti við Bárðarbungu

Jarðskjálfti að stærð 3,9 varð við Bárðarbungu á tólfta tímanum í dag. Nákvæm staðsetning er 5,0 km SSA af Bárðarbungu. Minniháttar skjálfti fylgdi síðan í kjölfarið.