Liðsfélagi Hjartar skrapp á klósettið á meðan dómararnir kíktu á VAR Anton Ingi Leifsson skrifar 21. desember 2020 13:01 Jesper Lindsröm skrapp á klósettið og náði aftur til baka áður en dómararnir höfðu náð að skoða VAR. Lars Ronbog/Getty Eftir að VARsjáin var tekinn í notkun í fótboltanum þá eru fleiri pásur í leiknum og leikmenn nýta sér þær til hins ítrasta. Það var að minnsta kosti raunin hjá Íslendingaliðinu Bröndby í danska boltanum í gær. Bröndby er í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Þeir verða í einu af tveimur efstu sætunum yfir jól og áramót en annað Íslendingalið, Midtjylland, getur jafnað þá að stigum síðar í kvöld er liðið mætir Nordsjælland. Það var Íslendingaslagur í danska boltanum í gær er Bröndby vann 2-1 sigur á Horsens á útivelli. Kjartan Henry Finnbogason skoraði mark Horsens en þeir Ágúst Eðvald Hlynsson [Horsens] og Hjörtur Hermannsson [Bröndby] komu inn á sem varamenn. Ein af sögum leiksins var þó klósettferð Jesper Lindström, leikmanns Bröndby. Simon Hedlund, framherji Bröndby, féll í vítateig Horsens í fyrri hálfleik og dómarnir ákváðu að skoða það í VAR. Það tók sinn tíma og Lindström ákvað að nýta sér tækifærið. Hann skellti sér á klósettið. „Ég komst ekki nægilega fljótt á klósettið svo þetta hentaði fullkomlega að það kom þessi langa pása. Þetta voru erfiðar fyrstu tuttugu mínútur en eftir þetta var ég mikið léttari. Ég hljóp svo frá einum leikmanni Horsens og skoraði,“ sagði Jesper léttur. Hann hefur verið einn besti leikmaður Superligunnar í ár. „En í einlægni þá er þetta mjög pirrandi að þetta skuli taka svona langan tíma. Maður stendur og verður kalt og pirraður. Ég get ímyndað mér að þetta sé einnig pirrandi fyrir stuðningsmennina því þetta tekur spennuna úr leiknum. Þrátt fyrir að hafa þurft að fara á klósettið þá missti ég ekki af einni sekúndu í leiknum.“ 2020 slutter med en sejr Hør, hvad Jobbe og Frendrup havde at sige efter kampen i Horsens #ACHBIFhttps://t.co/RxqQKqZMmO pic.twitter.com/RKdWYAd2f8— BrondbyIF (@BrondbyIF) December 20, 2020 Danski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
Bröndby er í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Þeir verða í einu af tveimur efstu sætunum yfir jól og áramót en annað Íslendingalið, Midtjylland, getur jafnað þá að stigum síðar í kvöld er liðið mætir Nordsjælland. Það var Íslendingaslagur í danska boltanum í gær er Bröndby vann 2-1 sigur á Horsens á útivelli. Kjartan Henry Finnbogason skoraði mark Horsens en þeir Ágúst Eðvald Hlynsson [Horsens] og Hjörtur Hermannsson [Bröndby] komu inn á sem varamenn. Ein af sögum leiksins var þó klósettferð Jesper Lindström, leikmanns Bröndby. Simon Hedlund, framherji Bröndby, féll í vítateig Horsens í fyrri hálfleik og dómarnir ákváðu að skoða það í VAR. Það tók sinn tíma og Lindström ákvað að nýta sér tækifærið. Hann skellti sér á klósettið. „Ég komst ekki nægilega fljótt á klósettið svo þetta hentaði fullkomlega að það kom þessi langa pása. Þetta voru erfiðar fyrstu tuttugu mínútur en eftir þetta var ég mikið léttari. Ég hljóp svo frá einum leikmanni Horsens og skoraði,“ sagði Jesper léttur. Hann hefur verið einn besti leikmaður Superligunnar í ár. „En í einlægni þá er þetta mjög pirrandi að þetta skuli taka svona langan tíma. Maður stendur og verður kalt og pirraður. Ég get ímyndað mér að þetta sé einnig pirrandi fyrir stuðningsmennina því þetta tekur spennuna úr leiknum. Þrátt fyrir að hafa þurft að fara á klósettið þá missti ég ekki af einni sekúndu í leiknum.“ 2020 slutter med en sejr Hør, hvad Jobbe og Frendrup havde at sige efter kampen i Horsens #ACHBIFhttps://t.co/RxqQKqZMmO pic.twitter.com/RKdWYAd2f8— BrondbyIF (@BrondbyIF) December 20, 2020
Danski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira